Vikan


Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 14

Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 14
Útdráttur: Leiðir Emmu og Deedeear hlutu að skilja, þegar Deedee ákvað að fóma framavonum á ballettsviðinu fyrir fjölskyldulifið, en Emma lagði út á þyrnum stráöa framabrautina. Nú, 20 árum siðar, eru þær aftur staddar á krossgötum. Deedee er ráðvillt og brýtur stöðugt heilann um, hvort hún hefði getað orðið fræg ballerina og hvort fjölskyldulifið hafi veitt henni þá fullnægju, sem hún óskaði. Emma finnur sárt til þess, að hæfni hennar hrakar og ungar og upprennandi stjörnur eru teknar fram yfir hana. Elsta dóttir Deedeear og Waynes er tekin inn i ballettflokkinn, sem for- eldrar hennar dönsuðu eitt sinn með, og frammistaða hennar lofar góðu. Hún er ástfangin af besta karldansara flokksins, en kemst að raun um, að hann litur ekki samband karls og konu sömu augum og hún. Emilia drekkur sig fulla rétt fyrir sýningu og verður sér til skammar á sviðinu. Deedee lendir i ástarævintýri með gömlum vini, og Wayne er fariö að gruna margt. Hann undirbýr ferð sina til New York. Emilia er miður sin vegna hegðunar Yuri og móður sinnar. Hún þýðist ekki Deedee og leitar á náðir Emmu, sem veitir henni fúslega liðsinni. Deedee er ekki of ánægð með gang mála. Því þó Wayne elskaði Emilíu heitt elskaði hann Deedee þó enn meir. En það var nokkuð sem Emilía myndi ekki skilja og sem Deedee hafði vonað og vonaði enn að hún þyrfti aldrei að reyna að skilja. Yuri hefði átt að sjá um þetta. Hann hefði átt aðgera, hana að ungri konu en það hafði hann ekki gert. Hann hafði gert hana að ísjaka svo hún var jafnvel kald- Emilía (Leslie Browne) er orðin að bHbeini Deedeear og Emmu. ari en Emma og það var ekki hið ákjósanlegasta. Deedee gekk ákveðin í fasi fram á sviðið. Þau gátu þá bara kallað hana Rose! Emilía sem enn var að gera þessar heimskulegu öndunaræfingar, var svo mikill krakki. Spenningurinn yfir að eiga í fyrsta sinn að vera þátttakandi í slíkri sýningu hlaut að gera alla opnari, jafnvel viðkvæmari og meira í þörf fyrir stuðning. En greinilega ekki Emiliu. Deedee þrýsti að sér nýju töskunni og hún fann fyrir litla kassanum með gullhjartanu í. Hún reyndi að brosa og tala en kökkurinn í hálsi hennar var svo stór, aö hún kom ekki upp einu einasta orði. Augu hennar voru að fyllast af tárum og hún lyfti upp tveim krossuðum fingrum til að óska henni góðs gengis. Emilía gerði slikt hið sama en hélt fingrunum lengur uppi en hún þurfti. Deedee sá hik hennar og þá baráttu sem hún háði. Hún vissi að hún átti ekki að fara nær en hún gerði það samt. Emilía strauk i flýti vörunum léttilega um vanga hennar og sneri sér svo i ótal hringi sem fluttu hana langt í burtu. Hún mátti víst vera þakklát fyrir minnsta vináttuvott frá þessu barni sem hafði svo mikla vanþóknun á henni. Deedee reyndi að brosa um leið og hún gekk inn ganginn að búningsher- bergjunum, ákveðin í að skilja gjöfina til Emilíu eftir á borðinu hennar. „En hvað þú ert fín!” Það var Emma sem stóðí dyrunum. Fín. 1 kjól sem Emma er lét sig klæðnað svo miklu skipta, mundi ekki einu sinni eftir. 1 kjól sem var svo sem ágætur í Oklahoma City en ömurlegur í New York. Fyrir aftan Emmu sá hún búning Önnu Kareninu hanga á herðatré. Það voru skæri á borðinu. Hún varð að taka á öllu sem hún átti. „Þú átt að dansa önnu.” Hún fór á eftir Emmu inn í búningsherbergið. „Sjálfsmorðsatriðið,” sagði Emma glaðlega. Hún tók upp hárkolluna. „Allar hinar dömurnar verða í stuttum tjullpilsum og fara í minnsta kosti hundrað snúninga, svo þessi dama sem ekki getur lengur talist ung, ætlar að vera eins og stormsveipur hulin klæðum niður aðgólfi.” Deedee strauk einum fingri niður eftir búningnum en lyfti svo upp pilsinu á hinum stórkostlega kvöldkjól sem hékk við hliðina. „Hann er alveg frábær þessi.” „Viltu vera herrann minn í veislunni?” Emma setti á sig hárkolluna, hún var að byrja að verða Anna. „Eða ert þú dama einhvers?” „Nei, það er allt búið.” Það hafði verið sársaukafullt að skilja við Rosie (hann hafði orðið nógu reiður til að fara að minnast á tvöfalt kynlíf Waynes þeg- ar hann var í ballettinum) en það kom Emmu-Önnu ekkert við. Henni kom Emilía heldur ekkert við og það var eins gott að gera henni það skiljanlegt. „Heyrðu Emma, þetta var dásamlegur kjóll sem þú gafst Emilíu en þú hefðir ekki átt að vera að því.” Enn aukin þjónusta! Ókeypis eyðublöð á afgreiðslunni: Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Húsnæði: Húsaleigusamningar. Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Dagblaðið afgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Smáauglýsingaþjónustan. 'ii BIABID Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 14 VlKan 17. tbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.