Vikan


Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 10

Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 10
AÐ VERA FAÐIR Sú fjölskyldugerd, sem tíðkast á Vestur- löndum í dag, er oft nefnd kjarnafjölskylda. Hún er samsett af móður, föður og ef tíl vill af börnum. Afar, ömmur, frændur, frænkur og önnur skyldmenni tílheyra ekki beinlinis kjarnafjölskyldunni, því þau búa yfirleitt ekki á sama stað og fjölskyldan og taka ekki beinan þátt í lifi fjölskyldunnar. Fjölskyldan er orðin lítíl fjölskylda, sem á að sjá um sig sjálf og lifa sínu eigin lífi, óháð áreitni annarra. Kjarnafjölskyldan hefur byggst á þvi, að karlmaðurinn sé fjarlægur henni tímum saman og sé sá, sem sjái um efnahagslega og félagslega stöðu fjölskyldunnar, en börnin hafa verið skil- greind á yfirráðasvæði konunnar. Hvar er faðirinn i þessu spili? Faðirinn hefur gleymst Innan sálfræðinnar hafa verið skrifaðar þykkar bækur um mikilvægi þess að nýfætt barn hafi náin tilfinningatengsl við einn eða örfáa fullorðna. Það hafa einnig verið skrifaðar bækur um, hvað gerist, ef börn fara á mis við þessa tilfinningalegu bindingu i frumbernsku. Mest af þessari umfjöllun hefur snúist um tilfinningaleg tengsl móður og barns, faðirinn hefur ekki verið tekinn með í reikninginn, hann hefur hreinlega gleymst. Það væri kannski réttara að orða þetta svolitið öðruvísi og segja, að þeir karlmenn, sem mest hafa skrifað þessar bækur og framkvæmt þær rannsóknir, sem gerðar hafa verið, hefðu gleymt að gera ráð fyrir sjálfum sér og því, að þeir ættu að hafa mikilvægu hlutverki að gegna gagn- vart börnum sínum. Það er mikilvægt fyrir lítið barn að bindast einni eða örfáum manneskjum í frumbernsku. Það skiptir hreinlega öllu máli fyrir alla seinni þróun barnsins, hvort sem um er að ræða félagslega, vitsmuna- lega eða tilfinningalega þróun. En það fyrirfinnst enginn vísindalegur grundvöllur fyrir því, að þessi manneskja þurfi að vera líffræðileg móðir barnsins. Þessi manneskja getur alveg eins verið faðir barnsins. Að vera án föður Heimur langflestra feðra er algjörlega fyrir utan fjölskylduna. Hann fer eld- snemma á morgnana og kemur heim seint á kvöldin. Faðirinn er fjölskyldan út á við. Hann á að sjá fjölskyldunni farborða, hafa hana á framfærslu og sjá um félagslega stöðu hennar. Karlmaðurinn hefur ekki skilgreint sjálfan sig með tilliti til barna- uppeldis og föðurhlutverks síns, hans skil- greining á við vinnu og félagslega stöðu („karrier”). Faðirinn er fjarverandi. Móðirin á hins vegar að vera nálæg, og þar sem samfélagið byggist upp á kjarnafjöl- skyldunni hefur verið reynt að ýta undir þessa fjölskylduuppbyggingu með því að hafa áhrif á tengsl mæðra við börn sín. Þannig hefur líka orðið til fjöldinn allur af goðsögum um mæður, góðar mæður og vondar mæður. Flest börn, sem alast upp í dag, eru þvi að miklu leyti „föðurlaus” þ.e.a.s. faðirinn er fjarverandi frá heimilinu og tekur ekki virkan þátt í uppeldi barna sinna vegna þess hlutverks sem honum er ætlað í samfélaginu. Honum er ekki ætlað að tengjast nánu tilfinningalegu sambandi við börn í frumbernsku. Það er mikil synd, ekki bara fyrir börnin — kannski er það.allra verst einmitt fyrir hann sjálfan, þar sem honum er meinað að taka á móti þeirri hreinustu og ósviknustu ást, sem til er, — ást, sem börn ein eru fær um að veita. Einstæðar mæður og „einstæðir" feður. Það má að mörgu leyti líkja saman ástandi einstæðra mæðra og hefðbundinna feðra í nútíma kjarnafjölskyldu. í vissum skilningi eru feður því líka „einstæðir”. Það er oft erfitt að vera einstæð móðir. Hið erfiða er í rauninni ekki, að móðirin sé einstæð, heldur eru það þau skilyrði, sem samfélagið býður einstæðum mæðrum upp á, sem gerir það erfitt fyrir einstæðar mæður að ala börn upp. Ennfremur er það sú staðreynd, að samfélagið gerir ráð fyrir því, að kjarnafjölskyldan sé sú fjölskyldu- gerð, sem allt á að byggjast á. Það eru margar aðstæður, sem hafa bein áhrif á tækifæri einstæðra mæðra til að sjá fyrir góðum uppvaxtarskilyrðum. Margar mæður verða að hafa tvöfalda vinnu og þar með ótrúlega langan vinnudag. Oft vinna þessar konur störf, sem þeim þykja leiðin- leg og vinna þau meira af nauðsyn en ánægju. Þær hafa oft minni krafta aflögu, þegar heim kemur vegna ofþreytu. Auk þess eru þeir tímar, sem eftir eru af sólar- hringnum, þeir tímar, sem fara í svefn og bráðnauðsynlegt heimilisstúss. Flestir feður búa við svipuð skilyrði og einstæðar mæður. Mikið vinnuálag, litla krafta aflögu og lítinn frítíma. Að vera góður faðir eða móðir er ekki einungis spurning um góða persónulega eiginleika. Það er líka spurning um sam- félagslegar aðstæður, sem ekki eru á ábyrgð hins einstaka manns. Aðstæður barna og foreldra geta verið það slæmar, að það sé næstum því ómögulegt að vera góður faðir eða góð móðir. Móðurhvöt Það hefur áður verið minnst á, að fræði- bækur hafi fjallað mikið um tengsl á milli IO Vikan 17. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.