Vikan


Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 46

Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 46
STJÖRMJSRV llnílurinn 2l.mars 20.apjríI Þú átt óvenju auðvelt með að umgangast fólk og sættir þig furðu vel viö lífið og tilveruna. Ýmsir atburðir sem áður hefðu vakið með þér reiði, hafa ekki hin minnstu áhrif á þig. kr. hhinn 22. jtmi 2.V. jiili Það er fyllsta ástæða til bjartsýni, því vikan verður að öllum líkind- um mjög hagstæð, þótt einstaka dökkt ský birtist á himni. Þér verður eitthvað alveg óvænt til happs um siðir. Einhver reynir að fá þig til samstarfs við sig um málefni eða verk, sem þér er ekki alls kostar að skapi. Þú ættir að reyna að hliðra þér hjá þvi í lengstu lög að samþykkja. N.iuliA 2l.iipríl 2l.niaí Vikan byrjar ekki vel en allt bendir til þess að úr rætist þegar líður á og ýmislegt verður til þess að gera tilveruna líflegri, jafnvel svo að þér og þínum nánustu þyki nóg um. I.jónirt 24. júlí 24. tái^I Reyndu að ljúka þeim verkefnum sem mest liggur á, því líklega færðu í nógu að snúast á næstunni. Þú færð einhverjar óvæntar fréttir sem breyta ýmsu í áætlunum þínum vegna sumarsins. T\íburarnir 22.mui 2l.jtini Reyndu að komast hjá því að eignast öfundar- menn, því um þessar mundir borgar sig best að sýna lítillæti og hátt- vísi i samskiptum við andstasðinga og aðra skeinuhætta kunningja. Samningalipurð og sanngirni eru kostir, sem þú gætir þurft á að halda í samskiptum við einhvern nákominn. Ef þú gætir þín ekki gæti komið upp mjög erfitt missætti á heimilinu. Sporútlrckinn 24.okt. 23.iió\. Láttu ekki skap þitt og stolt standa vinskap fyrir þrifum, því ekki eru allir sammála um leiðir að settu marki. Við nánari umhugsun munt þú ef til vill kasta öllu fyrra gildismati. Hoijmuóurinn 24.nó\. 21.dcv Skilningsleysi og einþykkni getur oft sært ólæknandi sári, og gamli málshátturinn um að sá vægi sem vitið hafi meira er ennþá í fullu gildi, þvi ekki eru allir eins. Slcinöcilin 22.dcs. 20. jun. Vulnsbcrinn 2l.jun. I'l.fcbr. Fiskurnir 20.fcbr. 20.murs Gættu þess að eyða ekki um efni fram, þvl fjárhagurinn er fremur bágborinn og þú gætir lent i miklum erfiðleik- um við að borga gamlar skuldir, sem þú hefur miklar áhyggjur af núna. Áætlanir, sem þú hefur gert standast ekki og áður gefin loforð reynast haldlltil. Leggðu höfuðið í bleyti, þvi i lok vikunnar snúast flestir hlutir þér í hag á óvæntan máta. Hafðu vakandi auga með öllu sem gerist í kringum þig, því auknar líkur á þvi að þú verðir fyrir svikum gera flest erfiðara en það annars gæti orðið I framkvæmd og úrlausn. um ljósara, fyrr en hún hafði farið vand- lega gegnum allt saman aftur. En það féll allt saman — dreifðar upp- lýsingar og vísbendingar mynduðu heila brú... Eftir nokkrar mínútur var hún komin upp í Land-Roverinn og ók nú hratt í átt til plantekrunnar. Hún stansaði í portinu og hljóp niður að húsi Geralds. En enginn svaraði bankinu. Hún gekk upp hallann að stóra hús- inu, hún gerði sér allt i einu grein fyrir því að allt var mjög hljótt. Það var orðið áliðið. Verkamennirnir kæmu brátt heim af ökrunum og kannski væri Gerald með þeim. Hún ákvað að leita að bilnum hans. Ef hann væri hérna ætlaði hún að spyrja eftir Gerald í stóra húsinu. Hún vissi ekki hvar bíllinn var geymd- ur en hún gekk yfir autt portið til jjess að leita við útihúsin sem stóðu I þyrpingu hinum megin í brekkunni. Þau næstu virtust vera geymslubygg- ingar en á bak við þau var stór silfurlit- aður tankur og hjá honum var langur bárujárnsskúr með tveim stórum hurð- um úr óhefluðum borðum sem voru í hjálfa gátt. Jan gekk nær til þess að líta inn. „Halló!” kallaði hún og beið eftir svari. Sterkur olíuþefur kom á móti henni og hún sá, sér til undrunar, að helm- ingur skúrsins var fullur af olíutunnum. Nokkrar þeirra lágu á hliðinni, greini- lega tómar. Hinum, sem virtust fullar, var ■ stafl- að þétt saman en þrátt fyrir það var varla rúm fyrir dráttarvélina sem lagt var hinum megin. Við dráttarvélina var tengdur pall- vagn, hlaðinn pappakössum af ýmsum stærðum. Inni í skúrnum var frekar dimmt eftir alla sólarbirtuna úti en Jan rak strax augun í kunnuglegt útlit kassanna. Hún gekk framhjá dráttarvélinni til þess að líta nánar á þá. Kassarnir voru merktir með skærbláu vörumerki Lyfjastöðvar Jóhannesar- borgar. Hún kannaðist vel við nafnið — flest þau tæki og efni sem notuð voru við Hafrannsóknastofnunina komu frá sama fyrirtæki. Tveir stórir kassar voru opnir og Jan tyllti sér á tá til þess að sjá ofan í þá. Þeir voru fullir af dósum og matarpökkum. Hinir voru ennþá lokaðir með brúnu límbandi og seglgarni eins og þeir höfðu verið afgreiddir. Full forvitni leitaði Jan að visbendingu um innihald þeirra en það voru engir merkimiðar, nema nafn viðtakanda. Þeir voru allir merktir Gerald. Þá sá hún að einn minni kassanna var rifinn á einu horninu. Hún stakk fingri i gatið og starði síðan rugluð út í loftið. Kassinn var troðfullur af einhverju sem virtist vera uppskurðar- hanskar. Snöggt hundsgelt gerði Jan bilt við eins og hún hefði fengið raflost. Hún hopaði aftur á bak þegar stór Elsass- hundur stökk inn um dyrnar og hoppaði upp á vagninn, urrandi og geltandi. Hundurinn hnipraði sig saman lagði eyrun aftur og glefsaði í hendur Jan. Hún reyndi að þoka sér nær dyrunum en dýrið, sem gelti grimmdarlega og sýndi vígtennurnar, var komið fram fyrir vagninn á einu augnabliki. „Góður karlinn, góður hundur! Hvað hefur þú nú fundið?” Hávaxinn maður opnaði dyrnar á gátt. „Láttu hann fara!” hrópaði Jan. Hann kallaði í hundinn sem sneri sér frá en fullur varúðar. „Komið héðan út!” skipaði maðurinn höstuglega. GEMINI TÖLVU- STÝRÐ SKEMMTI- ORGEL Með nýrri gerð Intergrade rása. Sýnishorn ð staðnum. Leggið inn pantanir sem fyrst. Kaupið aðeins það besta. HLJÓMBÆR Hverfisgötu 108 — Sfmi 24610 Erum einnig umboðsmenn fyrir úrvalsmerkin: Randall, Hondo, Guild ásamt Londoner strengjum. 46 Vlkan 17. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.