Vikan


Vikan - 29.03.1979, Blaðsíða 46

Vikan - 29.03.1979, Blaðsíða 46
GLA UMGOSINN „Ég kom hingað til þess að hitta sir Richard Wyndham vegna allt annars máls,” svaraði hún, Hún horfði um stund á Cedric en leit siðan af honum á sir Richard. „Og þér eruð, býst ég við, sir Richard Wyndham," sagði hún. Hann hneigði sig. „Reiðubúinn yður til þjónustu, frú. Leyfið mér að kynna hr. Brandon fyrir yður.” Hún leit snöggt á Cedric. „Mér fannst ég kannast við andlitið. Herra, ég veit ekki hvað ég á að segja. nema að mér finnst þetta leiðara en svo að ég geti orðað það við yður.” Cedric virtist undrandi. „Það er ekkert til þess að vera leið yfir min vegna. frú. ekki hið minnsta. Ég verð að biðja frúna að afsaka framkomu mina. Staðreyndin er að allt þetta svona árla dags kemur manni úr jafnvægi.” „Lafði Luttrell á við, að ég held. dauða Beverlys,” sagði sir Richard þurrlega. „Bev? Ó. já auðvitað. Mjög leitt. Ég hef aldrei á ævinni orðiðeins undrandi." „Þetta er sérstaklega leitt fyrir mig, þar sem bróðir yðar var gestur minn þeg- arþetta gerðist.” sagði lafði Luttrell. „Hugsið ekki um það, frú," bað Cedric. „Það er ekki yðar sök. ég vissi alltaf að það myndi fara illa fyrir honum. Það hefði getað gerst hvar sem var." „Léttúð yðar, herra, er viðbjóðsleg,” sagði majórinn og tók upp hatt sinn. „Ég verð hér ekki minútu lengur til þess að þurfa að hneykslast á slíku tilfinningalausu kæruleysi.” „Fjárinn, hver vill að þér séuð hér?" spurði Cedric. „Hef ég ekki verið að segja yður að koma yður burtu siðasta hálftimann? Ég hef aldrei hitt þrjóskari niann!” „Fylgdu majórnum til dyra, Ceddie,” sagði sir Richard. „Ég held að lafði Luttrell vilji tala við mig einslega.” „Einslega. eins og þú vilt gantli vinur. Frú. yðar auðmjúkur. Eftir yður majór!” hann hneigði sig fyrir majórnum þegar hann gekk út, drap tittlinga frantan i sir Richard og fór sjálfur út. „En viðfelldinn ónytjungur." sagði lafði Luttrell og færði sig inn i niitt her- bergið. „Ég verð að viðurkenna að mér likaði mjög illa við bróður hans.' „Það sama er að segja um flesta þá sem þekktu hann. frú. Fáið yður sæti." Hún þáði stólinn sem hann bauð henni og virti hann fyrir sér hugsandi. „Jæja, sir Richard,” sagði hún. „Ég er viss um að þér furðið yður á þvi að ég skuli hafa komið.” „Ég held að ég viti hversvegna,” svaraði hann. „Þá er ég ekkert að eyða timanum. Þér eruð á ferð með ungum herramanni sem sagður er vera frændi yðar, skilsl mér. Ungur herramaður, sem. ef taka má þjónustustúlku mína trúanlega, gengur undir því óvenjulega nafni Pen." „Já," sagði sir Richard. „Við hefðum átt aðbreyta þvi.” „Pen Creed, sir Richard?" „Já, frú. Pen Creed.” Hún leit ekki af honum. „Mjög einkennilegt, herra, er það ekki?" „Rétta orðið, frú, er furðulegt. Mætti ég fá að vita hver gaf yður þessar upplýsingar?" „Já. það mcgið þér. Ég fékk nýlega heimsókn frá frú Griffin og syni hennar sem virtust halda að þau fyndu Pen Creed hjá mér. Þau sögðu mér að hún hefði hlaupist frá þeint i næstbestu fötum frænda síns, út um gluggann. Þar fannst mér Pen Creed rétt lýst. En hún var ekki hjá ntér, sir Richard. Það var ekki fyrr en nú i morgun sem herbergis- þerna min sagði mér frá gullinhærðum dreng sem væri með frænda sinum — yður sir Richard — á þessari krá. Þessvegna kom ég. Ég er viss um að þér skiljið það að ég fór að hafa áhyggjur." „Fullkomlega." sagði hann. „En Pen er ekki lengur hjá mér. Hún