Vikan


Vikan - 29.03.1979, Síða 14

Vikan - 29.03.1979, Síða 14
Fæðing Emilíu (Leslie Browne) breytti öllu hjð Deedee. Hún fetar i fótspor foreldra sinna í listdansinum, og þar hittir hún Yuri (MikhaS Baryshrskov). Deedee fylgdist stolt með Emilíu á sviðinu, enda þótt það vekti hjá henni minninguna um hana sjálfa og Emmu. Sennilega dansaði Emilía betur en hún hafði gert. En hún hafði reyndar aldrei vitað, hversu vel hún dansaði. Oh, Adelaide, Michael og allir höfðu sagt, að hún væri stórkostleg, hún yrði áreiðanlega fræg ballerína. En hún hafði aldrei fengið neina raunverulega staðfestingu á þessu, svo hún gat ekki vitað, hversu langt hún hefði getað náð. Hún vissi það ekki enn. Allt vegna Emmu. Útdráttur: Emma og Deedee höfðu verið mjög nánar vinkonur sem ungar stúlkur. Þær höfðu báðar möguleika á að ná langt á ballettsviðinu, og þær kepptu einmitt um sama hlutverkið, þegar það gerðist, sem breytti öllu — Deedee varð barns- hafandi. Hún fórnaði framavonum fyrir fjölskyldulífið, meðan stjarna Emmu skein skærar með hverju ári. Síðan eru liðin 20 ár. Deedee og Wayne reka ballettskóla í Oklahoma og lifa hamingjusömu fjölskyldulifi með börnum sínum. Þó er Deedee ekki alls kostar ánægð. Þegar ballettflokkurinn, sem þau dönsuðu eitt sinn með, kemur til Oklahoma, verða fagnaöarfundir með þeim og gömlu kunningjunum, en Deedec og Emma eru óöruggar gagnvart hvor annarri og slá því stöðugt á frest að ræðast við i hrein- skilni. Emma kemur því til leiöar, að Emiliu, elstu dóttur Deedeear og Waynes, er boðið að starfa með ballett- flokknum í New York. Deedee fer mcð henni og tekur son sinn, Ethan, með. New York veldur þeim mæðgum vonbrigðum, í fyrstu, en nú er Emilia farin að venjast hinum ströngu kröfum, sem gerðar eru til hcnnar. Hún dró djúpt að sér andann. „Þú spurðir hvemig líf mitt væri núorðið. Veistu Deedee að það eina sem ég geri þegar ég er ekki á sviðinu er að biða eftir að komast aftur á það.” Eitt andartak langaði Deedee niest til að þrýsta Enmiu fast að sér eins og hún væri eitt af börnunum hennar. En hún vissi að Emma myndi álíta það vorkunn- semi. „Eigum við að fá okkur bjór?” spurði hún. „Nei, frekar te?” „Égskal laga það." „Sittu kyrrá rassinum.” „Ég ætla að ræða við Adelaide um þetta kennslustarf fyrir þig.” „Þú ferð ekki að biðja hana um neitt.” „Nei, ekki fyrir mig. Ég ætla ekki að minnast á Giselle.” Og Adelaide verður svo fegin að hún lætur Deedee strax fá þetta kennslustarf. Þegar búið var að setja ketilinn I sam- band og Earl Grey teið var komið i te- ketilinn sagði Deedee: „Hvers vegna eru vandamál þinna likra alltaf svo miklu þýðingarmeiri en minna líkra?” Hún hristi höfuðið og hló. „Þaðer einfaldlega vegna þess að þú gegnir þýðingarmeira hlutverki en ég." „Ef það er rétt," svaraði Emnia hægt, „þá verður það ekki lengi. Fyrir nokkr- um árum leiðbeindi Dahkarova mér. Núna er það Carolyn. Næsta ár Emilía.” Deedee var að teygja sig I tebollana en hikaði aðeins. „Emilía?” „Ó, já." „Er hún það góð?” „Hún stefnir hátt þín vegna, Deedee.” Deedee sneri sér i flýti að tebollunum svo andlit hennar sæist ekki. Hún var af- brýðisöm. Stolt já, en afbrýðisöm vegna sinnar eigin dóttur. Hún gat ekki verið það, hún mátti ekki vera það, hún var i það ekki. Enda ef Emilía kæmist áfram þá var það vegna hennar sjálfrar en ekki fyrir Deedee. Slíkt gat enginn gert fyrir Deedee lengur. Tónlistin hafði hætt stuttu áður. Nú opnuðust dyrnar og Caroiyn kom frani. Hún var í æftngabúningi, sveitt en ung og yndisleg. „Gæti ég fengið ...” byrjaði hún og rödd hennar var eins og í lítilli stelpu. En þá kom hún auga á Emmu. Hún eins og hálf fór hjá sér. „Emma, ert þú hér?" „Ennþá,” sagði Emma. Ketillinn flautaði. Deedee slökkti á gasinu. „Hvað viltu, Carolyn?" „Vatnsglas.” Dahkarova hafði heyrt i katlinum og kom nú fram. Litill likami hennar var allur hnýttur, andlit