Vikan


Vikan - 29.03.1979, Side 35

Vikan - 29.03.1979, Side 35
í Rússlandi verður fólk fjör- gamalt. Auðvitað ekki allir, en sumir. Við höfum oft lesið um fólk, sem nær 137 ára aldri, og við höfum meira að segja heyrt getið um einstök tilfelli frá Úral, eins og gamla steinsmiðinn, hann Ivan Ivanov, sem varð 158 ára og vann allt fram á síðustu stundu. En nú ætlum við að bregða okkur í afmæli til eins af þessum langlífu Rússum, hins aldna hellusmiðs Vladimirs Putjanin í Nish Kryukova, en það er einmitt þorp í Ural. Hann verður 125 ára í dag. Ykkur finnst kannski ekki svo mikið til um það, ef litið er á það sem Ivan Ivanov náði að afreka, áður en hann hvarf undir græna torfu. Hins vegar sannar það, að við ætlum okkur ekki að segja neina tröllasögu, en kjósum að halda okkur við staðreyndir, sem samt ættu að geta orðið lesendum vorum til fróðleiks og skemmtunar. Útbreiddasta dagblaðið í Moskvu sendi blaðamann alla leiðina til Nish Kryukova til að fá viðtal við þann gamla. Það var ekki heiglum hent að komast þangað, þvi vegirnir voru þröngir og ógreiðfærir, og Sergéj Kojevskij varð oftar en einu sinni fyrir því að standa blýfast- ur í leðju og drullu. En hann var skyldurækinn blaðamaður og gafst ekki upp fyrr en takmark- inu var náð. Hann reytti grýlukertin úr hári sínu og skeggi, bankaði á hina þykku eikarhurð á kofanum hans Vladimirs og gekk inn. Við ofninn stóð gömul kona með teketil. — Sdóbrym vétjerom, gras- dánka, sagði Sergéj við þá gömlu. — hvar finn ég félaga Vladimir? Gamla konan áleit að hann væri einhvers staðar úti að fást við hellurnar sínar, en myndi brátt koma heim. Síðan bauð hún hinum langþreytta blaðamanni upp á te. Sergéj settist á bekk við ofninn. í kofanum voru tvö herbeigi, aðskilin með þunnum leirvegg. Handan hans barst ærandi hávaði, og blaðamaður- inn braut heilann um, hvað gæti valdið honum. — Þetta hljóta að vera hænsnin, tautaði gamla, Fimm mínútur með Z WILLY BREINHOLST Hann Vladimir gamli frá Nish Kryokova hrukkótta amman án þess að líta áSergéj. Andartaki síðar opnuðust dyrnar, og gamall maður gekk inn. Honum fylgdi mikil ólykt af skarni og óhreinindum, í gráu, úfnu skegginu héngu grýlukerti og þykkar brúnirnar huldu næstum íltil, þrútin augun. Hann henti frá sér verkfæra- poka við dyrnar, tók ofan rytju- lega skinnhúfuna í virðingar- skyni við gestinn og heilsaði honum með þessum orðum: — Heill og sæll, félagi! — Ert þú hinn gamli hellu- smiður Vladimir Putjanin, spurði Sergéj. Jú, sá var reyndar maðurinn. — Þá vil ég leyfa mér að færa yður innilegustu hamingjuóskir og afmæliskveðjur frá öllum félögunum í Moskvu. Því þú ert 125 ára í dag, er það ekki. Vladimir gamli kinkaði kolli. En nú ætlaði allt um koll að keyra handan við vegginn, svo svar hans drukknaði í hávaðanum. — Segðu mér nú félagi, hvers vegna heldurðu að þú hafir náð svona háum aldri, spurði Sergéj og dró fram skrifblokkina sína. Vladimir gamli þurrkaði sultardropana úr nefinu með handarbakinu og hugsaði sig um vel og lengi. — Ja, það er sennilega af því að ég hef lifað svo lengi, sagði hann svo. Sergéj var langt frá þvi að vera ánægður með joetta svar. Svarið, sem hann var að leita eftir yrði að vera þannig, að það virkaði örvandi á lesendurna og fengi þá til að gera allt til að reyna að ná sama háa aldrinum. — Drekkurðu vodka, félagi, spurði hann. Vladimir gamli virti hann lengi fyrir sér. Það leit ekki út fyrir að hann væri með neina flösku inn á sér, svo að hann yrði að gæta tungu sinnar. Það var aldrei að vita hvað svona borgarbúi ætlaðist fyrir. — Þú drekkur sem sagt ekki vodka, flýtti Sergéj sér að bæta við. Vladimir gamli hristi höfuðið. — Gott, sagði Sergéj. — Þá get ég skrifað að þú álítir að þú hafir náð svo háum aldri vegna þess að þú hafir aldrei bragðað dropa af vodka. Það er hvort sem er drukkið alltof mikið af vodka í þessu landi, en frétti fólk að það lifi lengur ef það bara hætti að drekka vodka... Sergéj komst aldrei lengra, því að nú byrjaði hávaðinn handan við vegginn enn einu sinni. Og í þetta skipti mátti vel greina mannsrödd, sem beljaði grófa drykkjuvísu. — Hvað gengur eiginlega á þarna hinum megin, spurði Sergéj strengilega. Vladimir gamli leit niður í gólfið. — Svo sem ekki neitt, tautaði hann. — Þetta er bara hann pabbi gamli. Hann verður alltaf svo hræðilega hávaðasamur, þegar hann drekkur vodka.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.