Vikan


Vikan - 08.03.1979, Page 48

Vikan - 08.03.1979, Page 48
GLA UMGOSINN i burtu og varð að grípa í stól til þess að detta ekki. Hún var i þessari stellingu þegar hr. Luttrell sá hana. Hann hafði um leið og majórinn og sir Richard gengu i gegnum forstofuna. stokkið inn til Pen og sagði nú milli samanbitinna tannanna: „Svo þér finnst þetta svona voðalega fyndið gemlingurinn þinn? En það finnst mérekki." Pen leit upp og i móðu sá hún andlit gamla leikfélaga síns. Hr. Luttrell, sem titraði af reiði, sagði grimmdarlega: „Ég heyrði í ykkur! Ég gat ckki annað en heyrt i ykkur. Svo þú hafðir aldrei hugsað þér hjónaband. ha? Þú — þú státar þig af að hafa daðrað við saklausa stúlku! Og þú heldur að — að þú koniist upp með það. ha? Ég skal sko kenna þér lexiu.” Pen sá sér til óheilla að hr. Luttrell nálgaðist hana með kreppta hnefa. Hún hljóp á bak við borðið og skrækti: „Piers, þekkir þú mig ekki? Piers. líttu á mig. Éger Pen!" Hr. Luttrell lét hendur falla og gapti. „Pen?" tautaði hann. „PEN." 11. kafii Þau stóðu og störðu á hvort annað. Hann fékk fyrst málið, en gerði ekki annað en að endurtaka með auknum undrunarhreim: „PEN? Pen Creed?” „Já. það er ég svo sannarlega." sagði hún og hélt borðinu á milli þeirra. Hnefar hans voru ekki lengur krepptir. „En hvað ert þú að gera hérna? Og í þessum fötum? Ég skil þetta ekki." „Það er löng saga,” sagði Pen. Hann virtist vera ruglaður. Hann strauk hendinni yfir hárið, hreyfing sem hún þekkti vel. og sagði: „En majór Daubenacy — sir Richard Wyndham?" „Þeir eru báðir hluti af sögunni," svaraði Pen. Hún hafði verið að virða hann fyrir sér og fannst hann ekki hafa brcyst mikið. Hún bætti við: „Ég hefði þekkt þig hvar sem væri. Hef ég breyst svona mikið?" „Já. Það er að segja ég veit það ekki. Það er hárið, býst ég við, svo stuttklippt og —ogþessiföt!" Hann virtist hneykslaður. Það kom henni til þess að hugsa að kannski hefði hann breyst svolitið. „Nú, en ég er raun- verulega PenCreed,”sagði hún. „Já. ég sé það núna, þegar ég hef tima til þess að virða þig fyrir mér. En ég get ekki skilið það. Ég gat ekki gert að þvi að ég heyrði eitthvað af þvi sem sagt var. þó ég reyndi að gera það ekki — þar til ég heyrði nafn ungfrú Daubenacys.” „Gerðu það, Piers, ekki reiðast aftur." sagði Pen óróleg, því hún heyrði greini- lega að hann gnisti tönnum. „Ég get út- skýrt allt saman.” „Ég veit ekki hvað snýr upp og niður." kvartaði hann. „Þú hefur verið að tæla hana. Hvernig gastu gert slikt? Hversvegna?” „Ég gerði það ekki." sagði Pen. „Og ég verð að segja að þú ættir að vera ánægðari aðsjá mig." „Auðvitað er ég ánægður. En að koma hingað klædd sem drengur og leika saklausa — ÞESSVEGNA kom hún ekki í gærkvöldi!" „Nei, það var ekki þessvegna. Hún sá stamandi manninn drepinn og hljóp í burtu. asninn þinn." „Hvernig veist þú það?" spurði hann fullurgrunsemda. „Ég var þarauðvitað." „Með henni?” „Já, en —” „Þú hefur þá verið að daðra við hana!" Ég segi þér það satt, að ekkert slikt átti sér stað. Ég hitti hana fyrir tilvilj- un." „Segðu mér eitt,” sagði Piers i skipunarróm. „Veit hún að þú ert stúlka?” „Nei.en —” „Ég vissi það," sagði hann. „Og ég heyrði majórinn greinilega segja það að hún hefði hitt þig í Bath. Ég veit ekki hvemig þú gerðir það. en þetta er djöful- legasta bragð sem til er. Og Lydia — fer á bak við mig — auðveldar fyrir þig — ó, nú eru augu min opin!” „Ef þú segir meira. þá löðrunga ég þig," sagði Pen án allrar virðingar. „Ég hefði aldrei trúað að þú gætir breyst i slikt óþolandi kvikindi. Ég hef aldrei á ævinni hitt Lydiu fyrr en i gærkvöldi og ef þú trúir mér ekki getur þú spurt hana." Hann virtist verða undrandi og sagði með óöruggri röddu: „En ef þú þekktir hana ekki. hversvegna varstu þá með henni í skóginum í gærkvöldi?” „Það var fyrir tilviljun. Árans fiflið féll i yfirliðogég —” „Hún er ekkert fífl,” greip Piers inn i. bálreiður. „Jú. hún er sannkallað fifl. Þvi hvað gerði hún. þegar hún kom heim. nema að segja föður sínum að hún hefði ekki farið að hitta þig heldur mig?” Hann varð undrandi. Ráðvillt grá augu