Vikan


Vikan - 26.04.1979, Qupperneq 62

Vikan - 26.04.1979, Qupperneq 62
PÓSTURIM Tískuteiknun Kæri Póstur! Hvers vegna hafið þið ekki meira af hljómsveitum í Vikunni? Getur þú birt heimilisfang hjá einhverju færeysku blaði? Er tísku- teiknun kennd á íslandi? Ef svo er, hvar þá? Hvernig er skriftin og stafsetningin? s.Ó. Tískuteiknun er ekki hægt að læra að fullu á íslandi, en forskólinn hjá Myndlista- og handíðaskólanum er talinn nokkuð góð undirbúnings- menntun fyrir frekara nám á því sviði. Reyndu að skrifa færeyska blaðinu Dimmalætting, Tórshavn, Foroyar og Mynda- blaðin NÚ, Tórshavn, Foroyar. Það er svo sannarlega erfitt að gera öllum til hæfis hvað varðar efnisval í blaðinu, en sumum mun nú þykja orðið nóg um skrif um popp og annað því skylt. En við reynum eins og áður að uppfylla óskir flestra sem kostur er hverju sinni. Skriftin og stafsetningin mætti batna nokkuð enn. Hann var hvorki með flís né flugu Hæ, elsku Póstur! Við höfum skrifað þér einu sinni áður, og það birtist í einu janúarblaðinu undir dulnefninu „tvœr fáfróðar". Við þökkum þér að sjálfsögðu kœrlega fyrir birtinguna. Við áttum alls ekki von á því, að þú mundir svara, því þegar við lásum bréfið á prenti, fannst okkur þetta alveg einstaklega heimskulegt bréf. (Enda var svarið frá þér eftir því). En ástæðan fyrir því, að við erum að skrifa þér aftur, er sú, að þú misskildir spurninguna í bréfinu svo hræðilega, að við erum alveg miður okkar síðan við lásum svarið. Við spurðum, hvað það þýddi að blikka. Það er nefnilega þannig, að strákurinn, eða „veslings maðurinn ”, eins og þú kallaðir hann, var alls ekki með fís eða flugu í auganu. Hann bað aðra okkar að blikka til sín og blikkaði svo sjálfur á móti. Getur þú sagt okkur, hvað hann meinti með þessu? Jæja, við vonum bara, að þú svarir þessu, úr því að þú varst svo elskulegur að svara hinu, Og svo í lokin biðjum við þig að lesa úr skrift beggja, ef þú vildir vera svo góður. Kveðja. Tvær fáfróðar. Það er þetta sígilda — einn heimskingi getur spurt meira en tíu vitringar geta svarað. Annars fannst Póstinum bréfið ykkar ekkert heimskulegra en margt annað, sem fyrir hans gömlu og þreyttu augu hefur borið. Mikið er annars gleðilegt að öðlast fullvissu um að hvorki hafi verið flís eða fluga í auganu. Þá hlýtur þarna að vara um ein- hverja mun þægilegri skýringu að ræða, til dæmis að þessi glað- lyndi ungi maður hafi þarna reynt að gefa i skyn ólæknandi ást á viðkomandi kvenveru, eða jafnvel að hann hafi verið að æfa sig fyrir árás á sína einu sönnu. Pósturinn leggur til að þið spyrjið manninn bara sjálfan, hvað hann hafi átt við með þessu blikki, því alltaf er best að öðlast vitneskju frá fyrstu hendi. Þó ekki væri nema smámóðgun! Kæri Póstur! Mig langar bara að biðja þig að birta þessa mynd fyrir mig I tilefni af Travolta-œðinu. Reyndar er þessi mynd ekkert sérstök, því að ég teiknaði hana sjálf. Ég hef tvisvar skrifað þér, og fékk ég svar við öðru bréfinu, en ekki hinu, en það skrifaði ég fyrir stuttu. Og mig langar að fá þína skoðun á myndinni, þó það væri ekki nema smámóðguh. Bæ, bæ, Ein með Travolta-æði. Skoðun Póstsins á myndinni— ja, Póstinum finnst hún bara alveg sérlega lík Travolta. Tókstu hana nokkuð í gegn? Var þetta annars nægileg smá- móðgun? Hvar er meyjarhaftið? Kæri Póstur! Þetta er í fyrsta sinn, sem ég skrifa þér. Ég er mjög fáfróð sveitastelpa. Ég er orðin 14 ára og ekki einu sinni byrjuð að fá blæðingar. Er það óeðlilegt? Svo er það annað, sem ég hef svo mikla minnimáttarkennd út af. Ég er ekki með nein brjóst. Stelpur, sem eru ári yngri en ég, eru með stærðar brjóst. Hvað er meyjarhaft, og hvar er það? Er nauðsynlegt að láta fjarlægja meyjarhaftið? Hvað er hægt að gera til þess að losna við hár undan höndunum? Verður ekki rætt um blæðingar og notkun getnaðarvarna og fleira, sem viðvíkur táningum, íþættinum Börnin og við, sem erf Vikunni? Ef svo er ekki, er þá ekki hægt að hafa einhvern þátt um þetta, því að ég veit, að það eru mjög margir unglingar, sem óska eftirsvona þætti I Vikuna. Elsku góði Póstur, birtu þetta bréf eins fljótt og hægt er, því ég bíð eftir svari. Fáfróð sveitastelpa. Það er alls ekkert óeðlilegt við það að þú skulir ekki vera farin að hafa blæðingar ennþá, og sama má segja um brjóstastærð- ina. Yfirleitt fylgist þetta tvennt nokkuð að og þú ert ef til vill eitthvað seinni í líkamlegum þroska en vinkonur þínar. Þú getur alveg verið róleg í tvö ár í viðbót. Það er svolítið erfitt að útskýra hvað meyjarhaftið er í bréfadálki, en allt má reyna. Það er einskonar þunn himna, sem lokar legopinu að mestu leyti hjá konum, sem ekki hafa haft samfarir. Meyjarhaftið hverfur við fyrstu samfarir og það er sárasjaldgæft að leita þurfi hjálpar læknis til að fjarlægja það. Hár undir höndunum getur þú fjarlægt með háreyðingarkremi, en þú ættir að forðast að raka það af. Það er nú einmitt til athugunar að hafa um þennan aldur einhverja fróðleiksmola í þættinum Börnin og við og vonum við að það verði þér að einhverju gagni. Því var haldið fram við Póstinn hér um árið að það þyrfti einungis að fræða borgarbörn um þessi mál, því börn í sveit lærðu þetta allt af sjálfu sér af daglegri umgengni við dýr, en þú virðist einmitt lifandi dæmi um hið gagnstæða. bZ Vikan 17-tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.