Vikan


Vikan - 29.03.1979, Side 31

Vikan - 29.03.1979, Side 31
Ragnhildur Gísladóttir: SÉRSTAK- LEGA PRÚÐ Á ALMANNAFÆRI Fullt nafn: Guðmunda Ragnhildur Gísladóttir. Fædd: 7. okt. 1956. Stjörnumerki: Vogin. Fæðingarstaður: Landspítalinn í Reykjavik. Æskustöðvar: Arnarholt á Kjalarnesi. Núverandi búseta: í Reykjavík. Foreldrar: Gísli Jónsson og Erna Gunnarsdóttir. Systkini: Einn bróðir, Gunnar Leo (ógiftur). Fyrsta tanntaka: 1 mánaða, (augntenn- urnar komu fyrst). Háralitur: Ljós. Augnlitur: Blágrár. Þyngd: 55-61 kíló. Hæð: 1.65 m. Skónúmer: 37 1/2. Uppáhaldstónlistarmaður: Bob James. Uppáhaldsleikarar: Anthony Quinn og Woody Allen. Uppáhaldsleikkona: Betty Davis. Uppáhaldsbækur: Píanóbók Carls Czerney og náttúrumatreiðslubækur. Uppáhaldsfæði: Jógúrt, gæsakjöt, ný ýsa og grænmeti. Hjónabandsstaða: Ógift. Útgefnar breiðskfur: Út um græna grundu. Gamlar góðar lummur. Lummur um allt land. Úr öskunni í eld- inn. Með eld í hjarta. Börn og dagar. Áhugamál: Leikhús og bíó, hjólreiðar og ferðalög um óbyggðir íslands, tónlist almennt, bílar, bogar og hattar. Uppáhaldsdýr: Krossfiskar og hundurinn Snúður. Uppáhaldslitur: Djúpblár. Sálrœn vandamál: Að þurfa alltaf að vera með trefil, slæðu eða eitthvað um hálsinn (Ekki minnast á nefið á mér, það erfæðingargalli!). Atvinna: Tónmenntakennari og söng- kona. Draumastarf: Ballettdansmær eða steppdansari. Kom fyrst fram: í oktett á árshátið gagnfræðaskólans í Mosfellssveit, sem haldin var í Hlégarði. Síðan í fyrstu kvennahljómsveit á landinu Sveindísi, sem bassaleikari og söngkona. Helstu kostir: Sérstaklega prúð á almannafæri og hláturmild. Helstu gallar: Erfitt með að þola gallatal annarra (Eins horfi ég einum of oft í spegil). Hinn fullkomni sambýlismaður: Skilningsríkur og tillitssamur. Ekki nöldrandi, heldur uppörvandi persónu- leiki. Óskabústaður: Lítill, hlýlegur kofi, allur klæddur timbri með stórum garði í mildu loftslagi. Motto: Að taka með festu og einbeitni klaufaskap og misgjörðum annarra. Handtak: Þétt. HS Ptaka tm yndina tók Ragnar Th. Sigurðsson. 13. tbl. Vikan 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.