Vikan


Vikan - 29.03.1979, Page 47

Vikan - 29.03.1979, Page 47
Ómeðvitað fór hann að hlæja að þess- ari ásökun. „Hvemig gat ég það eins og ástandið var? Hana hryllti við tilhugsun- ina um hjónaband. „Vegna þess að hún hélt að þér bæðuð hana að giftast yður vegna vor- kunnsemi. Auðvitað hryllti hana við." „Lafði Luttrel, er yður alvara? Haldið þér að . . . " „Halda! Ég veit," sagði lafðin. „Það var allt I lagi með hik yðar, það er ég viss um. En hvernig gat stúlka eins og Pen skilið hverl þér voruð að fara. Henni var sama um drengskap yðar og — ég er viss uni það — henni hefur fundist vorkunn- semi yðar óþægileg. Útkoman er sú að hún hefur farið aftur til frænku sinnar og verður nú neydd til þess að giftast frænda sinum!" „Nei, svo verður ekki,” sagði sir Richard og leit á klukkuna á arinhill- unni. „Mér þykir leitt að þurfa að yfir- gefa yður frú, en égætla að ná áætlunar- vagninum við Chippenham. Ég verð að fara.” „Stórkostlegt.” sagði hún hlæjandi. „Eyðið ekki timanum I mig! En þegar þér hafið náð vagninum hvað ætlið þér þá aðgera við Pen?” „Kvænast henni, frú. Hvaðannað?” „Hamingjan sanna, ég vona að þér farið ekki á eftir syni minum til Gretna Green. Ég held að yður væri best að koma með Pen til Crome Hall.” „Þakka yður. það mun ég gera,” sagði 'hann með brosi sem henni fannst vera ómótstæðilegt. „Ég er yður skuldbund- inn, frú.” Hann bar hönd hennar upp að vörum sér, kyssti hana og fór út úr herberginu kallandi á Cedric. Cedric, sem hafði verið að fá sér morgunverð I matsalnum, lallaði inn I forstofuna. „Fjandinn hafi þig, Ricky. þú ert eins órólegur og þessi óþolandi vinur þinn. Hvaðer nú?” „Ceddie, varst þú með þína eigin hesta I gær?” „Kæri vinur, auðvitað. En hvað hefur það að segja?” „Ég þarfþá,”sagðisir Richard. „F.n Ricky, ég verð að komast til Bath til þess að ná meninu áður en upp kemst aðþaðerfalsað!” „Taktu kerru gestgjafans. Ég verð að fá fljóta fáka undir eins.” „Kerru gestgjafans.” sagði Cedric og riðaði. „Ricky, þú hlýtur að vera brjál- aður.” „Ég er alls ekkert brjálaður. Ég er að fara á eftir Londonvagninum til þess að ná stelpunni. Vertu nú góður félagi og segðu þeim að gera hestana klára undir eins!” „Nú, allt i lagi,” sagði Cedric. „Ef því er þannig varið. En nú geri ég mig ekki ánægðan með neitt nenia riddaraliðs- sveit. mundu það.” „Þú skalt fá hvað sem þú vilt." lofaði sir Richard og var þegar kominn hálfa leið uppstigann. „Brjálaður, alveg brjálaður.” sagði Cedric i örvæntingu og kallaði á hesta- svein. Tiu minútum síðar voru jarparnir komnir fyrir vagninn. Sir Richard var kominn út I bakgarðinn og setti nú á sig hanskana. „Frábært.” sagði hann. „Ég var einmitt að vona að þú værir á þeim jörpu.” „Ef þú heltir þá . . . ” „Ceddie, ætlar þú — er það mögulegt að þú ætlir að segja mér hvernig eigi að aka?” spurði sir Richard. Cedric sem var enn klæddur litríkum morgunslopp sínum hallaði sér upp að dyrastafnum og glotti. „Þú sprengir þá, það veit ég. Ég þekki þig.” „Ef ég helti þá, þá skal ég gefa þér niína gráu," sagði sir Richard og tók I taumana. „Láta þína gráu!” hrópaði Cedric. „Nei, það myndir þú aldrei gera, Ricky.” „Taktu það rólega. Ég kem ekki til með að þurfa þess.” Cedric hló háðslega og horfði á hann klifra upp í ökusætið. Hávaði á bak við hann fékk hann til þess að lita við. Hann sá frú Hopkins koma inn um framdyrn- ar og I fylgd með henni var þrekinn maður i ullarfrakka og með barðastóran hatt. Frú Hopkins var i miklu uppnámi, lét sig tafarlaust falla í stól, sagði rugl- uðum eiginmanni sínum að i þvilíku hefði hún aldrei lent og hún myndi ekki jafna sig á hjartslættinum næsta árið. „Tekinn af lögreglumanni, Tom!” dæsti hún. „Og hann var svo sakleysislegur.” „Hver?” spurði maður hennar. „Þessi vesalings ungi herramaður sem er frændi sir Richards. Fyrir augum minum, Tom, aldrei hefði mig dreymt slíkt. Og hefði hann ekki sloppið, sem ég get ekki annað en glaðst yfir, hvað sem hver kann að segja, fyrir utan hr. Gudgeon, þvi þægilegri ungan herra hef ég aldrei hitt og ég er móðir og