Vikan


Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 42

Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 42
í í ; ! friöscmdar skepna. En þessi er þaö ekki. Hún ræöst að Jan, sem neyðist til þess að drepa hana til að bjarga eigin skinni. Skjaldbakan er greinilega sýkt, og Bskimennirnir segja henni, að sUkar skjaldbökur hafi sést fyrr, þær séu stórhættulegar, og fólk geti orðið fyrir eitrun frá þeim. Jan reynir að rannsaka skepnuna og tekur af henni margar myndir, en næstu nótt laumast einhver inn í kofann hennar og opnar myndavélina. „Ég var að koma til þín,” sagði hann og tók í handlegg hennar. „Gastu ekki beðið? En komdu nú og hittu Dubois majór.” Eldri maðurinn var nú á leið niður þrepin í átt til þeirra. Hann var í víðum, gráum buxum og stutterma hvítri skyrtu, fráhnepptri í hálsinn, en allt fas hans var augljóslega hermannalegt. „Þetta er unga konan, sem dvelur við Útdráttur: Jan Whittaker hlakkar sannarlega til að eyða friinu sinu á Mauritius, þar sem hún ætlar ekki að gera neitt annaö en að njóta sólar og stunda eftirlætis- iðju sína, köfun. Sem sjávarlíffræðingur getur hún ekki hugsað sér neitt stór- kostlegra. Hún er ekki fyrr komin en hún hittir Yves Gerald, umsjónarmann á sykurplantekru í eigu Dubois, majórs. Jan er á báðum áttum, hvort ágengni Yves er henni að skapi eða ekki, en hún lætur til leiðast að snæða með honum á eina hótelinu í bænum skammt frá. Þar hitta þau Hank Rudman, eiganda snekkju, sem nefnist Hafgolan. Hank og Yves gerðjast aug- Ijóslega illa hvorum að öðrum. En Jan hefur litinn tima fyrir karlmenn. Hennar timi og orka er bundin við sjóinn. Hún verður fyrir alvarlegu áfalli, þegar hún syndir út að kóral- rifinu og uppgötvar, að þar er varla lifsmark að sjá. Þar hefði allt átt að vera iðandi af lífi. Þá kemur skjald- bakan, fullvaxinn leðurbakur, að eðlisfari flóann,” sagði Gerald við hann. „Janet Whittaker frá Englandi. Býr nú í Durban.” „Einmitt.” Hann rétti fram höndina. „Líffræðingurinn. Gleður mig. Hvernig hafið þér það í dag? Slæmt að þér skylduð hafa hitt þessa sjúku skjald- böku, mjög leitt.” „Það er allt i lagi,” sagði Jan, „en skjaldbakan er farin. Við verðum að hafa samband við rannsóknarmenn fljótt, áður en þeir eyða henni.” „Gerald sagði mér frá áhyggjum yðar,” sagði Dubois. „Ég fullvissa yður, ungfrú Whittaker, að við getum treyst yfirvöldunum til þess að taka réttar á- kvarðanir. Þér hafið enga ástæðu til að óttast.” Jan roðnaði eilitið. „Liklega ekki. En þetta er allt saman hálfóhugnanlegt. Og enginn virðist vita hvað gengur á.” „Já, en auðvitað vitum við hvað 'gengur á,” sagði Dubois sefandi. „Heilbrigðisráðuneytið sendir rannsókn- armenn hvenær sem heilsuspillis verður vart.”' Gerald kinkaði kolli. „Ég athugaði það þegar ég kom aftur í gærkveldi. Þeir munu senda skýrslu til hafrannsókna- stöðvarinnar, eins og þeir gerðu áður.” „Þarna sjáið þér,” sagði Dubois. „Það er engin ástæða til þess að gera neitt úrþessu.” „Ég býst ekki við því.” Jan beit á vörina, en hrópaði síðan: „En einhver kom inn í kofann minn í nótt og opnaði myndavélina. Filman með öllum myndunum af skjaldbökunni er ónýt!” Þeir litu vantrúaðir hvor á annan. „Hver myndi gera slíkt?” sagði Gerald vantrúaður. „Það virðist aðeins vera ein skýring á þessu,” sagði Dubois alvarlegur. „Það er ekki erfitt að gera mistök, þegar maður er þreyttur og í geðshræringu.” „Hvernig ertu í fætinum?” spurði Gerald og eyddi mótmælum hennar. „Hann er aumur. Ég hef verið að hugsa hvort ég ætti ekki að láta lækni athuga hann. Mér líður ekki beint