Vikan - 29.03.1979, Blaðsíða 11
SNJÓRINN ER
ÞOKA BLINDA
MANNSINS
„Skyldu ferflaskrifstofumar taka vifl jafnfötluðu
fólki og ég ar afla þarf óg ef til vill að kaupa tvo
farméifla ef ferflin til Grikklands yrfli að veru-
leika?" Til þess afl fá svar vifl þessu fór Vikan
mefl Brynju inn ó ferðaskrifstofu. Brynja sagðist
hafa farifl tvisvar mefl Útsýn og fíkafl vei og þvf
var gengifl inn á afgreiðslu Útsýnar. Þar haffli
Brynja tal af Erlu Nönnu Jóhannsdóttur, sem
vildi aét fyrir hana gera og sagðist skyidu athuga
mólið og láta hana vita niðurstöfluna sem allra
fyrst.
Fáeinum dögum síðar hringdi svo Ingótfur
Guðbrartdsson í Brynju og tjáfli henni að þvi
miður gæti ferðaskrifstofan ekki tekifl afl sár
svo mikið fatiað fólk án þess afl það heffli
fylgdarmann þvf slíkt vsari bsafli fararstjóra og
ferðafólki of mikifl álag. En svo draumurinn
msatti rsetast baufl hann Brynju f Grikklandsferð
með Útsýn, á kostnað Útsýnar, og þarf Brynja
þvi afleins afl finna sár heppilegan og fómfúsan
ferðafálaga.
En þafl er varla hsegt að krefjast þess afl Ingólfur
i Útsýn bjóði öllum öryrkjum i ókeypis utanferð.
Vseri fráleitt afl skattborgarar tsekju sig saman i
andlitinu og byflu þeim, sem ekki geta ferðast
með ferflaskrifstofunum á eigin spýtur? Það
þsetti flestum heldur dýrt að borga tvöfalt verfl
fyrir sólariandaferðina. En mefl skipulögðum
ferflum fyrir fjölfatlafla mefl sárhsefða farar-
stjóra og jafnvel afl Tryggingastofnunin tseki
þátt i kostnafli vseri stigifl skref i framfaraátt.
Þetta er hlutur, sem ég held, að við
gætum lagt meiri rækt við hér heima, því
ég er sannfærð um, að hægt væri að nýta
starfsgetu öryrkja meira en gert er hér á
íslandi. Þrátt fyrir að nokkuð hafi miðað í
þeim efnum á undanförnum árum, og þá
má sérstaklega minnast á þá, sem eiga við
andlega fötlun að stríða, i þeirra málefnum
hefur nánast orðið bylting, má gera mun
betur. Öryrkjar og langlegusjúklingar þurfa
ekki að vera eins miklir ómagar á þjóð-
félaginu og nú er, því það er einmitt vilji
flestra öryrkja að gera gagn. Aðgerðaleysi
það, sem þeir eru dæmdir til af þjóðfélag-
inu, er engum hollt og mikil þörf á fleiri
vernduðum vinnustöðum og íbúðum fyrir
fatlaða, líkt og nú er í Hátúni, sem er stórt
spor í rétta átt. Það má ef til vill segja, að
þjóðfélagið dæmi öryrkja, eins og vanheilsa
sé saknæm, því af ýmsum ástæðum lenda
til dæmis langdvalarsjúklingar í mikilli og
langri einangrun.”
Snjórinn er þoka blinda
mannsins
„Mér líkaði mjög vel í skólanum. Þar
voru allir að berjast að sama marki og
hjálpuðust að eftir megni. Mér fannst þetta
hryllilega erfitt í fyrstu og gat ekki ímyndað
mér, að ég gæti nokkurn tímann lært
notkun hvíta stafsins, sem er undirstaða
alls hjá hinum blinda. Skólinn var á stóru
herrasetri, og fyrst kom maður inn í stórt
anddyri. í því miðju var stórt borð, og það
borð var landamerki hússins. Allir blindir
verða að setja sér ákveðin landamerki og
miða alla hluti út frá því. Hér í þessu
herbergi var það ryamottan, það síðasta
sem ég gerði, áður en ég varð blind. Við
þetta stóra borð í skólanum voru mottur til
tveggja hliða, og þá var hægt að átta sig,
hvernig allt sneri. Þar var líka stór
matsalur, og fólki var fljótlega kennt að
bjarga sér sjálft við matborðið, en það er
alger list að brytja matinn niður eftir að
sjónin er horfin.
Fyrst af öllu var mér kennd notkun hvíta
stafsins. Hann er hið alþjóðlega merki um
blindu, en hér á íslandi vita alltof fáir, hvað
hann táknar. í fyrstu var ég mjög óörugg
og næstum feimin við hvíta stafinn, en það
vandist eins og allt annað. Það var fyrst
eftir að ég var orðin mjög örugg með hann,
sem kennarinn fór með mig út. Hún
byrjaði á því að fara með mig í barnaskóla
og ganga þar eftir göngunum. Skólinn var
byggður í ferhyrning, og það gekk bara vel.
Eftir þetta fór hún svo með mig út á götu.
Fyrst var ég mjög óörugg og áttavillt,
næstum dottin út af gangstéttinni og fleira í
þeim dúr. Hún gekk alltaf í humátt á eftir
mér, tilbúin að grípa mig, ef ég gerði ein-
hverja vitleysu. í lokin var svo komið, að
ég var orðin næstum sjálfbjarga í Torquay
og gat farið ein nokkurn spöl og einnig yfir
götur. Hér á landi vantar okkur slíkan
umferliskennara, sem kennir notkun hvíta
stafsins og hvernig blindur maður getur
bjargað sér i umferðinni. Það vantar hér
skóla og námskeið til þess að koma
blindum sem fyrst út í lífið á nýjan leik.
Það þarf líka að kynna hvíta stafinn fyrir
íslendingum, svo þeir hætti að ganga á þá,
sem blindir eru, og jafnvel ýta þeim til
hliðar, því fæstir gera sér grein fyrir, hvað
hann táknar. Hér á íslandi er næstum
ógjörningur að bjarga sér, og mættum við
taka Englendinga okkur til fyrirmyndar í
því efni. Því ekki að ráða hingað enskan
umferliskennara og halda námskeið?
Hér á landi gerir snjórinn talsvert strik í
reikninginn. Það er ekkert hugsað um
blinda, þegar snjómokstur er skipulagður,
en snjórinn er einmitt þoka blinda
mannsins. Venjuleg þoka hefur að sjálf-
sögu engin áhrif á þann, sem ekki sér, en
snjórinn er hans þoka, því þá hverfa öll
landamerki hvíta stafsins.”
I draumi er ég alsjáandi
„Eini hluturinn, sem ég hef ekki vanist,
er að vakna i myrkrinu á morgnana, því i
draumi hef ég fulla sjón. Því hlakka ég oft
til næturinnar, þá er ég alveg heilbrigð og
allir hlutir svo skærir og fallegir. Hlutir,
sem ég hef aldrei séð í raun og veru, birtast
mér í draumi, og því finnst mér myrkrið á
morgnana hræðilega svart. En það birtir til
13. tbl. Vikan II