Vikan


Vikan - 26.04.1979, Síða 24

Vikan - 26.04.1979, Síða 24
Þöra. Spurt um allt milli himins og jarðar Á 03 sitja sjö talsímaverðir önnum kafnir fyrir framan risavaxna spjald- skrá . . Þær Þóra Marinósdóttir, yfir- varðstjóri, Unnur Laufey Jónsdóttir, talsímavörður og Guðrún Þorvalds- dóttir, varðstjóri, tóku samt beiðni blaðamanns um ofurlítið spjall ljúflega, enda alvanar að sinna fyrir- spurnum af hinum ólíkasta toga. — Þó að nafnið, Upplýsingar um ný og breytt símanúmer, gefi í rauninni i skyn afar takmarkað verksvið, fáum við fyrir- spurnir um allt milli himins og jarðar. — Hér í bæ virðist vera meira af einmana fólki en nokkurn órar, fólki, sem hefur brýna þörf á að komast í samband við aðrar manneskjur. Margt af þessu fólki er kannski gleymt af þjóðfélaginu, ættingjum og vinum, og hefur engan til að ræða sín vandamál við. Það heyrir vingjarnlega rödd og fer að tjá sig, en það liggur í augum uppi, að við höfum engan tíma til að sinna því, þó við fegnar vildum. Það væri því ekki vanþörf á að koma upp sérstakri símaþjónustu fyrir svona fólk, eins og tíðkast viða erlendis. — Spjaldskránni okkar er skipt í tvennt. Efri skráin er nafnaskrá, en sú neðri götuskrá. Hér eru 10 stúlkur á vakt í einu á tvískiptum vöktum, frá kl. 8 á morgnana til 10 á kvöldin. Þessi þjónusta hefur aukist mjög á undanförnum árum. Guðrún: — Þegar ég byrjaði hér fyrir 10 árum, vorum við 8 alls, nú erum við 25. — Og þetta á eftir að aukast, vegna sjálf- virkninnar fer að verða nauðsynlegt að þjóna hér öllu landinu, en nú þjónum við aðeins Stór-Reykjavíkursvæðinu. Auglýsa undir öðru nafni — Eitt af okkar stærstu vandamálum er það, að fólk veit ekki að hverju það á að leita. Mörg fyrirtæki auglýsa sína þjónustu undir allt öðru nafni en síminn er skráður. Við getum tekið sem dæmi bílaumboð, sem hefur auglýst mjög mikið að undanförnu, en þar er bara ákveðinn maður skráður fyrir símanum, en ekki bíltegundin. Eins er með sumar verslanir, þær hafa ekki fengið heiti sitt skráð í firmaskrá, og fá það þess vegna heldur ekki í símaskrána. Við 14 Vlkan 17. tbl. 03.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.