Vikan


Vikan - 29.03.1979, Page 13

Vikan - 29.03.1979, Page 13
„Rúnar bróflir minn sagði að það hefði strax vifl fæðingu verifl ákveflið nafnifl á hana þessa. Hún heitir Brynja í höfuflifl á mér og er mesti myndar- kvenmaður. Þegar ég átti afl fá að sjá hana í fyrsta sinn, gerfli hjúkrunarkonan mistök, sem eru i rauninni dæmigerð fyrir hvafl fólk kann lítið að umgangast blinda. Til þess að „sjá" hana þurfti ég afl sjálfsögðu afl handleika hana og þegar það var Ijóst sneri konan sér afl mágkonu minni og spurfli: Heldurflu afl henni sé sama þótt hún fari í hvítan slopp? Það var eins og ég væri hvergi viðstödd eða ófær um að taka ákvörflun." mest og sjá sem mest af heiminum. Frá þeim ferðalögum á ég minningar, sem enginn getur tekið frá mér. Ef ég hefði keypt mér kristalsvasa eða aðra fallega muni, safnað að mér alls kyns fánýtu drasli i stað þess að ferðast, væri mér það nú vita tilgangslaust. Ég gæti ekki einu sinni horft á það. Það stoðar manninn lítið að eiga gull og gersemar, þegar eitthvað þessu líkt bjátar á. Nú gæti ég ef til vill setið innan um öll djásnin, sem væru mér ekki annað en fjötur um fót, og þrátt fyrir það kæmist ég kannski ekki út fyrir hússins dyr. Mig er ekkert hætt að langa til þess að ferðast, því ferðabakterían verður ekki svo auðveldlega læknuð, en ég hef haft ferða- ástríðu frá unga aldri. Ég var á ferð rétt áður en ég varð alveg blind. Þá sá ég sama og ekkert, og þá kom í ljós, hvernig fólk bregst við slíku. Sumir reyndu að leiða mig hjá sér, en aðrir voru svo yfirhjálpsamir, að vandræðum olli. Eftir síðari augnaðgerðina fór ég til Noregs og lenti í flugvélinni á alveg einstakJega hjálpsömum karli, sem var gott dæmi um, hvernig fólk skiptist í hópa í framkomu við blinda og fatlaða. Hann var um áttrætt sjálfur, skjálfhentur og heyrnar- daufur, en vildi endilega hjálpa mér. Þegar okkur var borinn maturinn, vildi hann helst mata mig með sínum skjálfandi höndum, en var varla fær um að borða sjálfur. Hann hlustaði ekkert á mótmæli mín, og mestum hluta matarins hellti karlinn yfir mig, svo þú getur imyndað þér, hve glöð ég var, þegar vélin loksins lenti! Viku eftir að ég kom svo heim varð ég fyrir því að ganga á dyrastaf, vegna þess hve lítið ég sá, og þá hvarf sjónin alveg. Samt sem áður leyfi ég mér ennþá að vona, því ég hef alltaf verið mikil bjartsýnis- manneskja. Nú langar mig ósegjanlega að fara til Grikklands, en ég var einmitt að ráðgera ferð þangað, þegar ég missti sjón- ina alveg. Hvernig ég fer að því að komast veit ég ekki, en komast skal ég einhvern tíma i þessu lífi! Það kemur aldrei fyrir, að ég finni til öfundar í annarra garð, því þrátt fyrir allt er ég í rauninni hamingjusöm. Það er svo skrítið, að ég þekki margt fólk, sem hefur heilsu og góða vinnu, en er ekkert hamingjusamara en ég. Hamingja er nefnilega ekki bundin við eitthvert líkam- legt ástand, heldur miklu fremur eitthvað, sem kemur að innan — frá manni sjálfum.” RÁOLEGGINGAR UM HVERNIG AÐSTOÐA MÁ SJÓNSKERTA OG BLINDA: Vertu aldrei feiminn við að bjófla hjóip þína. Þegar þú leiflir sjónskertan/blindan bjóddu honum arminn og gakktu hálfu skrefi á undan. Gerðu vart vifl þig, þegar þú kemur inn í, ferfl út úr efla ert inni i herbergi. Hinn sjónskerti/blindi getur ekki endurgoldifl bros efla kinkafl kolli á móti. Láttu dyrnar standa alveg opnar efla alveg lokaðar. Hálfopnar dyr eru hættu- legar sjónskertum/blindum. Hækkaðu ekki róminn, þegar þú talar við sjónskertan/blindan. Beindu orðum þínum til hins sjón- skerta/blinda, notaðu EKKI leiðsögu- manninn sem túlk. Óskir þú afl beina orflum þinum til hins sjónskerta/blinda, skaltu nefna nafn hans efla koma við hann. Snerting er honum efllileg i samskiptum við aðra. Þegar þú heilsar sjónskertum/blindum, taktu sjálfur framrétta hönd hans, hann sár ekki þina. Ef þú leiflir sjónskertan/blindan, ættir þú að segja frá umhverfinu. Þegar þú leiðir þann sjónskerta/blinda til sætis, leggflu hönd hans á stólbakið, þafl ' nægir. Bjóddu fram hjálp, ef þú borflar mefl sjónskertum/blindum. Flestir þiggja hjálp vifl afl skammta matinn og skera hann niflur. Segðu frá, hvafl er á borðum og hvar á disknum hvað er. Auflveldast er afl útskýra þafl mefl því afl líta á diskinn sem úrskffu. — Kartöflurnar klukkan 9, kjötifl klukkan 6 o.s.frv. Vertu óhræddur við afl nota orðifl „sjá". Hinn sjónskerti/blindi er vanur þvi og notar þafl sjátfur. I3.tbl. Vikan 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.