fór til Bristol í morgun. og er nú býst ég við. farþegi með vagninum til London." Hún lyfti brúnum. „Þetta verður ennþá einkennilegra. Ég vona að þér ætlið að svala forvitni niinni. herra?" „Ég hlýt að gera það,” sagði hann. og með rólegri áherslulausri röddu sagði hann henni allt sem gerst hafði frá því að Pen hafði dottið i arma hans. Hún hlustaði á hann þegjandi og horfði á hann allan timann. Þegar hann hafði lokið þessu sagði hún ekkcrt lengi vel, en horfði hugsandi á hann. Eftir nokkra stund sagði hún: „Var það mikið áfall fyrir Pen að frétta að sonur minn væri ástfanginn af Lydiu Daubenacy?” „Ekki held ég það.” „Einmitt. Og sonur minn, segið þér, sýndi það glögglega að hann væri hneykslaður á siðleysi hennar?" „Ekki neitt óeðlilega, þó ég hefði viljað að hann sýndi það ekki svona augljóslega. Hún er mjög ung. skiljið þér. Henni fannst ekkert vera athuga- vert.” „Piers hefur aldrei kunnað al- mennilega framkomu.” sagði hún. „Ég býst við að hann hafi sagt að þér væruð nú tilneyddur til að kvænast henni.” „Það gerði hann og sagði ekkert nema sannleikann.” „Afsakið, sir Richard, en báðuð þér Pen vegna þess að heiður yðar var i veði?” „Nei, ég bað hennar vegna þess að ég elskaði hana frú.” „Sögðuð þér henni það?” „Já en hún trúði mér ekki.” „Kannski,” lagði lafði Luttrell til, höfðuð þér ekki gefið henni ástæðu til þess að ætla að þér væruð ástfanginn af henni?” „Frú," sagði sir Richard óþolinmóðlega. „hún var i minni gæslu í nijög viðkvæmu máli. Hefði ég átt að misnota traust hennar rneð þvi að elskast með henni?" „Nei,” sagði hún og brosti. „Það litla, sem ég hef kynnst yður. gefur mér ástæðu til þess að ætla að þér hafið komið fram við hana eins og þér hafið liklega gert; eins og þér væruð móðurbróðir hennar." „Með þeim árangri," sagði hann bit- urlega, „að hún lítur á mig sem slíkan.” „Er það. já?" sagði hún kaldhæðnis- lega. „Leyfið mér að segja yður eitt, sir Richard, að maður sem er tuttugu og níu ára með framkomu yðar. útlit og stöðu er ekki almennt séður i ljósi móðurbróður af ungum stúlkum." Hann roðnaði og brosti litillega. „Þakka yður fyrir. En Pcn er ekki eins ogaðrar ungarstúlkur." „Pen,” sagði lafði Luttrell, „hlýtur að vera mjög einkennilegur kvenmaður ef hún hefur eytt öllum þessum tima með yður og ekki látið bugast fyrir þeim per- sónutöfrum sem þér ráðið yfir, persónu töfrum sem þér hljótið að vita svo vel af að ég hika ekki við að nefna það. Mér finnst hegðun yðar við það að hjálpa stúlkunni að flýja vera ósiðsamleg, en fyrst þér voruð drukkinn þá býst ég við að það megi lita fram hjá því. Ég ásaka yður ekki fyrir neitt sem þér hafið gert siðan þér vöknuðuð i áætlunarvagnin- um. Reyndar hafið þér hagað yður þannig, að ef ég væri tuttugu árum yngri myndi ég öfunda Pen stórlega. Að lok- um, ef hún hefur ekki varið hálfri siðustu nótt i að gráta, þá veit ég sára- litið um mitt kyn! Hvar er bréfið sem hún skrifaði yður? Má ég sjá það?" Hann tók það upp úr vasa sinum. „Lesið það ef þér viljið. Það hefur ekkert að geyma sent aðrir mega ekki sjá.” Hún tók við þvi, las og rétti honum það aftur. „Eins og ég hélt. Hjarta hennar brostið og hún er ákveðin í að þér komist ekki að þvi. Sir Richard, af reynsluríkum manni sem ég tel yður vera, þá eruð þér bjáni. Þér kysstuð hana aldrei." — Ég bað þig að passa barnið, en ekki að láta eins og flfl. 46 Vikan 13. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.