Vikan


Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 26

Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 26
„Ég vona ...” byrjaði þernan. Þá sneri hún sér við og horfði lengi og dapurlega á svörtu fötin hennar ömmu og svörtu kápuna og pilsið hennar Fenellu, svörtu blússuna og hattinn með sorgarslæðunni. Amma kinkaði kolli. „Það var guðs vilji,” sagði hún. Pictonbáturinn átti að leggja af stað kl. hálftólf. Kvöldið var fagurt, milt veður og stjörnubjart. Það var aðeins, þegar þau komu út úr leigubílnum og gengu niður Gömlu bryggju, sem skagaði út í höfnina, að gola af sjónum ýfði hárið á Fenellu, svo að hún varð að halda í hattinn. Það var dimmt á Gömlu bryggju, mjög dimmt. Ullarskemm- urnar, nautgripavagnarnir, kranarnir, sem gnæfðu til lofts, og litla, kubbslega eimvélin virtist allt sem skorið út úr þéttu myrkrinu. Á stöku stað héngu ljós- ker á ávölum viðarstópum, sem líktust stilkum risastórra, svartra sveppa, en þau virtust hrædd við að úthella feimnis- legu og titrandi ljósi sínu út í allan þennan sorta og loguðu rólega eins og fyrir sjálf sig. Faðir Fenellu gekk hröðum, spenntum skrefum. Við hlið hans flýtti amma sér og það skrjáfaði I svörtu, síðu kápunni hennar. Þau fóru svo hratt, að við og við þurfti hún að taka óvirðuleg hopp til að hafa við þeim. Fyrir utan farangurinn, sem vafinn var saman í snyrtilegt bjúga, hélt Fenella dauðahaldi um regnhlif ömmu sinnar og hand- fangið, sem var í svanshöfuðslíki, lamdist stöðugt létt við öxl hennar eins og það vildi líka segja henni að flýta sér. Karlmenn með húfurnar niður í augu og kragann upp að eyrum hröðuðu sér fram hjá þeim og dúðaðar konur flýttu sér allt hvað aftók. Foreldrar fykktu reiðilega áfram á milli sin litlum dreng, en af honum stóðu aðeins dökkir hand- leggir og fætur út úr hvítu sjali. Hann leit út eins og lítil fluga, sem hafði dottið ofan í rjómann. Og svo allt I einu, svo skyndilega að bæði Fenella og amma hennar hrukku við, heyrðist að baki stærstu ullar- skemmunnar, sem reykský hékk yfir: Bú-ú-ú-... „Fyrsta píp,” sagði faðir hennar, og um leið birtist Pictonbáturinn þeim. Hann lá við dökka bryggjuna, allur sem perluskreyttur kringlóttum, gylltum ljósum og leit fremur út eins og hann ætlaði í siglingu meðal stjarnanna en út á hinn kalda sæ. Fólk þyrptist upp land- göngubrúna. Fyrst fór amma, þá pabbi og loks Fenella. Það var hátt skref ofan á þilfarið og gamall sjómaður í peysu, sem var þarna nálægur, rétti henni þurra, hrjúfa hönd. Þá voru þau komin. Þau tóku sig út úr fólksfjöldanum og stóðu undir litlum jámstiga og byrjuðu að kveðjast. „Hérna, mamma, hér er farangurinn þinn,” sagði faðir Fenellu og rétti ömmu annað umbundið bjúga. „Þakka þér fyrir, Frank.” „Og klefamiðarnir ykkar eru vísir?” „Já, góði.” „Og hinir miðarnir?” Amma þreifaði eftir þeim innan i hanskanum sínum og sýndi honum endana á þeim. „Það er gott.” Rödd hans var ströng, en Fenella, sem horfði áköf á hann, sá að hann var þreyttur og hryggur. Bú-ú-ú-ú- . . . Annað píp gall við beint uppi yfir höfðum þeirra og rödd heyrðist æpa: Einhverjir fleiri í land?” „Þú færir pabba kveðju mína,” sá Fenella varir föður síns segja. Og amma hennar svaraði mjög hrærð: „Auðvitað geri ég það, góði minn. Farðu nú. Þú verður annars eftir. Farðu nú, Frank, farðu nú.” „Þetta er allt í lagi, mamma. Ég á eftir þrjár mínútur.” Sér til undrunar sá Fenella, að faðir hennar tók ofan hattinn. Hann greip ömmu í fangið og þrýsti henni að sér. „Guð blessi þig, mamma,” heyrði hún hann segja. Og amma lagði höndina í svarta net- hanskanum, sem var gatslitinn á baug- fingri, á vanga hans og snökti: „Guð blessi þig, hugrakki sonur minn.” Þetta var svo hræðilegt, að Fenella SJÓFERÐIN sneri skyndilega baki í þau, kyngdi einu sinni, tvisvar og starði hvasst á græna stjörnu efst í mastrinu. En hún varð að snúa sér við aftur, pabbi hennar var að fara „Vertu sæl, Fenella, vertu góð stúlka.” Kalt, vott yfirskeggið á honum straukst við kinnina á henni. En Fenella greip í frakkakragann hans. „Hvað á ég að vera lengi?” hvíslaði hún kvíðin. Hann vildi ekki horfa á hana. Hann hristi hana vingjarnlega af sér og sagði blíðlega: „Við sjáum til með það. Hérna. Hvar hefurðu höndina?” Hann þrýsti einhverju I lófa hennar.” Hérna er skildingur, ef þú skyldir einhvem tíma þurfa á honum að halda.” Heill skildingur! Hún hlaut að vera að fara að heiman fyrir fullt og allt. „Pabbi,” æpti Fenella. En hann var farinn. Hann var sá síðasti, sem fór frá borði. Sjómennirnir tóku landgöngu- brúna á axlir sér. Gríðardigur, dökkur kaðall þaut I gegnum loftið og lenti með daufum dynk á bryggjunni. Bjalla hringdi, það hvein í blístru. Þögul, dökk bryggjan fór að renna, fór að líða hægt og hægt I burtu frá þeim. Nú var vatns- flaumur kominn á milli. Fenella starði af öllum mætti. Ætlaði þessi pabbi að snúa sér við? — eða veifa? — eða ganga bara einn áfram? Vatnsröndin breikkaði, dökknaði. Nú tók Picton- báturinn ákveðna sveigju og stefndi til hafs. Ekkert þýddi að horfa lengur. Ekkert var að sjá annað en fáein ljós og skífu borgarklukkunnar, sem virtist hanga í lausu lofti, og fleiri ljós, litlir ljósdeplar i dimmum hæðunum. Svalur vindurinn kippti í pils Fenellu, og hún fór aftur til ömmu sinnar. Sér til léttis sá hún, að amma var ekki lengur döpur. Hún hafði staflað farangurs- bjúgunum hvoru ofan á annað og sat nú á þeim, spennti greipar og hallaði ofurlítið undir flatt. Það var ákafur og glaðlegur svipur á andliti hennar. Nú sá Fenella, að varir hennar hreyfðust, og gat sér til, að hún væri að biðjast fyrir. En gamla konan kinkaði glaðlega kolli til hennar eins og hún vildi segja, að bæninni yrði brátt lokið. Hún aðskildi hendurnar, andvarpaði, spennti aftur greipar, beygði sig aftur áfram og hristi sig loks ofurlítið. „Og nú, barnið gott,” sagði hún og fitlaði við kjusuböndin sín, „held ég, að við ættum að fara að gá að klefanum okkar. Gakktu fast á eftir mér og gáðu að þér að hrasaekki.” 26 Vikan 17, tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.