hennar alsett hrukkum en hendur hennar og fætur höfðu haldið sér vel. „Ó, það sýður á katlinum," sagði hún ánægjulega. Þó hún væri búin að vera búsett í landinu i þrjátíu ár var hún enn með sama hreiminn. Djúpstæð, skær augu hennar litu nú á Emrnu. „Mér þykir þetta leitt,” Gamla konan talaði frönsku til að sýna tillitssemi en var samt snögg upp á lagið, enda sjálf búin aðganga i gegnum þaðsama. „Hvers vegna?” Entma svaraði henni a frönsku og yppti öxlum. „Þetta var ekki þér aðkenna." „Já en ég veit hvernig þetta er.” „Ég veit það. Þakka þér fyrir.” Emma kyssti Dahkarovu á báðar kinnarnar, sneri sér að Carolyn og hélt áfram á frönsku: „Viltu te?” Hún gat ekki stillt sig um að láta Ijós sitt skina og var ánægð þegar hún sá undrunarsvipinn á Carolyn. Hún skipti yfir í ensku og sagði aftur: „Viltu te, Carolyn?" „Ó, ég ... ” „Setjist,” sagði Dahkarova skipandi. „Áttu smáköku, Deedee?” „Auðvitað. Vilja einhverjir fleiri?” Hún náði í fleiri tebolla. „Auðvitað ekki.” sagði Dahkarova. „Carolyn býr yfir mikilli danstækni, Emma. Eins og við. En hérna,” hún benti á enni sitt, „er hún lingerð. Hún er samt góð stúlka. Ekki rétt, Carolyn?” „Ó, alveg rétt,” samþykkti Carolyn. „Skilurðu hvað ég á við?" sagði Dahkarova við Emmu og settist við hlið hennar við borðið. Dyrnar opnuðust og Emilia kom inn. „Hvernig gekk þér?” spurði Deedee áköf. Emilia kyssti hana í flýti og sneri sér svoað Emmu. „Ég veit þú trúir ekki hvað Arnold var andstyggilegur eftir að þú fórst!” „Það gerir ekkert til. Hann ætlar að láta þig fá hlutverkið.” „Ég vissi að það var þin hugmynd.” „Hvaða hlutverk?” spurði Deedee en Emilia hélt áfram að ræða við Emmu með mikilli ákefð. „Viltu te, Emilia?” greip Deedee fram I snögg uppá lagið. „Já takk.” „Þú færð hlutverkið," sagði Emma. Carolyn kipptist til. „Hvaða hlut- verk?" „1 nýja ballettinum hans Arnolds.” „Hvaða Arnold?" spurði Dahkarova. „Er þetta góður ballett?” „Þetta er gott hlutverk fyrir Emilíu,” sagði Emma. „Jæja þá,” sagði Dahkarova eins og hún hefði lög að mæla, „þú verður að hjálpa henni og leiðbeina.” Emma hafði einu sinni átt gamlan, blindan hund sem fékk iungnabólgu. Dýralæknirinn sagði að hann væri orðinn of gamall, það væri ekkert hægt fyrir hann aðgera. En Enimu hafði samt tekist að koma vökva ofan i hann með dropateljara í fjóra sólarhringa og það varð til þess að hann lifði út árið. Hún var enn ekki tilbúin að feta í fótspor Dahkarovu. Þó hún væri orðin of gömul fyrir sum hlutverk var hún samt besta ballerínan sem þeir höfðu, það var engin eins og hún. Ef saminn væri nýr ballett fyrir hana, þá myndi hún halda frægð sinni. En hversu lengi? Og hvað tæki svo við? Hún horfði á ákafan aðdáunarsvip- inn á andliti Emiliu. Ung stúlka meðsér- staka hæfileika sem þó nægðu ekki einir, kannski fengi hún aldrei fullnægt metorðagirnd sinni. Þetta var eins og að sjá spegilmynd sina langt aftur í tíman- um. Ernilía þarfnaðist Emniu. Það var notaleg tilfinning að finna að einhver þarfnaðist manns, að finna það áhrifa- vald sem því fylgdi. „Allt í lagi,” sagði Emma. „Ég ætla að leiðbeina henni.” „Ó, Emma,” sagði Carolyn. „Þetta gæti égekki.” „Sá dagur mun nú samt koma að þú getir þetta,” sagði Dahkarova. „Nei, það mundi verða allt of sárs- aukafullt.” „Vitleysa. Þetta geri ég. Ég hjálpa öðrum ballerínum til að verða eins góðar ogég. Eða næstum því.” „En þú getur ekki — þú ert ekki...” Emma lét liða smástund en svo lauk hún við setninguna fyrir Carolyn. „Það sem ég held að Carolyn eigi við er að þú getir ekki dansað lengur.” „Jæja! Líttu á þetta." Dahkarova benti á niynd, sem hékk á veggnum fyrir aftan hana. „Kcessinskaya. Frægasta ballerína Maryinsky ballettsins! Ást- kona keisarans! Og auk þess mjög góður kennari.” „Eins og þú," sagði Emma. „Einmitt. Hún kenndi mér i Nice og 14 Vikan 13. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.