Vikan


Vikan - 08.03.1979, Síða 44

Vikan - 08.03.1979, Síða 44
GLA UMGOSINN að biðja yðar. Þeim mun lengur sem ég hugsa um það, því asnalegra finnst mér að þér skylduð hafa dregið mig inn í þetta. Hvernig gat svona heimskuleg saga orðið til?" Lydia stundi. „Maður hugsar ekki út i slikt. Þegar mikið liggur við. Þar fyrir utan. þá ætlaði ég ekki að draga yður inn i þetta. Það — það bara atvikaðist svo.” „Ég skil ekki hvernig það atvikaðist ef þér ætluðust ekki til þess.” „Eitt leiddi af öðru ” útskýrði Lydia óörugg. „Áður en ég vissi af hafði öll sagan spunnist upp. Auðvitað vil ég ekki að þér þiðjið mín, en þér gætuð látið sem þér vilduð það, svo pabbi gruni mig ekki um að skrökva.” „Nei," sagði Pen. „Mér finnst þér vera mjög vondur." kjökraði Lydia. „Nú verð ég send aftur til Bath. Ágústa frænka mun njósna um mig og ég mun aldrei sjá Piers framar.” „Hvern?” Pen kipptist til. „HVERN niunuð þér aldrei sjá framar?” „Ó, gerið það, spyrjið mig ekki. Ég ætlaði ekki að nefna nafn hans.” „Eruð þér . . .,” Pen hætti, hún var orðin hvít i framan. Hún byrjaði aftur: „Eruð þér trúlofuð Piers Luttrell?” „Þekkið þér hann?” Ungfrú Daubenacy klappaði saman lófunum af hrifningu. „Já,” sagði Pen og henni fannst sem hjarta hennar væri horfið. „Já, ég þckki hann.” „Þá niunuð þér hjálpa mér." Tærblá augu ungfrú Creed mættu flöktandi brúnum augum ungfrú Daubenacys. Ungfrú Creed dró djúpt andann. „Er — er Piers raunverulega ástfanginn af yður?" spurði hún með efahreim. Ungfrú Daubenacy rétti úr sér. „Þér þurfið ekki að vera svona undrandi! Við höfum verið leynilega trúlofuð i heilt ár. Hversvegna eruð þér svona einkennileg- ur?" „Fyrirgefið," sagði Pen afsakandi. „En mikið hlýtur hann að hafa breyst! Þetta er allt svo einkennilegt." „Hversvegna," spurði Lydia starandi. „Nú, það — það — þér mynduð ekki skilja það. Hafið þið hist i skóginum i heilt ár?” „Nei, vegna þess að pabbi sendi mig til Bath og sir Jasper bannaði honum að hitta mig framar, meira að segja lafði Luttrell sagði að við værum of ung. En við elskum hvort annað.” „Þetta er allt mjög einkennilegt." sagði Pen og hristi höfuðið. „Vitið þér það, að ég á mjög erfitt með að trúa þessu.” „Þér eruð hræðilegur piltur. Þetta er alveg satt og ef þér þekkið Piers, þá getið þér spurt hann sjálfan. Ég vildi að ég hefði aldrei litið yður augum.” „Sama segi ég,” sagði Pen hreinskiln- islega. Ungfrú Daubenacy fór að gráta. Pen virti hana fyrir sér full áhuga, en sagði síðan eins og sá sem er að komast til botns í dularfullu fyrirbrigði. „Grátið þér alltaf svona mikið? Grátið þér lika svona með Piers?” „Ég græt aldrei með fólki,” snökti ungfrú Daubenacy. „Og ef Piers vissi hve hræðilegur þér hafið verið við mig. þá myndi hann líklega slá yður niður." Pen fór að hlæja. Það gerði Lydiu svo reiða að hún hætti strax að gráta og skipaði Pen að fara undir eins úr garðin- um. En þegar hún sá að Pen var mjög fús til þess að taka hana á orðinu hljóp hún á eftir henni og greip í handlegg