Vikan - 29.03.1979, Page 9
„Þegar ég var titíl var einkum tvennt, sem óg dáðist mjög afl. Þáð
voru Baldur og Konni og Guttavisurnar. Þegar ég fyrir nokkmm émm
hitti hann þennan á Mallorka minntí hann mig svo á Konna að ég
stóðst ekki freistínguna og keyptí hann. Hann heitir Gutti í höfuflifl á
visunum og er augasteinn allra barna, sem koma tíl mín í heimsókn."
Að öllum öðrum ólöstuðum munu
langdvalarsjúklingar geta talið sig
bera höfuð og herðar yfir aðra hvað
nægjusemi varðar, því fæstir gætu
líklega látið sér nægja þær tólf
óúsund krónur, sem þjóðfélagið álítur
óá þurfa á mánuði. Sú upphæð á að
nægja þeim til alls kostnaðar í lífinu
nema fæðis og húsnæðis. Okkur lék
forvitni á að fræðast um hvernig slíkt
kraftaverk er samrýmanlegt
verðlaginu hér á landi og áttum dag-
stund með Brynju Arthúrsdóttur,
sem átt hefur heimili á Reykjalundi í
Mosfellssveit frá sautján ára aldri.
Texti: baj
Ljósmyndir: Jim Smart
Snjórinn er
þoka blinda
mannsins
„Auðvitað eru tólf þúsund krónur ekkert
til að hafa ofan af fyrir sér með. Tökum
sem dæmi unglinga, sem eru að stækka og
þroskast. Þá langar ef til vill að kaupa sér
plötur, fara í leikhús eða eitthvað slíkt. Það
er alls ekki hægt fyrir þennan pening. Föt
til dæmis, og gjafir handa ættingjum á
afmælum og jólum, eru að sjálfsögðu varla
til umræðu. Það kemur líka oft svo mikill
aukakostnaður, þegar um öryrkja er að
ræða svo sem leigubílar og annað, og því í
rauninni miklu dýrara að lifa. Örorkubæt-
urnar ganga sjálfkrafa til þess hælis eða
sjúkrahúss, sem dvalið er á, og þessar tólf
þúsund krónur hrökkva skammt. Leikhús-
ferðir eru mikil upplyfting, og mér hefur
alltaf verið óskiljanlegt, að námsmenn, sem
hafa alla skanka heila, skuli þurfa afsláttar-
miða að leikhúsum og kvikmyndum, en
öryrkjar og langdvalarsjúklingar taldir
fullgildir borgunarmenn síns miða. En
þetta á sína skýringu, því hver er sjálfum
sér næstur, og hvenær heldur þú, að
öryrkjar verði orðnir voldugur og sterkur
þrýstihópur?”
Enginn veit sína ævina...
„Reykjalundur er í rauninni allt mitt líf
Hér hef ég verið að mestu óslitið frá
sautján ára aldri. Hefði mér verið sagt það
áður en ég veiktist, að svona myndi lif mitt
verða, hefði ég bara hlegið og ekkert tekið
mark á því. Það halda allir, að slíkt geti
aldrei hent nema einhvern annan.
Þetta byrjaði liklega, þegar ég var fjórtán
ára í síld að sumarlagi á Raufarhöfn. Þá fór
ég að taka eftir því að smágerð slitmyndun
kom í ljós í hvítunni í augunum og eins á
líkamanum. Ég var siðan lögð inn á sjúkra-
hús strax eftir gagnfræðapróf. Sjúkdómur-
inn reyndist vera sjaldgæfur bandvefssjúk-
dómur, sem hefur meðal annars lagst á
augun og valdið mér margs konar annarri
örorku. Núna er ég orðin nokkuð fötluð
líkamlega, búin að missa heyrn á öðru eyra
að mestu leyti og orðin blind. Ég hef reynt
allt til að ná heilsu á ný frá því að ég var
sextán ára gömul. Sumt, sem ég gerði hér
áður í þeim tilgangi, er býsna broslegt. Það
gekk svo langt, að ég svaf með sveskjur á
augunum, laxerolíu og tók inn bómolíu.
Þvi síðasttalda hætti ég fljótlega, þvi
bómolía er hryllilega bragðvond.
Margir langdvalarsjúklingar einangrast,
en ég hef verið mjög heppin. Vinir mínir
hafa yfirleitt ekki snúið við mér baki,
heldur margir sýnt fádæma trygglyndi, og
að auki á ég góða fjölskyldu.
13. tbl. Vikan 9