hef hjarta, þó sumir séu ekki þannig gerðir, engin nöfn ogekkert illt meint.” „Guð minn góður, þar flækist það!” hrópaði Cedric sem skildi furðulega fljótt hvað frúin átti við. „Hæ, Ricky. Biddu!” Þeir jörpu dönsuðu af óþolinmæði. „Farðu frá,” skipaði sir Richard. „Og hér er hr. Gudgeon. Hann vill hitta sir Richard og þó sérstaklega hr. Brandon. Þess vegna neyddist ég til þess að taka hann með i kerrunni þó mér sé meinilla við slíka menn I mínu húsi eins og þú veist. Tom.” „Ricky!” hrópaði Cedric og hljóp út I garðinn. „Biddu, maður! Blóðhundurinn minn er hérna og það er heil fúlga sem þarf að borga.” „Komdu honum i burtu, Cedric, komdu honum I burtu,” kallaði sir Richard yfir öxl sér og ók út úr garðin- um og inn á götuna. „Ricky. vitleysingurinn þinn, bíddu aðeins!” orgaði Cedric. En vagninn var kominn úr augsýn. Hestasveinninn spurði hvort hann ælti að hlaupa á eftir honum. „Hlaupa á eftir jörpunum minum?” sagði Cedric hæðnislega. „Það þarf vængi en ekki fætur til þess að ná þeim. bjáninn þinn." Hann sneri við inn i húsið og hitti i dyrunum lafði Luttrell sem hafði komið út til þess aðsjá af hverju köllin stöfuðu. „Hvað er að, hr. Brandon?” spurði hún. „Þér virðist hafa komist úr jafn- vægi.” „Hvað er að, frú? Nú, þarna er Richard farinn á eftir Lundúnavagnin- um og stúlkan hans hefur verið tekin af lögreglumanni i Bristol!” „Hamingjan sanna, þetta er hræði- Iegt!” hrópaði hún. „Það verður að ná sir Richard strax. Það verður að bjarga barninu!” „Eftir öllu að dæma virðist hún hafa bjargað sér sjálf,” sagði Cedric. „En hvar hún er núna veit guð einn. Þó er ég ánægður með að löggan skuli hafa komið. Ég var orðinn fjári þreyttur á að elta hana.” „En er ómögulegt að ná sir Richard?” spurði hún. „Frú mín góð, hann er kominn hálfa leið að vagninum til London!” sagði Cedric. Það var þóekki alveg rétt hjáhonum. Sir Richard ók út úr Queen Charlton á mjög líkum tíma og ungfrú Creed fór upp I vagninn við Kingswood. Hann ákvað að fara veginn til Bath heldur en veginn til Keynsham, þaðan norður í gegnum Oldland og á Bristolveginn við Warmelsy. Reynsla hans af almennings- vögnum sagði honum að þeir kæmust ekki yfir meira en átta mílur á klukkustund og hann reiknaði út að ef vagninn hefði farið frá Bristol klukkan niu, sem ekki var ólíklegt, þá myndi hann ekki komast að vegamótum Bath og Bristol fyrr en eftir hádegi. Hinir jörpu hestar háttvirts Cedrics Brandon drógu léttan vagninn svo léttilega að ætla mætti að þeir yrðu komnir til Chippenham töluvert fyrir þann tíma. Það var kostur að vegurinn til Bath var sir Richard vel kunnugur. Jarparnir sem virtust hafa svo til eingöngu verið aldir á höfrum, voru I góðu ástandi og milurnar flugu hjá. Þeir voru að vísu ekki auðveldir viðfangs, en sir Richard, nafnkenndur ökuþór, átti ekki erfitt með að stýra þeim. Hann var svo ánægður með hraða þeirra og þol að hann hugsaði alvarlega um að bjóða háttvirtum Cedric vel fyrir þá. Hann neyddist til þess að halda þcini á hægri ferð þegar hann fór I gegnum fjölfamar göturnar i Bath, en um leið og hann var kominn út úr borginni gat hann gefið þeim lausan tauminn alla leiðina til Corsham. Loks komst hann til Chippenham, þar sem hann frétti að vagninn frá Bristol kæmi ekki fyrr en eftir meira eri klukkutima. Sir Richard fór á bestu krána bað um að hcstunum væri sinnt og pantaði síðan morgunverð. Þegar hann var búinn að gæða sér á skinku og eggjum og drekka tvo bolla af kaffi lét hann spenna hestana aftur fyrir. Utanmál: HxBxDx: 85x60x55 sm, Þvottavélar Gerð SL 128 Þessi nýja vél er með 18 valstill- ingum og uppfyllir allar hugsanlegar þvottaþarfir. Tveir þeytivinduhraðar eru á vélinni, 800 og 400 sn.pr.min. 3 kw, 220/300 volt. Hægt er að velja um lítiö eða^ mikið vatn við þvottinn i sparnaðará orku. Sápuhólf er fjórskipt. ZANUSSI Stærsti heimilis- |ækjaframleifiandi Evrópu. vl í Austurveri, Háaleitisbraut 68, sími 84445 og 86035. . *♦ viðurkennd varahluta- og . ♦ viðgerðarþjónusta / 13. tbl. Vikan 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.