Vikan - 08.03.1979, Page 46
GLA UMGOSINN
er ekki þess virði að lala um. En vanda-
málið er að pabbi hennar ætlar að koma
hingað til þess að hitta þig út af þessu
núna á eftir. Sjáðu til, hún vonaði að ef
hún segði að hún hefði lagt það í vana
sinn að hitta mig leynilega i Bath . ..”
„í Bath?” greip sir Richard fram i
rámri röddu.
„Já. hún sagði að við hefðum alltaf
hist i Bath. vegna Ágústu frænku sinnar
og hún vildi ekki verða send þangað
aftur. Ég get vel skilið það en . .
„Þá er skilningur þinn miklu betri en
minn.” sagði sir Richard. „Hingað til hef
ég ekki notið þess heiðurs að skilja orð af
þessari sögu þinni. Hvað kemur Ágústa
frænka málinu við?”
„Nú. þau sendu Lydiu til þess að
dvelja hjá henni og henni likaði það
ekki. Hún sagði að þar væru ekkert ann
að en spil og njósnir. Ég gat ekki annað
en fundið til með henni. ég veit alveg
hvertiig þaðer.”
„Ég gleðst," sagði sir Richard með
áherslu.
„Málið er. að hún hélt að ef hún segði
pabba sinum að hún hefði hitl mig leyni
lega i Bath. myndi hann ekki senda hana
þangaðaftur."
„Mér finnsl þetta hljóma eins og
brjálæði á hæsta stigi."
„Já. það fannst mér líka. En það
versta er eftir. Hún segir að í stað þess
að vera reiður sé pabbi hennar mjög
ánægður!"
„Brjálæðið virðist vera ætlgengt.”
„Það hélt ég. en það litur út fyrir að
þegar Lydia sagði honum að nafn mitt
væri Wyndham fengi hann þá hugmynd
að hann væri að komast í feita giftingu."
„Guð minn góður."
„Ég vissi að þú yrðir undrandi. Og svo
er annað sem keyrir allt um koll.” Hún
leit flóttalega upp frá diskinum og sagði
með erfiðismunum: „Ég komst að svo-
litlu sem gerði mér bilt við. Hún sagði
mér hvem hún hefði farið að hitta i
skóginum i gærkvöldi."
„Ég skil.” sagði sir Richard.
Hún roðnaði. „Viss — vissir þú það.
herra?"
„Mér datt það i hug. Pen."
Hún kinkaði kolli. „Það var vitlaust
af mér að gruna ekkert. Ef satt skal
segja. ég hélt — hvað um það, það skipt-
ir ekki máli. Ég býst við að þú hafir ekki
viljað segja mér það.”
„Er það þér mjög á móti skapi?”
spurði hann snögglega.
„Jah, ég — það — sjáðu til, ég var svo
viss um að Piers — og ég — svo ég býst
við að það taki mig nokkurn tima að
komast yfir það, auk þess sem það breyt-
ir öllum minum áætlunum. En hugsum
ekki um það. Við verðum nú að íhuga
hvað við getuni gert til þess að hjálpa
Piersog Lydiu."
„Við?” greip sir Richard fram í.
„Já. því ég treysti á þig til þess að telja
pabba hennar Lydiu trú um að ég sé ekki
hæfur biðill. Þaðer mikilvægast."
„Ætlar þú að segja mér að þessi kol-
brjálaði maður ætli að koma hingað til
þess að fá samþykki mitt til þess að þú
kvænist dóttur hans?"
„Ég held að hann sé að koma til þess
að komast að þvi hve mikla peninga ég á
og hvort fyrirætlanir minar séu heiðar-
legar,” sagði Pen og hellti kaffi i bollann
sinn. „En ég leyfi mér að segja að Lydia
hafi misskilið þetta allt, þvi hún er frá-
munalega vitlaus og kannski er hann að
koma til þess að kvarta við þig út af
þeirri hneykslanlegu hegðun minni að
hitta Lydiu leynilega."
„Ég sé fram á ánægjulegan morgun,”
sagði sir Richard þurrlega.
„Já. ég held að þetta verði allt saman
mjög skemmtilegt,” samsinnti Pen.
„Vegna þess — hvað er að herra?”
Sir Richard hafði lekið um höfuð sér.
„Þú heldur að þetta verði nijög
skemmtilegt, hamingjan sanna!”
„Nú ertu að hlæja að mér aftur?"
„Hlæja, ég minnist þægilegs heimilis
míns. reglubundinna lifnaðarhátta,
hingað til flekklauss mannorðs mins og
furða mig á hvað ég hef gert af mér svo
ég eigi skilið að lenda i þessari skammar
legu flækju. Að öllum likindum dey ég
ekki aðeins sem einhver sem átti ungan
frænda sem var bráðþroska imynd
verstu spillingar, heldur sem einhver
sem raunverulega aðstoðaði hann við að
reyna að tæla virðulega unga konu."
„Nei. nei!" sagði Pen hreinskilnislega.
„Ekkert slikt, ég fullvissa þig um það. Ég
skal láta þetta fara fram á sem bestan
hátt og þitt hlutverk verður það heiðar-
legasta."
„Nú. ef svo er . . .” sagði sir Richard
og tók höndina frá enninu.
„Núna veit ég að þú ert að hlæja að
mér. Ég á að vera einkasonur ekkju."
„Vesalings konan, ég vorkenni
henni.”
