Vikan


Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 27

Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 27
eftir Katherine Mansfield „Já, amma.” „Og gættu þess að festa ekki regnhlíf- ina í þilfarshandriðinu. Ég sá fallega regnhlíf, sem hafði brotnað í tvennt á þann hátt á leiðinni yfir um.” „Já, amma.” Dökkar skuggamyndir manna héngu við handriðið. Við glóðina úr pípum þeirra sást i nef eða húfu eða sperrtar augabrúnir. Fenella leit upp. Hátt uppi sá hún litla veru með hendurnar á kafi í vösunum á stutta jakkanum sínum stara beint út á sjóinn. Skipið vaggaði ofurlítið og henni fannst stjörnurnar vagga líka. Fölur skipsþjónn í línjakka, sem hélt bakka hátt á lofti, gekk nú út úr upplýstri dyragætt og leið framhjá þeim. Þær fóru inn um þessar sömu dyr. Varlega stigu þær yfir háan látúnsbryddan þröskuldinn ofan á gúmmímottuna og því næst niður svo hræðilega brattan stiga, að amma þurfti að setja báða fætur í hvert þrep og Fenella kreisti rakt látúnshandriðið og gleymdi alveg regn- hlífinni með svanshöfðinu. Amma stansaði neðan við stigann. Fenella var hálfhrædd um, að hún færi að biðjast fyrir aftur. En, nei, hún var bara að ná í klefamiðana. Þær voru í salnum. Þar var skjannabjart og kæfandi heitt. Þarna var lykt af málningu og brenndum kótelettu- beinum. Fenella óskaði þess, að amma hennar héldi áfram, en þeirri gömlu lá ekkert á. Hún kom auga á risastóra körfu með skinkusamlokum. Hún gekk að þeim og snerti þá efstu með fingrin- um. „Hvað kostar samlokan?” spurði hún. „Tvö pens,” grenjaði ruddalegur þjónn og slengdi frá sér hníf og gaffli. Amma gat varla trúað þessu. „Tvö pens stykkið?” spurði hún. „Einmitt,” sagði þjónninn og gaf félaga sínum bendingu. Amma var steinhissa á svipinn. Svo hvíslaði hún óánægð að Fenellu: „Hvílík ósvífni.” Og þær sigldu út um hinar dyrnar og eftir gangi með klefa á báðar hendur. Indæl skipsþerna kom á móti þeim. Hún var bláklædd frá hvirfli til ilja og kraginn hennar og ermalín- ingarnar voru hnepptar með stórum látúnshnöppum. Hún virtist þekkja ömmu vel. „Jæja, frú Crane,” sagði hún og lauk upp servantinum þeirra.” Þá höfum við fengið þig til baka. Það er ekki oft, sem þú lætur eftir þér að taka klefa.” „Nei,” sagði amma. „En í þetta sinn er það hugsunarsemi míns góða sonar.” „Ég vona . . .” byrjaði þernan. Þá sneri hún sér við og horfði lengi og dapurlega á svörtu fötin hennar ömmu og svörtu kápuna og pilsið hennar Fenellu, svörtu blússuna og hattinn með sorgar- slæðunni. Amma kinkaði kolli. „Það var guðs vilji,” sagði hún. Þeman lokaði munninum og andaði djúpt að sér og virtist þenjast út. „Ég segi nú alltaf,” hún talaði eins og hún væri að gera sjálfstæða uppgötvun, „við verðum að fara, fyrr eða seinna, eitt og sérhvert okkar, það er víst og satt.” Hún þagnaði. „Jæja, frú Crane, get ég fært þér eitthvað? Tebolla? Ég veit, að það þýðir ekkert að bjóða þér smávegis verulega yljandi.” Amma hristi höfuðið. „Ekkert, þakka þér fyrir. Við erum með nokkrar kexkökur og Fenella á indælan banana.” „Þá lít ég til ykkar seinna,” sagði þernan og fór út og lokaði á eftir sér. En hvað klefinn var lítill. Það var eins og að vera lokuð inni í kassa með ömmu. Dökka, kringlótta augað fyrir ofan servantinn starði dapurlega á þær. Fenella varð feimin. Hún stóð upp við hurðina og hélt ennþá dauðahaldi á regnhlífinni og