Vikan


Vikan - 08.03.1979, Síða 47

Vikan - 08.03.1979, Síða 47
..Viltu leyfa mér að stinga upp á áætl- un. Pen?” „Já. auðvitað, ef þér dettur eitthvað í hug. En fyrst vil ég hitta Piers, vegna þess að ég get ekki ennþá trúað því að hann vilji raunverulega kvænast Lydiu. Nú, hún gerir ekkert annað en að gráta, Richard!” Sir Richard leit á hana dularfullur. „Já," sagði hann. „Kannski er það betra ef þú hittir Piers fyrst. Fólk — sérstak- lega ungir menn — breytist mikið á fimm árunt." „Það er satt,” sagði hún dapurlega. „En ég breyttist ekki.” „Ég held að þú hafi gert það," sagði hann vingjarnlega. Hún virtist ekki sannfærð og hann þvingaði hana ekki. Þjónninn kom inn i stofuna til þess að taka af borðinu. Hann •hafði vart lokið því þegar spjald majórs Daubenacys var borið til sir Richards. Pen skipti litum og hrópaði: „Ham- ingjan sanna. ég vildi að ég væri ekki hérna! Ég býst ekki við því að ég geti flú- ið núna. er það?" „Varla. Þú myndir eflaust ganga beint I fangið á majómum. En ég skal ekki láta hann berja þig.” „Það ætla ég að vona." sagði Pen innilega. „Segðu mér hvernig er maður spilltur? Lit ég út fyrir að vera spillt?" „Ekki hið minnsta. Það besta sent þú gætir gert væri að sýnast vera i fýlu.” Hún settist I stól úti I horni. breiddi úr sér i honum og reyndi að gretta sig. „Svona?" „Frábært,” sagði sir Richard. Andartaki siðar var majór Daubenacy vísað inn i stofuna. Hann var þreytu- legur maður og frekar rjóður I andliti. Þegar hann stóð á móti hinum stórkost- lega glaumgosa, hrópaði hann: „Ham- ingjan sanna! Þér ERUÐ sir Richard Wyndham.” Pen, sem horfði á þá út úr horninu, gat ekki annað en dáðst að hneigingu sir Richards. Majórinn kom auga á hana. „Svo þetta er unglingurinn sem hefur verið að ginna dóttur mina.” „Aftur?” sagði sir Richard þreytu- lega. Majórinn starði á hann. „Hvað segið þér, herra! Eigið þér við að þessi — þessi ungi fantur leggi það i vana sinn að tæla ungar stúlkur?” „Herra minn. er það svo slæmt?” spurði sir Richard. „Nei, herra, það er það ekki,” flýtti majórinn sér að segja. „en þegar ég segi yður að dóttir min hafi viðurkennt það að hafa farið út i gærkvöldi til þess að hitta hann leynilega i skóginum og að hún hefur oft áður hitt hann I Bath . ..” Einglyrni sir Richards kom i ljós. „Ég samhryggist yður,” sagði hann. „Dóttir yðar er líklega framtakssöm stúlka.” „Dóttir min,” sagði majórinn. „er ein- föld litil stúlka. Ég veit ekki hvert unga fólkið stefnir! Þessi ungi maður — hann litur ekki út fyrir að vera nenta drengur! — er. eftir því sem mér skilst, ættingi yðar?” „Systkinabam,” sagði sir Richard. „Ég er — hér — fjárhaldsmaður móður hans. Hú^n erekkja.” „Ég sé að ég hef hitt rétta manninn.” sagði majórinn. Sir Richard rétti honum letilega hönd- ina. „Ég biðst undan allri ábyrgð herra. Mitt hlutverk er aðeins að flytja hann úr umsjá kennara sins, sem hefur reynst alls óhæfur til þess að hafa stjóm á — hm — gerðum hans og koma honum i hendur móður sinnar.” „En hvað eruð þér þá að gera í Queen Charlton?” spurði majórinn. Það var augljóst að sir Richard fannst spurningin vera ókurteisi. „Ég á ætt- ingja I nágrenninu, herra. Ég held varla að ég ætti að fara að þreyta yður með ástæðunum fyrir þvi að ég varð að lengja ferð sem er mér mjög ógeðfelld. Pen, hneigðu þig!” „Pen?” át majórinn eftir og starði á hana. 'ann var skírður I höfuðið á kvekar- anum mikla," útskýrði sir Richard. „Einmitt! Ég ætti þá að segja yður, herra. að hegðun hans er alls ekki I samræmi við nafnið.” „Það er rétt,” samsinnti sir Richard. „Það er leitt að þurfa að segja það, en hann hefur verið vesalings einstæðri móður sinni endalaus vandræði og áhyggjur." „Hann virðist mjög ungur." sagði majórinn og virti Pen fyrir sér gagn- rýnum augum. „En þó gamall i syndinni.” Majórnum virtist bregða. „Svona nú. herra. Ég held nú að það sé ekki svo slæmt. Maður má ekki dæma unga fólkið of hart. Auðvitað er þetta allt mjög ámælisvert og ég hylmi á engan hátt yfir dóttur minni, en þetta er vor lifsins, herra, þér skiljið. Ungt fólk fær svo rómantískar hugmyndir — ekki það að ég varð mjög hneykslaður að frétta um þessi leynilegu stefnumót. En þegar ungt fólk verður ástfangið. þá . ..” „Ástfangið!” greip sir Richard inn i og virtist steinhissa. „Nú, nú, ég get vel skilið að þér séuð undrandi. Manni finnst nú ungarnir heldur litlir til þess að yfirgefa