„Já. vegna þess að ég er mjög óstýri-
látur og ekkert getur ráðið við mig. Það
er þess vegna sem þú ert hérna, auðvit-
að. Ég fær ekki annað séð en ég sé alltof
ungur til þess að vera góður biðill.
Heldur þú það. herra?"
„Nei. alls ekki. Reyndar kæmi mér
það ekki á óvart þó faðir Lydiu kæmi
hingað með hrisvönd.”
„Guð minn góður. en hræðilegt! Það
kom mér aldrei til hugar. Nú, jæja, ég
treysti á þig.”
„Þú mátt treysta þvi á mig að segja
majór Daubenacy að saga dóttur hans
sé skipsfarmur af lygum."
Pen hristi höfuðið. „Nei, það megum
við ekki gera. Ég sagði það sama fyrst,
en þú hlýtur að skilja hve erfitt það
verður að telja majór Daubenacy trú um
að við segjum satt. Ég verð að segja að
útlitið er frekar svart vegna þess að ég
var i kjarrinu i gærkvöldi og við getum
ómögulega sagt það sanna. Nei. við
verðum að gera það besta úr þessu. Þar
að auki finnst mér að við ættum að
hjálpa Piers, ef hann vill raunverulega
kvænast þessari vitlausu stelpu."
„Ég hef ekki hina minnstu löngun til
þess að hjálpa Piers sem mér finnst haga
sér á mjög ámælisverðan hátt."
„Nei, alls ekki, hann getur ekkert að
þessu gert. Ég sé að það er best að ég segi
þérallasöguna."
Án þess að gefa sir Richard tima til
þess að andmæla steypti hún sér út í
skjóta litrika lýsingu á vandræðum
hinna ungu elskenda. Lýsingin var mjög
skreytt með hennar eigin athugasemd-
um. var frekar flókin og oft greip sir
Richard inn i til þess að fá nánari lýs-
ingu á einstaka óskiljanlegum atriðum.
Undir lokin sagði hann án nokkurs
ákafa: „Mjög hrifandi saga. Ég segi þó
fyrir mig. að mér finnst efnið um Rómeó
ogJúliu frekargamaldags.”
„Nú, en ég er búin að komast að þvi
að það er aðeins eitt fyrir þau að gera,
þau verða að hlaupast á brott."
Sir Richard sem hafði verið að leika
sér með einglyrnið sitt. lét það detta og
sagði nú alvarlega. „Nú er nóg komið!
Reyndu nú að skilja mig. Ég skal reyna
að hrista burtu þennan leiða föður. en
þar hættum við. Þessir leiðinlegu elsk-
endur mega flýja á morgun min vegna.
en ég skal hvergi koma þar nærri og leyfi
þér ekki að koma þar heldur nærri.
Skilur þú það?"
Pen leit rannsakandi á hann. Það var
ekkert bros sjáanlegt i augum hans og
þau litu mun stranglegri út heldur en
hún hafði nokkurn tíma ímyndað sér að
þau gætu gert. Það var augljóst að hann
myndi ekki hjálpa neitt til við áætlun
hennar um að flýja með ungfrú
Daubenacy. Pen ákvað að það yrði betra
ef hún segði honuni ekki frá þvi. En það
var eitt sem hún átti eftir að svara fyrir
og hún sagði með stolti: „Þú getur gert
eins og þú vilt, en þú hefur engan rétt til
þess að segja mér hvað ég á eða á ekki að
gera! Það kemur þér ekki hið minnsta
við.”
„Það á eftir að koma mér mjög mikið
við,” svaraði sir Richard.
„Ég get ómögulega skilið hvað þú átt
við með aðsegja svona vitleysu."
„Það get ég skilið. en þú átt eftir að
gera það."
„Við skulum ekki deila um það,"
sagði Pen róandi.
Hann hló skyndilega. „Það vona ég
svosannarlega."
„Og þú segir majór Daubenacy ekki
að saga Lydiu hafi verið lygi?”
„Hvað viltu að ég segi honum?"
spurði hann, tók upp hinn lokkandi tón
og horfði einlægur á hana.
„Nú. að ég hafi verið með kennara
minum i Bath, en ég hafi verið svo erfið-
ur að mamma . . .”
„Ekkjuna?”
„Já og nú skilur þú hversvegna hún er
ekkja!”
„Ef þú heldur upp á minningu föður
þins. þá skil ég. Hann dó i gálganum."
„Það er það sem Jimmy Yarde kallar
að hanga."
„Líklega, en ég vona að þú gerir það
ekki."
„Allt i lagi! Hvar varég?"
„Með kennaranum þinum."
„Einmitt. Nú, ég var svo erfiður að
mamma sendi þig til þess að koma með
mig heim. Þú ert liklega fjárhaldsmaður
eða eitthvað slikt. Og þú mátt segja
majór Daubenacy hina hræðilegustu
hluti um mig ef þú vilt. Reyndar þá væri
best að þú segðir honum að ég sé mjög
slæmur. auk þess að vera allslaus."
„Hafðu ekki áhyggjur! Ég skal draga
upp slika mynd af þér að hann verður
þvi þakklátur ef dóttir hans sleppur við
að trúlofast sliku skrímsli."
„Já. gerðu það.” sagði Pen örvandi.
„Og svo verð ég að hitta Piers.”
„Og svo?” spurði sir Richard.
Hún andvarpaði. „Ég hef ekkert hugs-
að út í það ennþá. Reyndar þá höfum
við svo mikið á okkar könnu að við
getum ekki verið að ergja okkur á þvi að
hugsa upp fleiri áætlanir núna."
46 Vikan XO.tbl,