Vikan


Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 23

Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 23
02 — Langlinumiðstöðin. fengið verðlaunaskjal frá Bandaríkjunum fyrir bestu þjónustuna. — Sumt af starfsfólkinu úti hefur líka borið sig eftir að læra íslensku, og við munum sérstaklega eftir einum íLondon, sem var orðinn þó nokkuð sleipur í málinu, þó hann kæmi aldrei hingað. En hann hafði afskaplega gaman af að æfa sig á okkur. Hins vegar höfum við fengið starfs- félaga í heimsókn, bæði frá Finnlandi og Kanada. Hefðarfólk og kvikmyndahetjur — Það kemur ósjaldan fyrir, að beðið er um frægt fólk, svo sem kóngafólk, forseta og kvikmyndastjörnur. Nú upp á síðkastið hefur t.d. helst verið beðið um goðið John Travolta. Þetta er ósköp hættulítið, allt þetta fólk hefur leyninúmer og er ógjörn- ingur að ná í það. Hins vegar er sérstakur sími í Hvíta húsinu, sem tekur við svona samtölum, þar er vörður við símann, og fólk kemst aldrei lengra. Það hefur þess vegna ósköp lítið upp á sig að hringja þangað, þá er fólk fær óviðráðanlega löngun til að spjalla við Carter. Eiginlega ekkert nema gífurlegan kostnað. Við gefum samt samband við þennan síma, ef beðið er um Carter, og oftast er það svo, að er við tilkynnum fólkinu, að Hvita húsið sér á línunni, verður það gripið skelfingu og afpantar samtalið. Bundnar þagnarheiti — Þar sem við getum heyrt þau símtöl, sem fram fara, erum við bundnar algjöru þagnarheiti um það, sem við heyrum. Það er ekki svo að skilja, að við hlustum á samtölin, heldur verðum við oft að grípa inn í, sérstaklega ef skilyrði eru slæm og illa heyrist, enda er þá tekið tillit til þess við gerð reikningsins. Eins grípum við stundum inn í, ef samtalið varir óeðlilega lengi, því þá getum við ekki varist því að hugsa til þess, hvert upplitið verði á fólkinu þegar það fær reikninginn. — Eftir að sjálfvirka sambandið tekur við, verður starf okkar óneitanlega miklu ópersónulegra, því þá hringir fólk bara sjálft í númerin. Og þetta getur orðið ýmsum hættulegt, sem ekki gera sér grein fyrir kostnaðinum. Þess vegna finnst okkur ekki úr vegi, að kynna hér nokkur af gjöldunum: Bandaríkin Ástralía Þýskaland, Spánn, Austur-Evrópa Luxemburg og Frakkland Norðurlönd utan Danmerkur, ogEngland kr. 580ámín. Danmörk kr. 550 á mín. kr. 1.800 á mín. kr. 1.200 ámín. kr. 680ámín. kr. 630ámín. Lágmarksgjald er 3 mínútur. Við viljum líka gjarnan benda á, að það borgar sig í flestum tilfellum að biðja sérstaklega um þá manneskju, sem maður vill tala við. Að vísu er tekið einnar mínútu gjald fyrir það, en þá losnar fólk líka við að bíða kannski mun lengur í símanum, meðan leitað er að viðkomandi, ef annar svarar. Og sé við- komandi ekki heima, er hægt að halda slíku samtali opnu í heilan sólarhring. Fólk ætti því aldrei að biðja um sjálft númerið, nema það sé visst um, að enginn annar svari í símann. Rangar hugmyndir um Reykjavík — Enn er heldur ekki beint síma- samband til Færeyja, og enn eru margir staðir það fámennir þar, að það nægir að gefa upp nafnið á persónunni, sem beðið er um. Er hún þá jafnvel sótt á milli húsa, eins og gert var hérna í gamla daga. Enda var einu sinni hringt til okkar frá Færeyjum og sagt: „Hún hefur að vísu ekki síma, en hún býr i næsta húsi við símstöðina. Getið þið ekki bara farið og náð í hana?” — Einn af starfsmönnum talsambandsins í Kaupmannahöfn spurði okkur lika einu sinni að því, hvort Reykjavík væri ekki það lítil, að það nægði bara fyrir okkur að fara út á tröppur og kalla! — Að lokum viljum við svo gjarnan geta þess, að hér ríkir frábær starfsandi, sem sýnir sig best í því, að okkur helst alveg sér- staklega vel á starfsfólki. Flestar, sem af einhverjum ástæðum þurfa að hætta, koma venjulega til okkar aftur. 17. tbl. Vlkan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.