Vikan - 29.03.1979, Síða 45
P.S. Ég sendi þér aftur bindið og
ferðatöskuna og svo þakka ég þér
kærlega, kæri Richard.”
Cedric sem virti fyrir sér dapurlegt
andlit vinar síns, stóð nú upp af
stólnum, gekk yfir herbergið og lagði
hönd á öxl sir Richards. „Ricky, kæri
vinur. Hvaðer það?”
„Ég krefst þess að sjá þetta bréf!”
orgaði majórinn.
Sir Richard braut örkina saman og lét
hana í innri vasa sinn. „Verið ánægður,
herra minn; frændi minn hefur ekki
numið dóttur yðar á brott.”
„Ég trúi yðurekki!”
„Segið þér mig ljúga.” Sir Richard
stillti sig og sneri sér að þernunni.
„Hvenær fór hr. Brown héðan?”
„Ég veit þaðekki, herra. En Parks var
niðri — þjónninn, herra.”
„Sækið hann.”
„Ef frændi yðar hefur ekki flúið
með dóttur minni, sýnið mér þá bréfið,”
skipaði majórinn.
Háttvirtur Cedric lét hönd sína falla
af öxl sir Richards og stikaði yfir her-
bergið með fyrirlitningarsvip á
höfðinglegu útliti sinu. „Þér, herra —
Daubenacy eða hvað þér nú heitið — ég
veit ekki hvaða flugu þér hafið fengið í
höfuðið, en fjárinn hafi það. Ég er
orðinn leiður á því! 1 guðanna bænum
farið.”
„Ég fer ekki út úr þessu herbergi fyrr
en ég veit sannleikann," tilkynnti
majórinn. „Mig skyldi ekki undra þó að
þið væruð báðir í félagi með þessum
unga konuræningja.”
„Fjárinn, það er eitthvert djöfullegt
andrúmsloft hér á þessum stað,” sagði
Cedric. „Það er mitt álit að þið séuð öll
brjáluð.”
Á þessu augnabliki kom daufgerði
þjónninn inn í herbergið. Frásögn hans
um að Pen hefði farið til Bristol með frú
Hopkins gerði svip Richards ennþá
einkennilegri, en þeir komust ekki hjá
því að verða varir við breytingu hjá
majórnum. Hann hnyklaði brýrnar og
tautaði að hann hefði gert mistök.
„Það er það sem ég hef verið að segja
yður,” benti Cedric honum á. „Ég skal
líka segja yður annað, herra. Ég vil fá
morgunverð og fjárinn hafi það ef að ég
sest niður til þess með yður dansandi
um í herberginu og hrópandi í eyru mér.
Það er alls ekki róandi.”
„En ég skil þetta ekki!” sagði
majórinn mildari rómi. „Hún sagðist
hafa farið út til þess að hitta frænda
yðar, herra.”
„Ég er þegar búinn að segja yður,
herra, að dóttir yðar og frændi minn
sögðu bæði mikla vitleysu,” sagði sir
Richardyfir öxlsér.
„Eigið þér við að hún hafi verið að slá
ryki í augu mér? Við alla heilaga?”
„Byrjið nú ekki aftur,” bað Cedric.
„Hún hefur farið með Luttrell yngri!”
hrópaði majórinn. „Drottinn minn, ég
skal brjóta hvert bein i líkama hans!”
„Okkur er nokkuð sama um það,”
sagði Cedric. „Farið og gerið það, herra.
Eyðið ekki tímanum til einskis. Þjónn,
vísið honum á dyrnar.”
„Guð minn góður, þetta er
hræðilegt!” sagði majórinn, lét sig falla í
djúpan stól og tók höndum um höfuð
sér. „Hugsið ykkur, þau eru komin hálfa
leið til skosku landamæranna núna.
Eins og það væri ekki nóg. En nú vill hr.
Philips að ég fari undir eins með stúlku-
kindina til Bath til þess að bera kennsl á
einhvern náunga, sem þeir hafa hand-
tekið þar. Hvað á ég að segja honum?
Hneykslið! Vesalings konan mín. Ég
skildi við hana örvinglaða.”
„Farið strax til hennar aftur,” hvatti
Cedric hann. „Þér megið engan tíma
missa. Segið mér þó, var þessi maður
með demantana á sér?”
Majórinn lét eins og hann væri að slá
til flugu. „Hvi skyldi mér ekki vera sama
um það? það er afvcgaleitt barn mitt,
sem 6g hef áhyggjur af.”
„Það getur verið að yður sé sama, en
mér er það ekki. Maðurinn, sem var
myrtur var bróðir minn og demantarnir
tilheyra fjölskyldu minni.”
