Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 45
Sáriö á fætinum greri hægt, það var
eins og það væri brennt, en sársaukinn
og stirðleikinn var horfinn og fóturinn
angraði hana ekki þegar hún gekk.
Hún varð undrandi þegar hún kom
auga á lága bryggju, sem lá út í skjól-
góða víkina en það var enginn bátur
bundinn við hana.
Þegar Jan kom aftur í kofann fór hún
i bikiní-baðföt og teygði úr sér í hitanum
til þess að baða sig í sólinni.
Hún hafði ekki séð Gerald síðan hann
hafði látið hana úr við kofann með fyrir-
mælum um að hugsa um hann til til-
breytingar.
Það heyrðust hlátrar og raddir þegar
sex fiskimannabörn komu hlaupandi út
úr skóginum og niður á ströndina, ekki
langt frá kofanum.
Þau stönsuðu snögglega, þegar þau
komu augu á hana, og stóðu kyrr, feimin
og á báðum áttum.
Jan brosti til þeirra. Börnin endur-
guldu ekki brosið en þau hlupu ekki
heldur í burtu.
„Komið,” kallaði Jan. „Ég skal gefa
ykkur sælgæti.” Þau nálguðust hana,
flissuðu feimnislega og hún brosti hvetj-
andi. Það væri ágætt að vingast aftur
við nágrannana.
Inni í kofanum tók hún brjóstsykurs-
dós ofan af hillu. Hún rak augun í
myndavélina. Hún var enn opin eins og
þegar hún hafði fundið hana.
„Halló,” kallaði hún til barnanna. „Ég
fékk góða hugmynd. Ég ætla að taka
mynd af ykkur.”
Hún gaf þeim sælgætið og tók upp
myndavélina. Það lágu tvær filmur hjá
vélinni og hún setti aðra þeirra í, ánægð
með hugmyndina.
Hún var með öll tæki til framköllunar
og pappírsprentunar. Myndir af börnun-
um myndu svo sannarlega mýkja for-
eldrana.
Börnin brostu og klöppuðu saman
höndunum meðan Jan tók mynd af
hverju fyrir sig.
„Komið á morgun og náið í myndirn-
ar,” kallaði hún um leið og þau flýttu sér
í burtu.
Jan blandaði strax saman efnunum og
vafði filmunni varlega inn í framköllun-
arbrúsann.
Hún tók nákvæmlega tímann á
hverju þrepi framköllunarinnar og hellti
þolinmóð mörgum lítrum af vatni í
gegnum brúsann til þess að hreinsa film-
una.
Hana vantaði rafmagn fyrir prentun-
artækin en hún var viss um að Gerald
myndi leyfa henni að nota eldhúsið sitt.
Það myndi ekki taka langan tíma.
Hún opnaði brúsann og tók filmuna
varlega út. Hún var alveg svört. Jan hélt
henni upp í ljósið en það var ekkert á
henni — ekki minnsti vottur um nokkr-
ar útlinur.
Hún kastaði filmunni á borðið í ör-
vinglan. Hún athugaði myndavélina,
það virtist vera allt í lagi með hana og
líka brúsann.
Hún var viss um að hún hefði blandað
framköllunarvökvann rétt. Hún hafði
gert það svo oft áður.
Hún tók nýja filmu úr tækjakassan-
um, setti hana í myndavélina og tók
myndir af því sem fyrir augu bar. Síðan
fór hún þolinmóð í gegnum alla
framköllunina aftur.
Þegar hún tók filmuna úr brúsanum
voru skarpar myndir á henni hver ein-
asta lína skýr.
Jan starði á hana. Hvað var að fyrstu
filmunni? Hún hafði verið á hillunni,
ekki í kassanum, en hún hafði verið inn-
pökkuð og umbúðirnar voru ekki
skemmdar. Þá mundi hún að hún hafði
sett tvær filmur í vasann þegar hún fór
út að taka myndir af skjaldbökunni
Hún leitaði að hinni og fann hana í vas
anum á buxunum sem hún hafði verið
þennan dag.
Hún framkallaði hana eins og hún
hafði gert við hinar. Þegar þriðja filman
kom út úr brúsanum, kolsvört, var hún
gagntekin ísköldum grun. Hún lagði
hana hjá hinum og starði á þær.
Hún rifjaði vandlega upp atburðina í
huganum, raðaði öllu saman og neitaði
að samþykkja svarið, sem nú var degin-
Enskir fótboltaskór WINIT -
Malarskór
Júpiter stærðir 34-38 kr. 5.950.
Grasskór m/skrúfuðum tökkum
Comet stærðir 36-42 kr. 6.980.
Otrúlegt verð
Grasskór m/skrúfuðum tökkum
Wolf stærðir 39-44 kr. 9.500
EINNIG:
Æfingaskór
Æfingagallar
Æfingapeysur
Æfingabolir
Æfingabuxur.
’nsTuno & sportvöruverzlur
AUSTURVERI Háaleitisbraut 68 Sími 8-42-40
Næg
bílastæði
Póstsendum
X7. tbl. Vlkan 45