Vikan


Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 33

Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 33
HÓTEL Á COSTA DEL SOL PLAYAMAR ibúðahótelið „Playamar" er í Torremolinos, sem er forn fiskimannabær með sérkennilegt bæjarlíf og t.d. þá matstaði, sem bjóða besta fiskrétti á öllum Spáni. Bærinn ber að nokkru svip þess tima, þegar veldi mára bar hæst, og þar í grennd hefur mikil alúð verið lögð við að varöveita fornan márakastala, sem er einn þeirra staða, sem erlendir gestir heimsækja hvað mest. „Playamar" býður upp á fjölda íbúða, sem ætlaðar eru 2-6 manns. i hverri er setu- stnfa/borðstofa með arni auk eldhúss með öllu, sem til þarf, og einu eða tveim svefn- herbergjum. Þar sem svefnherbergi eru tvö, er bæði um kerleug og steypibað að ræða. Þá má bæta við legubekk í íbúðirnar, ef fjölskyidur eru stærri en að ofan getur. Á hverri íbúð eru auk þess svalir, og ekki má heldur gleyma sjálfsagðri loftkælingu. Sími er auðvitað i hverri íbúö. „Playamar" er ein stærsta byggingarsamstæða sinnar tegundar á Spáni og þótt víðar væri leitað. Þar er um 22 háhýsi að ræða og standa þau í garði, þar sem gróðurfar minnir á hitabeltið. 'n „Playamar” er frammi við sjó og aðeins stuttur spölur inn í miðborg Torremolinos. Raunar er hótelið við bestu baðströndina á þessum slóðum, sem er í aðeins 25-150 metra fjarlægð, en vegalengdin veltur á því að hvaða húsi hver einstakur býr — en alltaf er leiðin aðeins steinsnar. En vilji menn ekki fara í sjóinn, en baöa sig samt, þá er önnur lausn auðfundin, þvi að hótelið hefur yfir fleiri en einni sundlaug að ráða fyrir fullorðna — þar á meðal þeirri stærstu á Costa del Sol — en auk þess er þar sundlaug við hæfi barna. Fyrir þörfum þeirra er líka séð með leikvelli. „Playamar" er eins og lítið ríki í ríkinu, því að íbúarnir þurfa í rauninni ekki að sækja neitt út fyrir „múrana" — þar eru veitingasalir og vinsælar vinstúkur, bátar, sem hægt er að taka á leigu, vatnahjól eða venjuleg reiðhjól, ef menn vilja bregða sér bæjarleið á slíku farartæki. Strætisvagnar ganga líka til „Lækjartorgs" Torremolinos á 30 mín. fresti. Það má Ijóst vera af þessari upptalningu, að „Playamar" býður upp á eitthvað handa öllum — svalandi sjávarströnd fyrir fótum manna, fögur fjöll að baki og Ijósadýrðina í Torremolinos og tign hins forna Spánar á þrjá vegu. LA COLINA Glæsilegt ibúöahótel meö stórkostlegu útivistar- svæði í útjaöri Torremolinos. Allar íbúðir og stúdíó eru mjög rúmgóð meö vel útbúnu eldhúsi, góðu baö- herbergi og svölum meö hafsýn. Á jaröhæö eru stórir og glæsilegir salir og setustofur, veitinga- staöir, kaffihús, barir, næturklúbbur, hárgreiðslu- stofa, matvöruverslun, bílaleiga og verslanir. Allar byggingarnar eru loftkældar. Otivistarsvæðiö er eitt þaö besta sem til er á Costa del sol, grænar grundir, pálmatré og blómaskrúð. Sundlaugar (þar af ein upphituö), barnalaug og leiksvæöi fyrir börn. ^ ■ SUNNA HÓTEL Á COSTA BRAVA I / HÓTEL CARIBE Vingjarnlegt hótel í hjarta Lloret de Mar, 100 m frá baðströndinni. ROYAL LLORET Nýtt íbúðahótel, aðeins steinsnar frá baöströnd- inni i Lloret de Mar. í næsta nágrenni er ótölulegur fjöldi veitinga- og skemmtistaða. Verslanir eru margar, meö fjölbreyttan varning á góöu verði, m.a. tískuvörur frá Frakklandi. Ekki má heldur gleyma Tívolí, sem er þarna skammt frá. íbúðirnar eru 3 og 4 svefnherbergi ásamt stofu, eldhúsi og baöi, einkum hentugar fyrir fjölskyldur með börn og ungt fólk, sem vill ferðast saman í glöðum hópi. / TRIMARAN Mjög góöar nýjar íbúðir, frábærlega vel búnar húsgögnum og I alla staöi vistlegar, þar sem fólki getur liðiö vel, viö hlýlegar, heimilislegar aðstæöur. Allar eru íbúðrnar með flísalögðum baöherbergj- um, eldunaraöstöðu með kæliskápum. Allar með svölum. Frá byggingunum er skammt á baðströnd- ina eða aðeins um 200 metrar. Hægt er að velja um tveggja manna íbúöir (stúdíó), tveggja til fjögurra manna, með svefnherbergi og stofu og stærri fjöl- skylduibúöir með tveimur svefnherbergjum og stofu. Sundlaug er viö byggingarnar til afnota fyrir gesti þeirra. Verslanir eru í byggingunum á jarðhæðum, en auk þess er mikill fjöldi verslana og skemmti- staða í nágrenninu. Barir, matsölustaöir og hár- greiöslustofa eru við hendina. HÓTEL í PORTÚGAL VALE DO SOL Þetta eru nýjar og skemmtilegar ibúðir í Estoril. Þetta er aparthótel þ.e. ibúðir með hótelþjónustu. Ibúðir fyrir 2 til 4 og eru allar með eldhúsi, baði og svölum. Loftkæling er í ibúöunum. Á hótelinu er veitingastaður, verslun, hárgreiöslustofa og sund- laugin er upphituð. Um 10 mín. gangur að strönd- / V LONDRES Þetta hótel er i Estoril og er um 5 mín. gang frá strönd. Þar er hálft fæði. Á þessu hóteli eru 72 tveggja manna herbergi öll meö baöi, síma og svöl- um. Sundlaug er i garðinum. PALACIO Þetta er eitt glæsilegasta hótel, sem hægt er að finna í Portúgal og er um 40 ára gamalt. i glæsileg- um garði þess er upphituð sundlaug. Hótelið er 5 stjörnur og hýsir um 300 gesti. Þar er hálft fæði. VALBOM Þetta hótel er í Cascais og er mjög nýtískulegt og er rétt við ströndina og um leiö alveg i miðbænum. Fjöldi verslana og veitingastaða í næsta nágrenni. Þetta hótel er meö 45 tveggja manna herbergjum og eru þau öll með baði. Á þessu hóteli er morgun- verður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.