hennar. „Nei, nei, þér getið ekki farið fyrr en við höfum ákveðið hvað við eigum að gera. Þér — þér getið ekki verið svo grimmur að þræta fyrir sög- una sem ég sagði pabba.” Pen hugsaði málið. „Nú, ef það er áskilið að þér ætlist ekki til þess að ég biðji yðar,..” „Nei, nei, ég lofa þvi." Pen hleypti brúnum. „Já, en það gerir ekkert gagn. Það er aðeins einn mögu- leiki: þér verðið að flýja að heiman.” „En . . ..” „Ekki byrja að tala um hneykslið og að eyðileggja kjólinn yðar," bað Pen. „í fyrsta lagi er það bjánalegt og svo myndi Piersaldreiþola það.” „Piers," sagði ungfrú Daubenacy, reiðilega, „finnst ég vera fullkomin.” „Ég hef að visu ekki hitt Piers i lengri tíma, en hann getur ekki verið orðinn svo vitlaus,” benti Pen á. „Jú. hann — oh, ég hata yður, ég hata yður!” hrópaði Lydia og stappaði i jörð- ina. „Og hvernig gæti ég svo flúið að heiman?” „Nú, Piers verður að sjá um það. Ef Richard hefur ekkert á móti þvi gæti verið að ég hjálpaði honum." fullvissaði Pen hana. „Þér verðið að flýja um há- nótt. Það fær mig til að minnast á annan nauðsynlegan hlut, þér verðið að hafa kaðalstiga.” „Ég á ekki kaðalstiga,” mótmælti Lydia. „Piers verður þá að búa hann til fyrir yður. Ef hann kastar honum upp i glugg- ann yðar gætuð þér þá ekki fest hann örugglega og klifrað niður?” „Ég vildi frekar flýja gegnum dyrn- ar," sagði Lydia og horfði hjálparvana upp til hennar. „Nú. allt i lagi, en það er frekar fjör- laust. Hvað um það, það er yðar mál. Piers mun bíða yðar með skiptivagn og fjóra hesta. Þér stökkvið upp í hann. hestamir þjóta af stað og þið eruð á fleygiferð til landamæranna! Ég get séð þetta allt fyrir mér," sagði Pen og augu hennarsindruðu. Lydia var ekki eins áköf. „Þetta er vissulega mjög rómantiskt," samsinnti hún. „En það er löng leið til landamær- anna og svo myndu allir verða svo reiðir viðokkur.” „Þegar þið eruð gift þá skiptir það ekki máli." „Nei, nei, það er satt. En ég held að Piers eigi enga peninga.” „Nú,” andlilið datt af Pen. „Það gerir þetta allt miklu stirðara. En ég er viss um að hann aflar einhvers.” Lydia sagði: „Jú, en ef yður er sama. þá myndi ég síður vilja fara til Gretna. Þó það yrði rómantiskt get ég ekki ann- að en hugsað um hvað það hlyti að verða óþægilegt. Ég hefði auk þess enga fylgdarmenn, engan brúðarkjól, ekkert brúðarslör né neitt.” BINNI & PINNI { Heppni, aö viö \ skyldumvera á ferð. Haltu I endann, við drögum þig Sjóöandi grænmetissúpa beint úr pottinum herra. Viö vonum, aö hún sé nógu heit fyrir __) I . Þigt Tíu dagar á þessum fleka með hákarla allt í kring. Allt í fína, fituhlussur. Nú ræð ég. Inn i káetu, ég vil fá eitthvað að éta. Viö verðum að bjarga málunum. Hvernig? ' Fáðu þór kjúkling, herra. Fylltan með grjóti. Ég verð að taka áhættuna með hákarlana. Hjálp. Ég yfirgef þetta geðveikrahæli . . Hann sagði ekki einu sinni bless. > Hvers vegna . ekki? > Hér er smákveðju sprengja. Er hann farinn?/ 44 Vlkan 10. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.