hreiðrið, ha? En . ..” „Pen,” sagði sir Richard og sneri sér að „frænda” sínum með hræðilegu augnaráði. „Er það rétt að þú hafir haft einhverjar alvarlegar fyrirætlanir I huga varðandi ungfrú Daubenacy?” „Ég hugsaði mér aldrei hjónaband,” sagði Pen og drúpti höfði. Majórinn virtist ætla að fá slag. Áður en hann fékk málið aftur var sir Rich- ard búinn að taka orðið. Steini lostinn hlustaði majórinn á lýsingar á hneykslanlegum bráðþroska Pen og hún ' varð að snúa sér undan til þess að fela hlátur sinn. Eftir hroðalegum lýsingum sir Richards að dæma var Bath stráð saklausum fórnardýrum hennar. Þegar sir Richard minntist á það að þessi ungi siðspillir ■ væri án nokkurra frama- eða gróðavona. þá greip majórinn inn i og sagði að hann ætti að vera hýddur. „Einmitt min skoðun,” sagði sir Rich- ard og hneigði sig. „Við alla heilaga, aldrei hefði mér dottið slíkt I hug! Alveg auralaus segið þér?” „Næstum allslaus,” sagði sir Richard. „Þvilíkt og annað eins,” sagði majór- inn. „Ég veit ekki hvað skal segja.Ég er alveg forviða.” „Þvi ntiður,” sagði Richard. „Faðir hans var alveg eins. Sami úlfurinn I sauðargæru.” „Þér skelfið mig,” sagði majórinn. „Samt lítur hann ekki út fyrir að vera nema drengur.” Pen fannst að nú skyldi hún leika sitt hlutverk og sagði svo sakleysislega að majórinn hryllti við: „En ef Lydia segir að ég hafi beðið hennar, þá ef það ekki satt. Þetta var allt saman daður. Ég kæri mig ekki um að kvænast.” Við þessa yfirlýsingu varð ntajórinn enn cinu sinni orðlaus. Sir Richard benti Pen að fara aftur í horn og þegar hinn öskureiði faðir hafði loks jafnað sig, var hann búinn að taka orðið. Hann viður- kenndi að umfram allt yrði að kæfa málið niður, lofaði að refsa Pen ærlega og fylgdi siðan majórnum út um leið og hann lofaði þvi að slík hegðun yrði ekki látin viðgangast án refsingar. Pen sem hafði barist við að halda niðri I sér hlátrinum. féll saman af hlátri um leið og majórinn var kominn nógu langt ^lLLA*. Kf A VTV **«?* 4 NANCI HELGASON MEÐ ÞRÁÐ OG NÁL SAUMAVÉLIN ÞÍN Geymdu pappaspjald, svart öflrum megin og hvftt hinum megin, I saumakörfunni þinni afl grfpa til, þegar þú þarft að þrœða vélina. Settu þé spjaldifl é bak vifl nélina mefl svörtu hliðina afl, þegar er hvitt á spólunni, en hvitu hliflina afl, þegar er svart á spólunni. Þé er auðveldara að sjá til vifl þræðingunar. Limdu frauðgúmmi undir fót- stigið é saumavélinni þinni til þess afl koma i veg fyrir, afl það ýtist til undan fætinum é góKinu. Þegar þú hefur oliuborið saumavélina þina, saltu sauma nokkrum sinnum yfir ónýta pjötlu til þess að tryggja þafl, afl þú fáir ekki olfu i gófl efni, sem þú ert að sauma úr. AD NÝTA GAMALT Ef heili útigallinn er orðinn of litill é litla bamifl, en ennþá nógu rúmur um axlirnar, er gott réfl að snffla neflan af honum, falda hann og gera þannig úr honum gófla úlpu. Úr gömlum gallabuxum mé gera duglega pottaleppa. Klippið skálmarnar af fyrir ofan hné, saumið skálmamar saman og snfflifl til, varpifl saman é köntunum. Nýtifl slitin handklæði f þvotta- poka. Klippið handklæflin niflur i hæfileg stykki, saumifl tvö og tvö saman á þremur hliflum. Vanti þig ódýrar tækifæris- buxur, mé nota eftirfarandi réð. Klipptu úr buxum, sem orðnar em of þröngar, frá haldi niflur f skref hliðarsauma é milli og saumaðu inn i f staðinn hluta úr gömlum teygjanlegum sokka- buxum. Litla, mjúka þvottaklúta til afl þvo ungbömum, má gera úr gömlum skyrtubolum. Snfflifl 8x13 sm stykki úr bolnum, leggifl tvö og tvö saman og saumifl saman á köntunum. Fyrir þé, sem þurfa að vinna liggjandi é hnjánum, er tilvalið afl sauma vasa á hnén og festa hæfilega stór stykki úr fraufl- gúmmfi inn i vasana. Buxur barnanna vilja pokast leiðinlega um hnén, afl ekki sé nú talafl um slitifl. Draga má úr þessu mefl þvf að sauma bætur, efla strauja þær á, að innanverflu um hnén. FINGURBJÖRGIN Ef þú skyldir einhvern tfma lenda f þvf afl finna hvergi fingur- björgina þfna, þegar þú ætlar að grfpa f sauma, þé er hér réfl vifl þvf: Vefflu tveimur plastplástrum um góminn, fyrst utan um hann og sfflan fyrir hann. PRJÓNAÐÍTAKT Það er égætt að hlusta á tónlist, meflan gripið er f prjónavél. Þú prjónar ósjáffrátt f takt vifl tónlistina, og prjóna- skapurinn verður jafnari fyrir bragðið. Tómir eggjabakkar eru upplögð geymsla f yrir spólur. 10. tbl. Vikan 47

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.