Vikan


Vikan - 29.03.1979, Blaðsíða 51

Vikan - 29.03.1979, Blaðsíða 51
honum vinstri vanga og beindist öll athygli vinar míns að hinu síöa miðsnesi andlitsins. Að þessu loknu hvarf andlitið og höndin í froðuna sem nú tók að hjaðna niður að gólfi og streyma aftur !>l uppruna sins í manninn sem i hægindastólnum sat. Heyrði vinur minn þá mælt á enska tungu af ein- hverjum í hringnum og lét sá undrun sína i Ijós yfir því tungumáli sem þeir höfðu heyrt mælt á. En veran sem var í fylgd með vini minum gerði honum hins vegar aðvart um að tími þeirra væri á þrotum og þutu þeir með enn meiri hraða gegnum veggi hússins. Mundi vinur minn síðast eftir ljósa- hýrðinni yfir stórborginni. Um heimleiðina var fátt eitt að segja annað en það að vinur minn fann glöggt fyrir meira öryggi en áður um að hann myndi komast heim i sinn skrokk slysa- laust. En þegar komið var að húsi hans fóru þeir stystu leið inn i gegnum þak hússins og stóð hann hrátt við hvílu sína og sá sjálfan sig liggja þar. Veran sem með honum var hvarf og hann hrökk 1 skrokkinn. Settist hann þvi næst upp í rúminu, fór fram í eldhús og fékk sér heitt kaffi til þes* að hrista af sér slenið og kuldahrollinn. Næsta dag hringdi hann af forvitni til eins af ættingjum Haralds Björnssonar, dr. Magnúsar Z. Sigurðssonar og spurði hann hvort Haraldur hefði átt bróður sem Guðmundur hefði heitið. Kvað hann svo hafa verið. Nokkrar vikur liðu þangað til hann hafði kjark í sér til að fara með skilaboðin til Haralds Björnssonar. Daginn fyrir gamlársdag þennan vetur lét hann verða af þvi að tala við Harald, heimsótti hann á heimili hans og sagði honum allt af létta. Að frásögninni lokinni rak Haraldur upp sinn alkunna tröllahlátur og sagði: „Ja, mikiðankoti! Þetta hefur verið hann Tuddi bróðir. Það var nefnilega svoleiöis að þegar við bjuggum norður I Skagafirði á okkar uppvaxtarárum og vorum í leik á túninu gripum við bræðurnir oft í miðsnesið á Guðmundi og snerum hann niður á þvi. Þess vegna kallaði ég hann stundum Tudda af sínu stóra miðsnesi.” „En hvaö þá um hringinn sem mér var sýndur?” spurði vinur minn. Haraldur svaraði: „Hann var nú bara til að fullkomna uppátækið með tuddauppnefnið.” Síðan skýrði Haraldur vini minum frá því að Guðmundur bróðir þeirra hefði verið mjög sálrænn og haft mikinn áhuga á hvers konar dulrænum efnum. Stundum hefði slegið í brýnu milli þeirra bræðra út af þeim fræðum og hefði Guðmundur eitt sinn sagt að hann skyldi ein- hvern tíma sanna honum sitt mál. Áður en vinur minn kvaddi Harald sýndi hann honum fjölskyldumynd þar sem hann þekkti strax andlit Guðmundar frá fyrrgreindri ferð sinni. Það má því með sanni segja að sálfarir gerist alls staðar með sama hætti. Endir 13. tbl. VlkanSI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.