illa, en ég hef fengið svimaköt og svo dó barnið. „Það er satt hjá þér,” sagði Gerald. „Við ættum að koma þér til læknis.” Dubois kinkaði hægt kolli. „Ég skal ANNAR IHLUTI ÞýO.: Emi! örn Kristjánsson EFTIR JUNE VIGOR_ DAUÐINN ÚR DJÚPINU „Slys,” sagði maðurinn hranalega. „Þetta var ekkert slys. Þetta var yður að kenna. Og honum! Hann var varaður við í gærkvöldi. Farðu ekki með konuna. Þeir vöruðu hann við — skrifleg skilaboð, mjög skýr. Og samt kemur hann til þess að undir- búa . . .” sjá um það fyrir yður.” Hann sneri sér snöggt við og gekk inn í húsið. „Komdu,” sagði Gerald, „sestu niður meðan við bíðum.” Hann hjálpaði henni upp á pallinn að háum stól úr tágum. Þegar hún var sest sagði hann: „Ef þú vildir afsaka mig smástund, það er svolítið sem ég þarf að sinna. Ég verð ekki lengi.” Jan kinkaði kolli og hann flýtti sér út í bílinn sinn. Hann ók upp á veginn sem lá fyrir framan húsið og beygði niður hæðina. Dráttarvél fór í gang einhvers staðar í fjarlægð og skömmu síðar kom dráttar- vél í Ijós, hún ók upp hæðina og dró vagn. Eftir stutta stund sást bíll Geralds aftur þar sem hann ók upp hæðina. „Þetta er annasamur staður.” Hún brosti þegar hann kom aftur. Hann kinkaði kolli og um leið kom Dubois út úr húsinu. „Ég var að tala við heilsustöðina,” sagði Dubois. „Það er læknir í Mahébourg, og auðvitað er trúboðs- sjúkrahúsið þar, en þeir telja það best, ungfrú Whittaker, ef þér vilduð fara til Port Louis. Myndi það henta yður? Það er ekki áliðið og Gerald getur ekið yður þangað.” „Gott,” sagði Jan og henni létti. „Það er stórfínt. Þá get ég hitt fólkið við haf- rannsóknarstöðina meðan við erum þar.” „Mér datt í hug að þér mynduð vilja það,” sagði Dubois. „Ég hafði samband við manninn sem hefur séð um þetta mál, dr. Steiger. Hann vildi gjarnan hitta yður og er aö gera ráðstafanir með lækninum.” Dr. Eric Steiger beið þeirra í anddyri hafrannsóknastöðvarinnar. Hann var lítill hraðmæltur maður með grátt skegg sem virtist vera hirt af smásmugulegri nostursemi. „Það er klukkutími þar til þér eigið tíma hjá lækninum,” sagði hann. „Þér hafið ekkert borðað, er það? Þér hljótið að vera glorhungruð. Komið, við skul- um fara á hótel hér neðar við götuna — við getum allt eins rætt saman við mat- arborðið.” „Þér eruð þreytulegar, ungfrú Whittaker. Líður yður ekki vel? Ég get næstum fulivissað yður um það að þér þurfið engar áhyggjur að hafa, en komið.” Matsalurinn var næstum tómur. Jan var ekki mjög svöng, en hún var þreytt og henni var heitt eftir langa ökuferð og það var þægilegt að setjast niður. „Ég er búinn að útskýra allt fyrir lækninum,” sagði dr. Steiger. „En það get ég sagt yður að barnið dó ekki vegna skjaldbökubitsins. Þetta var óheilbrigt barn, þjáðist af næringarskorti, og það kom drep í sárið.” „Þetta er áhugavert mál. Mér skilst að þér séuð einnig sjávarlíffræðingur?” Jan kinkaði kolli. „Ég viðurkenni það að ég var furðu lostinn vegna þessara skjaldbaka í fyrstu en slík tilfelli eru orðin óhugnanlega algeng nú orðið.” „Einhvers staðar hefur hópur þeirra komið nálægt skipi, sem hefur verið að hreinsa úr tönkum sínum eitthvert efni sem hefur sýkt þær, eða strönd, sem hefur verið menguð af verksmiðjuúr- gangi.” „Ég hef ekki enn komist að því hvaða efni þetta er og auðvitað get ég ekki fundið nákvæmlega staðinn þar sem þær hafa orðið fyrir því. En þetta hefur orsakað miklar húðskemmdir.” Jan hnyklaði brýrnar. „En hvers vegna eru þær svona árásargjarnar? Og hvers vegna hverfa allir fiskar þar sem þær sjást? Ég hef séð það, dr. Steiger, og það er