Vikan


Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 17

Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 17
Á KROSSGÖTUM draga úr glæsileikanum, ha, ha, ha. Hljómsveitin spilaði lög sem voru orðin svo gömul að þau voru komin aftur i tísku. Fólkið i dökku fötunum og síð- kjólunum masaði saman, hló ljúflega og lyktaði vel, það drakk kampavín við kringlótt borðin, dansaði og talaði á gula steingólfinu og klappaði þegar flassljósin lýstu upp stjörnur kvöldsins. Deedee var í hátíðarskapi en mjög einmana. Niðri var anddyrið fullt af áhorf- endum, bæði dönsurum og öðrum sem biðu þess að sjá veislugesti mæta. Það var auðvelt að greina dansarana frá hinum, þeir stóðu allir með fæturna í V. Neðst í marmarastiganum sem lá upp á miðhæðina var grænn flauelskaðall og honum var ekki lyft nema fyrir þá sem voru með boðskortin með gylltu köntunum. Adelaid'* var ekki með neitt boðskort og ekki heldur Michael eða Peter. Eitt augnablik óskaði Michael þess að græni kaðallinn yrði ekki tekinn frá. Það hefði verið fróðlegt að sjá hvernig Adelaide yrði við. En það fór ekki milli mála að smókingklæddir dyraverðirnir vissu hver hún var. Þeir hneigðu sig meira að segja lítillega þegar hún og fylgdarsvein- ar hennar gengu upp stigann. Rétt fyrir utan reipið beið Emilía eins og hálf rugluð eftir að Arnold kveddi þá sem hann var að tala við. Hún vissi að hún hafði verið á sviðinu, hún vissi að hún hafði farið í nýja kjólinn, en hún vissi ekki alveg hvað hafði gerst. Hún vissi varla hvar hún var eða hvaða fólk þetta var, sem Arnold var að tala við. Ó, jú, þetta voru foreldrar hans, herra og frú Berger. Hin perulöguðu Bergerhjón voru ekki nógu gömul til að vera farin að líkjast hvort öðru en það gerðu þau samt, þau voru bæði bláklædd og bæði jafn stolt á svip. Arnold leyfði móður sinni að kyssa sig i tíunda sinn en faðir hans hristi hönd Emilíu aftur og aftur. Svo kyssti herra Berger riddaralega á hönd Emilíu, sjálfum sér til mikillar furðu. Hann var ekkert líkur Wayne í útliti. Samt var hann eins og Wayne og hún kyssti hann. Frú Berger þrýsti sér að herra Berger, ennþá ánægðari, og þau horfðu á unga guðinn þeirra og gyðjuna hans leggja af stað upp brattann í átt að frægð og frama, ríkidæmi og barna- börnum. Veislugestir klöppuðu ákaft þegar Emilia og Arnold birtust en það kviknaði ekki á nema einni flassperu svo Arnold teymdi hana út á gólfið og sveiflaði henni fram hjá ljósmyndurun- um. Lófatak dundi við og meira að segja heyrðust nokkur fagnaðaróp. Ljósmynd- ararnir sneru sér allir að stiganum: Yuri var mættur með Carolyn. Hún lyfti síðum og viðum kjólnum upp með annarri hendi. Hún stillti sér fallega upp en Yuri bjó sér til yfirvaraskegg úr fjaðratreflinum hennar. Carolyn gerði sér upp hlátur. Hann lét eins og kjáni af því að hann var of litil, og af því að hann var of litíll var kjóllinn hennar nú of síður. í þokkabót lét hann hana elta sig yfir dans- gólfið að borðinu þeirra og hann var meira að segja svo ósvífinn að nema staðar og veifa til Emilíu sem dansaði framhjá. En vesalings stúlkan var ekki nógu snjöll að veifa til baka. Hún var líka nógu lítil fyrir Yuri og það fúlsaði enginn við Y uri sem mótdansara. Þaðan sem Deedee sat við borð Adelaide gat hún ekki séð hvort Emilía var með litla gullhjartað eða ekki. Þegar Peter hafði komið til þess að fylgja henni að borðinu hélt hún fyrst að Emma hefði sent hann. En Emma var ekki komin í veisluna. Hún myndi sennilega ganga í salinn með mikilli viðhöfn, til þess var kjóllinn gerður. Það hlaut því að vera að Adeilaide hefði látið sækja hana — og það þýddi að F.milia hlaut að hafa staðið sig með mikilli prýði. „Skál fyrir Emilíu, elskan!” Adelaide lyfti kampavínsglasinu sínu. Peter og Michael gerðu slíkt hið sama en Deedee lyfti vodkanu sínu. „Sagan endurtekur sig og guð minn góður, hvort ég er ekki búin að lifa nógu lengi til að sjá það sjálf!” Mjóslegið andlit Adelaide Ijómaði. „Þetta er önnur kynslóðin í okkar fjölskyldu. Og í þinni auðvitað.” Hún klappaði Deedee á handarbakið. „Jæja þá, hvað eigum við að gera við litlu ballerínuna okkar?” „Ballettinn hans Amolds?” lagði Michael til. „Hún gerir ekki mikið meira í því sem Við bjóðum yður nytsamar vörur til FERMINGARGJAFA Skatthol — Kommóður í ýmsum stærðum — Skrifborð — Skápar undir hljómtœki — Svefn- bekkir — Stakir stólar í mörgum gerðum — Veggeiningar. JÓN LOFTSSON H/F HRINGBRAUT121 SÍM110600 - 28601 17. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.