hans leituðu eftir skýringu i andliti Pens. Hann brosti vandræðalega og sagði: „Ó. Pen. sestu niður og útskýrðu fyrir mér hlutina. Þú gast aldrei sagt sögu svo að maður skildi nokkuð i henni." Hún kom frá borðinu og settist í stól- inn við gluggann. Eftir að hafa horft vandræðalega á klæðnað hennar settist hann við hlið hennar. Þau virtu hvort annað fyrir sér. Pen horfði á hann blátt áfram. en hann leit á hana frekar feimnislega og sýndist hafa tilhneigingu til þess að lita undan í hvert sinn sern augu þeirra mættust. Hann var laglegur ungur maður. ekki beint myndarlegur, en með viðkunnan- legt andlit. sterklegar axlir og þægilegur í umgengni. Þar sem hann var fjórurn árum eldri en hún hafði henni áður allt- af fundist hann mjög stór. mun reyndari en hún og vel að þvi kominn að vera litið upp til. Hún fann nú fyrir vonbrigðum þar sem hún sat við hlið hans við glugg- ann. Hann virtist varla vera mikið meira en drengur og í stað þess að gera ráð fyrir sinum gömlu yfirburðum var hann augsýnilega feiminn og óhæfur til þess að finna eitthvað til þess að segja. Henni fannst hún vera einmana og leið eins og hurð hefði verið skellt i andlitið á henni. Veik vitneskja um hvað væri bak við þessa hurð og ekki það sem hún hafði ímyndað sér, gerði hana aðeins ennþá daprari. Til þess að breiða yfir það sagði hún léttilega: „Það er svo langt síðan ég sá þig siðast og ég hef svo mikið að segja. Ég veit ekki hvar ég á að byrja." Hann brosti, en það voru hrukkur á enni hans. „Já. svo sannarlega. en þetta er svo skrýtið. Hversvegna ætli hún hafi sagt að hún hafi farið til þess að hitta þig?" Það var Pen Ijóst að ungfrú Daube- nacy var honum kærari en nokkurt ann- að. Hún stóðst freistinguna að segja honum sitt álit á ungu stúlkunni en sagði honum i stuttu máli hvað hafði farið þeirra á milli i aldingarðinum. Allar hugdettur um að hann sæi unn- ustu sina á einhvern hátt i sama ljósi og hún urðu að engu þegar hann sagði ánægjulega: „Hún er svo saklaus. ég hefði einmitt viljað að hún segði þetta. Nú skil ég það allt saman." Þetta var of mikið fyrir Pen. „Jæja, mér fannst það mjög fáránlegt að segja þetta." „Sjáðu til. Hún veit lítið um heiminn. Pen,” sagði hann i trúnaði. „Svo er hún líka fljótfær. Veistu það að hún minnir migalltafáfugl?" „Liklega gæs," sagði Pen napurlega. „Ég á við villtan fugl," sagði hann virðulega. „Flögrandi. hræðslugjörn. lítil —” „Ekki fannst mér hún vera mjög hræðslugjörn." greip Pen inn i. „Reyndar fannst mér það mjög djarft að biðja alls ókunnugan mann að láta sem hann væri ástfanginn af henni." „Þú skilur hana ekki. Hún treystir öll- um. Hún þarfnast einhvers til þess að vernda hana. Við höfum elskað hvort annað frá þvi að við hittumst fyrst. Við værum við gift núna ef faðir minn hefði ekki lent i þessum asnalegu deilum við majórinn. Pen. þú getur ekki imyndað þér hverjar þjáningar okkar hafa verið. Þær virðast aldrei ætla að taka enda. Við fáum feður okkar aldrei til þess að samþykkja brúðkaup okkar, aldrei.” Hann huldi andlitið i höndum sér og stundi, en Pen sagði hvatlega: „Nú. þá verðið þið að giftast án þeirra sam- þykkis. Þið eruð bara svo huglaus að þið gerið ekki annað en kveinka ykkur og hittast i skóginum. Hversvegna flýið þið ekki?” „Flýjum! Þú veist ekki hvað þú ert að segja, Pen. Hvernig gæti ég beðið þessa viðkvæmu litlu veru að gera slikt? Og hugsaðu þér ósómann! Ég er viss um að hún myndi skelfast við tilhugsunina eina." „Já. hún gerði það.” viðurkenndi Pen. „Hún sagði að hún myndi ekki geta haft fylgdarfólk né brúðarslör." „Sjáðu til, hún hefur veriðstrangt upp alin — hefur alltaf notið öryggis. Og hvi ætti hún ekki að fá að hafa brúðarslör og þess háttar sem kvenfólk sækist eftir?" „Fyrir mitt leyti.” sagði Pen. „þá myndi ég ekki kæra mig hætis hót um slíkt glingur, ef ég væri ástfangin." „Já, en þú ert öðruvísi,” sagði Piers. „Þú varst alltaf líkari strák en stelpu. Líttu bara á þig núna. Hversvegna gengur þú um eins og drengur? Framhald i næsta bladi. 48 Vikan io.tbl

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.