óhugnanlegt.” „Það er ekki óvanalegt að skepna sem þjáist verði árásargjörn. En hvað hina spurninguna varðar —” Hann virtist á báðum áttum. „Það gætu verið margar ástæður fyrir því — fiskar koma og fara á dularfyllsta hátt.” „Hafa aðeins komið þessar þrjár?” spurði Jan og lagði gaffalinn á tóman diskinn. „Nei, síðan þessar fyrstu tvær komu inn í flóann höfum við fundið eina eða tvær við austurströndina. í fyrstu vorum við áhyggjufullir en nú vitum við að ekkert er hægt að gera og að aðeins fáeinar skjaldbökur eru haldnar þessu.” „Hafið þið farið á varpstaðina?” „Ég tel ekki neina ástæðu til þess. Það er ekkert sem hægt er að gera. Eins og ég sagði, við eigum það eitt eftir að komast að því hvaða efni þetta er.” Stuttu síðar vísaði hann henni inn á læknastofuna. 1 biðstofunni rétti hann Jan höndina. „Ég vona að það verði ekki fleiri óhöpp til þess að eyðileggja fyrir yður fríið yðar, ungfrú Whittaker. Ef þér vilduð nú hafa mig afsakaðan, ég á annað stefnumót.” Hann hneigði sig litillega og gekk út. „Dr. Steiger,” kallaði Jan á eftir honum, „gæti ég fengið að líta aftur á skjaldbökuna, aðeins vegna forvitni?” „Ég er hræddur um ekki.” Hann hikaði í dyrunum. „Það er hitinn..það varð að eyða henni.” Gerald leit á hana þegar hann var farinn. „Enn ekki ánægð?” Jan brosti vandræðalega. „Ég býst við að það valdi alltaf vonbrigðum þegar einfalt svar er til við því sem virtist ógurlegt.” Ungi læknirinn var snöggur og áhyggjulaus. Hann brosti þegar Jan spurði hann hvort hann fengist mikið við skjaldbökubit. „Ég fæ allt. Þér getið verið ánægðar með að þetta var ekki eitthvað verra. Hákarl — múrena. Þá hefðuð þér engan fót. Þetta er ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Dr. Steiger fullvissaði mig um að ástand skjaldbökunnar hefði verið hættulaust.” Innan fimmtán mínútna voru þau aftur komin út á götuna. Jan leið betur í fætinum, nú þegar búið var að bera á hann áburð og vefja hann, en hún var niðurdregin og óánægð. Það sem Steiger hafði sagt stóðst allt en hún óskaði þess að hann hefði boðið henni að skoða sýnishornin sín. Vanalega var fólk ákaft í að tala um starf sitt og bera saman niðurstöður, fannst henni. Og svo hafði hann spurt hana svo fárra spurninga. „Höfum við tíma til þess að skoða okkur um?” spurði hún Gerald og reyndi að hrista af sér slenið. „Auðvitað, getur þú gengið?” Jan kinkaði kolli og gekk hratt af stað til þess að sanna það. „En að þurfa að halda fætinum þurrum á eftir að eyðileggja fyrir mér fríið mitt. Hvað á ég að gera ef ég get ekki kafað?” Gerald greip í hönd hennar til þess að hægja á henni og dró hana nær sér. „Ég gæti stungið upp á heilmiklu,” sagði hann og brosti. Eitt augnablik leit hún á hann með al- vörusvip. „Við munum gera áætlun,” lofaði hann. „Við byrjum undir eins. Við skoðum okkur um í Port Louis og ökum síðan til Grand Baie. Ef þú vilt getum við verið hér i nótt og farið aftur á morgun. Vertu nú ekki svona óróleg, skoðaðu heldurkörfurnarhérna." Síðar óku þau eftir ströndinni þegj- andi og létu skrá sig inn á lítið hótel í Grand Baie. Sólin var að setjast þegar þau gengu niður eftir til þess að horfa á bátana og flóann, enn þvinguð. Þau gengu fram hjá snekkjuhöfninni þar sem snekkjurn- ar voru snyrtilega bundnar í röð við bryggjuna. „Sjáðu,” Jan benti, „þarna er Hafgol- an, bátur þjónsins, manstu ekki, Hank Rudman?” „Það er satt,” svaraði Gerald. Þau horfði á bátinn smástund en það var engin hreyfing um borð. „Komdu,” sagði hann óþolinmóður. 17- tbl. Vikan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.