Vikan


Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 7

Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 7
— eins og fíöktandi iauf í vindi Guðs ... en vlð trúum að vifl sAum afl gara... • ■ •ritt- skapur myndast á milli aðkomumanns og einhverra innfæddra. Þegar slík tengsl hafa orðið þá er kominn tími til að fara að minnast á Guð, segja þeim frá Kristi. Þetta þarf allt sinn aðdraganda. Fólk á þessum slóðum trúir yfirleitt á stokka og steina þó eitthvað sé líka um múhameðstrú og djöfla- trú. — Það er ekki rétt sem margir halda að kristniboði sé maður sem standi með puttann upp í loftið og tali. Það eru aðrir hlutir sem við vitum að þetta fólk vantar. Við róum á þau mið, t.d. með því að stofna lestrarskóla, því ólæsi er mikið. Við vorum með lestrarherferð og tók ég m.a. þátt í því að koma upp um 40 lestrarskólum. Svo er það hliðin sem snýr að heilsugæslu. Eins og að líkum lætur er mikill skortur á sjúkra- húsum og sjúkraskýlum í Afríku en starf- ræksla þeirra er hluti af trúboðinu. Sem stendur er einn íslenskur læknir starfandi í Eþíópíu. Við reynum að kenna þessu fólki hvernig það geti lifað betur, hvernig það eigi að nota og meðhöndla þann mat sem það neytir, hvernig það getur komist hjá því að verða hungurmorða. Við reynum að skýra fyrir því hvernig á því standi að börnin verði veik. Það getur verið vegna þess eins að vatnið er skítugt og þá er ekkert annað að gera en að sjóða það — oft eru þetta hlutir sem það ekki vissi af áður. Og svona mætti lengi telja. Aö hrófla við eins litlu og mögulegt er — Hvað mér hafi tekist að kristna marga? Það er nú erfitt að svara því, þannig, því án Guðs er það ekki hægt. En við fengum að upplifa nokkuð sem kallað er „vakning”, það var mikil hreyfing kristni í hag. Fyrir kom að heilu þorpin snerust til kristinnar trúar. Fólkið hætti þá alveg við seiðmannstilburðina. Trumburnar þögnuðu á næturnar og önnur tilbeiðsla kom í staðinn — bænin. Það er ekki þar með sagt að innfæddir hætti að leika tónlist né að hæfileikinn til þeirra iðkana hverfi, heldur hitt að tónlistin fær nýtt inntak. Það er ekki rétt að kristniboð eyði- leggi menningu þeirra þjóða sem verið er að kristna, það sem skeður er að nýir þættir koma inn í þjóðlífið, sumir áður óþekktir — skólar sjúkrahús. Hin seinni ár hefur kristniboðið reynt að hrófla við eins litlu og mögulegt er. — Þú notaðir flugvél sem þú flaugst sjálfur við kristniboðið. Segðu okkur frá því. — Já, ég gerði það og komst yfir stærra svæði fyrir bragðið. í sumum tilvikum var ég fyrsti hviti maðurinn sem margir sáu. Ég reyndi alltaf að hafa einhvern undirbúning áður en ég fór á fjarlæga staði, ég þurfti að sjálfsögðu að vita hvort hægt væri að lenda og þess háttar. Oft sendi ég menn á undan mér, í tveggja daga gönguferð eða meira, og stundum fór ég sjálfur. — Viðbrögð þeirra við að sjá hvítan mann voru ósköp svipuð því og þegar hvítur maður sér svertingja i fyrsta sinn. Þeir ráku upp stór augu, urðu hissa og vildu fá að þreifa á hvítri húð okkar, en sumir urðu hræddir og ég man eftir einum sem hljóp út í skóg og sást ekki meira. Það var alltaf til bóta að hafa hvít börn með sér því þá urðu þeir ekki eins hræddir. Negrarnir á þessum slóðum þurfa ekki að óttast hvíta manninn af því að þeir séu eitthvað minni vexti. Þetta fólk er yfirleitt hávaxið og grannt, sérstaklega á landamærum Sómalíu þar sem ég var oft. Okkur er hlíft Við lentum aldrei i útistöðum við múhameðstrúarmenn né aðra vegna kristniboðsins. Núverandi valdhafar, sem komust til valda þegar keisaranum var steypt af stóli 1974, gáfu okkur til kynna að við værum velkomnir og mættum starfa áfram. Það var trúlega mest vegna þess að við gerum margt annað en að boða kristna trú. Einnig er borinn góður hugur til okkar af innfæddum eins og best sést á þvi að einu sinni þegar kom til átaka á milli kyn- flokka og hópur manna réðst á þorp, þar sem staðsett var kristniboðsstöð, og brenndu allt og drápu mennunnvörpum,þá sveigðu þeir fram hjá kristniboðsstöðinni þó svo að hún væri í miðju þorpi. Þeir drápu og brenndu á báða bóga en létu kristniboðsstöðina í friði og sneru aftur til baka. Þetta segir nokkuð um hug þeirra til kristniboðsins. — Ég tel ekki rétt að hætta kristniboði í Afríku þó þörfin á andlegri vakningu hér heima sé brýn og sumir segi að það væri e.t.v. nær að kippa því fyrst í liðinn áður en farið er að herja á aðrar þjóðir okkur fjar- skyldari. Ástæðan er einfaldlega sú að hér heima hefur hvert mannsbarn fengið að heyra fagnaðarerindið margoft en margir Afríkubúar hafa aldrei heyrt neitt í þá veruna. Ekki ríkir — en breytum rétt — Ein samviskuspurning, Helgi. n. tbl. Vikan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.