„Bróðir yðar? Guð minn góður,
herra, ég er undrandi,” sagði majórinn
og starði á hann. „Engan — trúið mér
engan — myndi gruna að jvér hefðuð
beðið slíkt tjón. Léttúð yðar..
„Tölum ekki um léttúð mína, gamli
minn. Fannst bölvað menið?"
„Já, herra, mér skilst að fanginn ha.fi
haft men i fórum sínum. Og ef það er
það eina sem þér hafið áhuga á í þessu
máli...”
„Ricky, ég verð að ná þessu meni.
Mér þykir leitt að skilja þig eftir gamli
vinur, en við því er ekkert að gera. Hvar
í fjáranum er kaffið? Ég get ekki farið án
morgunverðar.” Hann kom auga á
þjóninn sem var aftur korninn i gættina.
„Þér þarna! Hví í fjáranum standið þér
þarna og gapið? Morgunverð, gapuxinn
þinn!”
„Já, herra,” sagði þjónninn og saug
upp í nefið. „Og hvað á ég að segja
frúnni. herra?”
„Segið henni að við tökum ekki á
móti....! Hvaða frú?"
Þjónninn rétti fram bakka með spjaldi
á. „Fyrir sir Richard Wyndham", sagði
hann dauflega. „Hún vildi gjarnan fá að
segja nokkur orð við hann.
Cedric tók upp spjaldið og las
upphátt. „Lafði Luttrell. Hver í
fjáranum er lafði Luttrell, Ricky?"
„Lafði Luttrell!” sagði majórinn og
spratt upp. „Hérna? Ha, er þetta ein-
hverskonar samsæri?”
Sir Richard sneri sér við með
undrunarsvip á andlitinu. „Vísið frúnni
inn,” sagði hann.
„Ég vissi alltaf að sveitalífið væri ekki
fyrir mig,” sagði Cedric, „en fjárinn, ég
vissi ekki nema hálfan sannleikann,
fyrr en nú. Klukkan er ekki orðin níu og
meirihluti sveitarinnar er kominn i
heimsókn. Hræðilegt, Ricky,
hræðilegt!”
Sir Richard hafði snúið sér frá gluggan-
um og horfði nú á dyrnar lyftum
brúnum. Þjónninn vísaði inn laglegri
konu á fimmtugsaldri með brúnt grá-
sprengt hár, slæg kimin augu og valds-
mannslegan munn og höku. Sir Richard
gekk fram til þess að taka á móti henni,
en áður en hann gæti sagt nokkuð hafði
majórinn tekið til máls.
„Svo, frú!” hrópaði hann. „Þér ætlið
að hitta Richard Wyndham býst ég við,
ekki satt? Þér hafið ekki búist við að
hitta mig hér, er það?”
„Nei,” samsinnti lafðin rólega. „Það
gerði ég ekki. Samt sem áður þar sem við
erum tilneydd, skilst mér, að hitta hvort
annað á kurteislegri hátt, þá er eins gott
að byrja núna. Komið þér sælir, majór.”
„Þér eruð svo sannarlega róleg, frú!
Vitið þér það ekki að sonur yðar er
flúinn með dóttur mína?”
„Jú,” svaraði lafði Luttrell. „Sonur
minn skildi eftir bréf til þessaðsegja mér
það.”
Ró hennar virtist koma majórnum úr
jafnvægi. Hann sagði frekar vesældar-
lega: „En hvað eigum við að gera?”
Hún brosti: „Við getum ekkert gert
nema að taka þessu eins vel og við
getum. Yður líkar þetta ekki og ekki mér
heldur, en ef við ætlum að fara að
elta unga fólkið eða sýna öllum óánægju
okkar, þá gerum við okkur bara að
fíflum.” Hún leit á hann með stríðnis-
glampa í augunum. en hann hvarf þegar
hún sá hve majórinn tók þessu illa. Hún
rétti fram höndina. „Komið majór,
okkur er best að semja frið. Ég get ekki
slitið öll sambönd við einkason minn og
ég er viss um að yður er jafn óljúft að
afneita dóttur yðar.”
Hann tók í hönd hennar en ekki mjög
virðulega. „Ég veit ekki hvað skal segja.
Ég er alveg utan við mig. Þau hafa
komið mjög illa fram við okkur, mjög
illa.”
„Ó. já,” andvarpaði hún. „En
kannski við höfum einnig komið illa
fram, við þau.”
Þetta var auðsjáanlega of mikið fyrir
majórinn og augu hans fóru aftur að
stækka. Cedric greip fljótt inn í: „Setjið
hann ekki af stað aftur, frú, I öllum
guðanna bænum.”
„Haldið yður saman, herra.” sagði
majórinn. „En þér komuð hingað til þess
að hitta sir Richard Wyndham, frú.
Hvernig má það vera?"
13. tbi. Vlkan 45
SÖGULOK