farangrinum. Áttu þær að hátta þarna inni? Amma hafði þegar tekið af sér kjusuna og vatt upp böndin og festi þau með prjónum við brydd- inguna áður en hún hengdi kjusuna upp. Hvíta hárið hennar skein eins og silki. Svart net var yfir litla hnútnum í hnakkanum. Fenella sá hana varla nokkurn tíma berhöfðaða. Hún leit ein- kennilega út. „Ég skal setja upp netið, sem blessunin hún mamma þín heklaði handa mér,” sagði amma og spretti upp farangursbjúganu, tók netið út og sveipaði því um höfuð sér. Grátt kögrið lék um augabrúnir hennar um leið og hún brosti blíðlega og sorglega til Fenellu. Síðan hneppti hún frá sér treyjunni og einhverju innanundir og einhverju þar innanundir. Síðan átti amma í dálitlum átökum og stundi ofur- lítið við. Snipp, snapp, hún hafði losað MMMMHHMMMIMMMMMMMM ■■MHM—MMMMMMMMMMMMM| um magabeltið. Hún andvarpaði ánægjulega og sat nú á plussbekknum og tók hægt og varlega af sér stígvélin með teygjunni í hliðunum og stillti þeim upp hlið við hlið. Þegar Fenella var farin úr pilsinu og kápunni og komin í flónelsnáttsloppinn sinn, var amma alveg tilbúin. „Verð ég að fara úr stígvélunum, amma. Þau eru reimuð.” Amma horfði andartak íhugandi á þau.” Þér liði miklu betur, ef þú gerðir það, barn,” sagði hún. Hún kyssti Fenellu.” Gleymdu nú ekki að lesa bænirnar þínar. Góður guð er með okkur á sjá, jafnvel meira en á þurru f landi. Og vegna þess, að ég er svo vön ferðalögum,” sagði amma hressilega,” skal ég fara í efri kojuna. „En, amma, hvernig í ósköpunum kemstu þangað upp?” Þrjár örmjóar stigareimar var allt, sem Fenella sá. Gamla konan hló lágt áður en hún klifraði rösklega upp þær, og hún ; gægðist yfir háan kojustokkinn á hina undrandi Fenellu. „Þú hélst ekki, að amma gæti gert þetta?” sagði hún. Og þegar hún hallaði sér afturábak, heyrði Fenella léttan hlátur hennar aftur. Harða, brúna, ferkantaða sápan vildi ekki freyða og vatnið i flöskunni var eins j og blátt hlaup. Hvað það var líka hart að skríða inn undir stíf lökin, maður varð hreinlega að rífa sér leið á milli þeirra. Loks var hún komin á milli þeirra. og meðan hún lá þarna og kastaði mæöinni heyrði hún lágt, langdregið hvísl úr efri kojunni eins og einhver leitaði einhvers afar, afar gætilega í mjúkum pappír. Þetta var amma að lesa bænirnar sín- ar... Löng stund leið. Þernan kom inn. Hún gekk hljóðlega og lagði höndina á rúmstokk ömmu. „Við erum alveg að fara í gegnum sundið.” „Ó.” „Veðrið er gott í nótt, en fremur fátt um borð. Það getur verið, að við veltum dálítið.” Og einmitt á þessu andartaki reis og reis Pictonbáturinn og hékk í lausu lofti nógu lengi til að fara að skjálfa, áður en hann féll aftur niður, og svo heyrðist mikið busl, þegar vatnið slóst aftur um síður hans. Fenella mundi, að hún hafði skilið regnhlífina með svanshöfðinu eftir standandi uppi á litla bekknum. Ef hún dytti nú, myndi hún þá brotna? En amma mundi einmitt um leið eftir þessu sama. „Þerna, viltu gjöra svo vel að leggja regnhlífina,” hvíslaði hún. „Alveg sjálfsagt,” og þegar þernan var komin aftur til ömmu, hvíslaði hún: „En hvað hún litla sonardóttir þín sefur vel.” „Guði sé lof fyrir það,” sagði amma. Vesalings litli móðurleysinginn,” i sagði þernan. Og amma var enn að segja þernunni allt, sem skeð hafði, þegar Fenella sofnaði. 17. tbl. Vlkan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.