Vikan - 29.03.1979, Qupperneq 43
MORPHY-RICHARDS
legur og þvottavélin, — en þeir,
sem hafa reynt slíkan grip, geta
ekki hugsað sér að vera án hans.
Þau efni, sem notuð eru í fatnað
i dag, eru beinlínis „hönnuð”
fyrir sjálfvirkar þvottaaðferðir.
Flíkurnar þarf ekki að strauja,
þegar þær eru þvegnar á þann
hátt. Það gæti annars reynst
nauðsynlegt, t.d. ef þvotturinn
er þurrkaður á snúru í þvotta-
húsinu. Vilja þá koma krumpur
í efni, sem annars þyrfti ekki að
gera annað við en leggja saman.
Á markaðinum hér á landi
eru 25 gerðir af þvottavélum. í
öllum aðalatriðum eru þessar
vélar mjög líkar hver annarri,
SVONA
GERUM VIÐ
ÞEGAR VIÐ
ÞVOUM
OKKAR
ÞVOTT
þ.e. þær þvo og vinda þvottinn,
án þess að mannshöndin komi
þar nærri. — Hins vegar er ekki
hægt að fá upplýsingar um
„gæði” þeirra á einhverjum
einum stað.
Því miður getum við heldur
ekki gefið upplýsingar um gæði
vélanna. Við getum aðeins
kannað, hvaða tegundir eru til
á markaðinum, — og hverjir
eru eiginleikar vélanna.
Benda má á, að það getur
borgað sig að kaupa þvottavél,
sem kannski hefur ekki allra
flóknustu stillingarnar, ef
varahluta- og viðgerðar-
þjónustan er í góðu lagi. Hins
vegar höfum við því miður ekki
tækifæri til þess að kanna,
hvernig sú þjónusta er, — allir
„þykjast” hafa fullkomna
viðgerðar- og varahluta-
þjónustu. Gera má ráð fyrir, að
þær vélarnar, sem dýrastar eru,
séu bestu vélarnar, en það þarf
PHILCO
þó alls ekki að vera neinn algild-
ur sannleikur. Dýrustu vélarnar
eru oftast þær, sem hafa flókn-
ustu stillingarnar, — og þeim
mun flóknari sem stillingarnar
eru, virðist í fljótu bragði vera
fleira, sem getur bilað. Þetta þarf
þó heldur ekki að vera tilfellið.
— Ódýrar og einfaldar vélar
geta reynst jafngóðar og þær,
sem eru flóknar og dýrar.
Aðalatriðið er að kynna sér
leiðarvísi vélanna og fara eftir
honum í einu og öllu.
Hér á eftir fara upplýsingar
um þær vélar, sem við fundum
hér á markaðinum. Af þeim má
sjá það helsta, sem taka ber tillit
til þegar fest eru kaup á þvotta-
vélum. A.Bj. og HS
—- _ HEIMILISTÆKI
— MORPHY RICHARDS 1851 (ensk) PHILCO W-45 (þýsk/itölsk) PHILCO W-65 (þýsk/itölsk) PHILCO W-35 (þýsk/itölsk) PHILCO W-25 (þýsk/ftölsk)
Tekur 4,5 kg af þvottí. Vinduhraði 750 snymín. Vatnsmagn 23 1. Rafmagnseyðsla 2,5 kw. Tekur inn kalt og heitt vatn. Ummál 82 x 58,4 x 53. Belgurinn emaleraður. Opnast að framan. Sápuhólf að framan. Enskur leiðarvísir. 7 þvottakerfi og ullarkerfi. Verð: 382.000 kr. Greiðsluskilmálar 50% við afhendingu og afg. á 3 mán. eða 33% við afhendingu og afg. á 2 mán. Fást m.a. i Orku, Siðumúla 32. Tekur 5 kg af þvottí. Vinduhraði 250 sn/min. Vatnsmagn 25 1. Rafmagnseyðsla 3,5 kw. Tekur inn kalt og hertt vatn, eða kalt eingöngu. Ummál: 85 x 61 x 55. Belgurinn emaleraður. Opnast að framan. Sápuhólf að framan. Islenskur leiðarvisir. 10 þvottakerfi og 4 hita- stíllar. Verð: 288.553 kr. Greiðsluskilmálar 50% við afhendingu og afg. á 6 mán. eða 60% við afhendingu og afg. vaxtalausan á 3 mán. Tekur 5-6 kg af þvottí. Vinduhraði 500 sn/mín. Vatnsmagn 28 I. Rafmagnseyðsla 2,5 kw. Tekur inn kalt og he'rtt vatn eða kalt eingöngu. Ummál: 85 x 61 x 60. Belgurinn emaleraður. Opnast að framan. Sápuhólf að framan. íslenskur leiðarvisir. 10 þvottakerfi og 4 hita- stillar. Verð kr. 298.375 kr. Greiðsluskilmálar 50% við afhendingu og afg. á 6 mán. eða 60% við afhendingu og afg. vaxtalausan á 3 mán. Tekur 5 kg. Vinduhraði 500 sn/min. Vatnsmagn 25 1. Rafmagnseyðsla 3,5 kw. Tekur irm kalt vatn. Ummál 85 x 61 x 55. Belgurinn emaleraður. Opnast að framan. Sápuhólf að framan. islenskur leiðarvisir. 10 þvottakerfi og 4 hitastíllar. Verð: 253.099 kr. Greiðsluskilmálar: 50% við afhendingu og afg. á 6 mán. aða 60% við afhendingu og afg. vaxta- lausan á 3. mán. Tekur 5 kg. Vinduhraði 400 sn/min. Vatnsmagn 25 1. Rafmagnseyðsla 3,5 kw. Tekur inn kalt vatn. Ummál 85 x 61 x 56. Belgurinn emaleraður. Opnast að framan. SápuhóH að framan. íslenskur leiðarvísir. 10 þvottakerfi og 4 hitastíllar. Verð: 232.517 kr. Greiðsluskilmálar 50% við afhendingu og afg. á 6 mán. eða 60% viö afhendingu og afg. vaxtalausan f 3 mán. Fást m.a. f Heimilistœkjum, Sœtúni 8.
13. tbl. Vikan 43