Vikan


Vikan - 29.03.1979, Side 44

Vikan - 29.03.1979, Side 44
Framhalds- saga eftir Georgette Heyer ÚTDRÁTTUR: Sir Richard Wyndham cr unuur oí> eftirsóttur, en ætti venjum samkvæmt að vera löns>u í>iftur. Hátterni hans veldur hæði systur hans ok móður tals- verðum áhyggjum, <»n nú hefur Georne ákveðið að láta að óskum þcirra o« kvænast Melissu Brandon, sem er j;öfu)>rar ættar, eins o(> hann sjálfur. Kvöldið áður en hann hyggst bera upp formlcgt bónorð við föður Melissu, veitir hann drykkjuhneigð sinni ríkulega útrás, og á heimleiðinni veit hann ekki fyrr til en hann stendur með unga stúlku, dulhúna sem pilt, í fanginu. Penelope Creed er á flótta frá ógeðfclldum ráðahag. Hann ákveður að fara með henni til þess að veita henni vernd á flóttanum. Almenningsvagninn, sem þau ferðast með, veltur og þau fara fótgangandi til næsta þorps. Á flóttanum lenda þau í jmsum óþægindum vegna misindismannanna, herra Yarde og kafteins Trimble, sem hafa tckið dcmantadjásn lafði Brandon ófrjálsri hendi. Við það nutu þeir aðstoðar sonar hennar, sem er frcmur óyndislegur og stamandi ungur maður. Skyndilega birtist frú Griffin ásamt syni sinum á hótelinu sem þau búa á í leit að ungu flóttakonunni. Unga stúlk- an er enn staðráðin i að láta ekki þvinga sig til að giftast hinum lciðin- lega Griffín og vonar að drengsklæðin komi í veg fyrir að hún þekkist. GLA UMGOSINN „Kæri Richard, þetta er til þess að kveðja þig og þakka fyrir góðmennskuna. Ég hef ákveðið að fara aftur til Almeriu frænku, því hug- myndin um að við séum neydd til þess að giftast er fráleit. Þetta var sannarlega frábært ævintýri. Þín auðmjúk Pen Creed.” „Ég vil ekkert. herra. Sir Richard, meðan við eyðum hér timanum i fánýt- an hégóma sem þennan, þá er ungi hundurinn yðar á flótta með dóttur minni." „Náið í hr. Brown,” sagöi sir Richard við þernuna. „Flótti!” sagði Cedric. „Hvaða ungi hundur?" „Daubenacy majór," sagöi sir Richard, „heldur fram þeirri reginfjar- stæðu að frændi minn hafi í gærkveldi numið dóttur hans á brott." „Hvað?” Cedric hristi sig. Illgjarn glampi kom í augu hans þegar hann leit af sir Richard og á majórinn; hann sagði óstyrkri röddu: „Nei, hvað er að heyra, það getur ekki verið? Þú ættir nú að hafa meiri aga á honum, Ricky.” „Já,” sagði majórinn. „Það ætti hann að gera. En í stað þess hefur hann — ég segi ekki hvatt kauða til þessa — en hagað sér þannig að ég get aðeins lýst þvi sem áhugaleysi og tilfinningaleysi." Cedric hristi höfuðið. „Þar er Ricky rétt lýst." Alvara hans datt af honum. „Hvað i ósköpunum kemur yður til þess að halda að dóttir yðar hafi flúið með frænda hans? Þetta er sá besti sem ég hef heyrt mánuðum saman! Ricky, ég á sko eftir aðstriða þér á þessu næstu árin.” „Þú ert á leið á skagann, Ceddie,” sagði sir Richard og brosti. „Yður er skemmt herra,” sagði majórinn reiðilega. „Já, svo sannarlega og sama yrði með yður ef að þér vissuð jafn mikið um frænda Wyndhams og ég geri.” Þernan kom aftur inn í herbergið. „Afsakið herra! Hr. Brown er ekki i her- bergi sinu." sagði hún og hneigði sig. Áhrif þessarar ræðu voru stórkostleg. Majórinn öskraði eins og villt naut: Cedric snarhætti að hlæja; og sir Richard missti einglyrnið. „Ég vissi það! Ó, ég vissi það!” beljaði majórinn. „Nú, herra!” Sir Richard jafnaði sig fljótlega. Þýð.: Emil Kristjánsson „Látið ekki eins og asni, herra," sagði hann með meiri hörku í röddinni en Cedric minntist til að hafa nokkurn tima heyrt áður. „Frændi minn hefur að öll- um líkindum farið út til þess að fá sér ferskt loft. Hann er mjög árrisull.” „Ef yður þóknast herra, ungi herrann hefur tekið ferðatösku sina með sér." Majórinn virtist eiga í erfiðleikum með að halda niðri i sér reiðinni. Cedric, sem virti hann gáfulega fyrir sér, bað hann að taka því rólega. „Ég þekkti einu sinni mann sem tók slíkt æði. Hann fékk blóðtappa! Þaðer dagsatt.” Þernan, sem hafði ekki farið varhluta af persónutöfrum Cedrics, glotti og vöðlaði saman annað svuntuhorn sitt. „Það var bréf til yðar, herra, á arinhillunni," sagði hún. Sir Richard snerist á hæli og gekk að arninum. Bréfið frá Pen sem hún hafði stillt upp við klukkuna hafði dottið og því hafði hann ekki komið auga á það. Frekar fölur tók hann það upp og fór með það að glugganum." „Kæri Richard," hafði Pen skrifað. „Þetta er til þess að kveðja þig og þakka þér fyrir alla góðmennsku þina. Ég hef ákveðið að fara aftur til Almeriu frænku. því hugmyndin um að við séum tilneydd til þess að giftast er fráleit. Ég skal finna upp einhverja sögu sem gerir hana ánægða. Kæri herra, þetta var sannarlega frábært ævintýri. Þin auðmjúk, PenCreed. Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Dagblaðið afgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Smáauglýsingaþjónustan. Ókeypis eyðublöð á afgreiðslunni: Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl. Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Húsnæði: Húsaleigusamningar. 44 Vlkan 13. tbl

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.