Vikan


Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 44

Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 44
DAUÐINN ÚR DJÚPINU „Veistu hvaö?” sagöi Jan, „það gæti verið góð hugmynd að leigja sér bát. Ég gæti skoðað nokkrar af eyjunum sem eru hér fyrir utan. „Og hvað býstu við að finna?” Hún yppti öxlum. „Hver veit?” „Ég veit. Varpstaði skjaldbakanna.” Rödd hans var köld. Gerald sat grettinn á bekknum meðan hún gekk eftir bryggjunni. Einn mann- anna vísaði henni á lítinn yfirbyggðan vélbát. „Spyrjið eftir Simon,” var henni sagt. Simon reyndist vera lágvaxinn feitur maður með gljáandi svarta húð og aust- urlensk augu. Hann sagði henni að hann myndi með ánægju að fara með hana hvert sem hún vildi fara. Hann setti upp sanngjarnt verð. „Það er allt klappað og klárt,” sagði hún við Gerald. „Þetta verður miklu betra en að slæpast í heila viku og eyðileggja fríið — skilur þú það?” „Ég vil ekki að þú farir,” sagði hann reiðilega. Eitt augnablik langaði hana til þess að láta undan. En hann var alltof önugur og kröfuharður. „Því miður,” sagöi hún ákveðin. „Þér á eftir að finnast það,” urraði hann og gekk hratt upp að hótelinu og veitti því enga athygli að hún gat ekki gengið eins hratt. Fyrst Gerald var svona reiður fór Jan beint upp í herbergi sitt, át kvöldmat þar og fór síðan að sofa. Hún hitti Yves Gerald ekki þegar hún yfirgaf hótelið morguninn eftir og hélt niður á bryggjuna en bíllinn hans var enn á bílastæðinu. Flestir mannanna höfðu hópast saman við endann á bryggjunni og voru að hamast þar með kaðla. Enginn tók eftir henni fyrr en hún var komin mitt á meðal þeirra og horfði niður á bátinn sem hún hafði leigt dag- inn áður. Hún gapti af undrun. Litli báturinn lá djúpt í vatninu svo vatn flæddi yfir gólfið í stýrishúsinu. Hlerinn yfir vélar- rúminu var horfinn og þilfarið var brunnið í kringum lúguna. „Hvað gerðist?” „Vélin sprakk,” sagði einhver. Simon var að ausa vatni úr stýrishús- inu. Annar maður var að festa línur í dráttarbát sem var tilbúinn að draga þá í skipasmíðastöð. „Hvernig gerðist það?” Simon leit upp til hennar, kringlótt andlit hans var stjarft og svitastorkið. Blóðrák var á annarri kinn hans. Hann hélt áfram að ausa án þess að svara. „Þegar hann ætlaði að setja í gang, — BÚMM!” sagði maðurinn við hliðina á Jan. „Agaleg sprenging. Það munaði mjóu. Hann var heppinn.” „Simon!” kallaði hún niður. „Mér þykir þetta leitt, þetta er hræðilegt slys „Slys!” sagði hinn maðurinn hrana- lega. „Þetta er ekkert slys. Þetta er yður að kenna. Og honum!” Hann hnykkti höfðinu illilega í átt til Simon. „Hann var varaður við í gærkvöldi. Farðu ekki með konuna. Þeir vöruðu hann við — skrifleg skilaboð, mjög skýr. Og samt kemur hann til þess að undir- búa...” Jan var steini lostin. Hún gekk eftir bryggjunni sem í draumi. Hvítur seglbátur Hanks Rudmans, Hafgolan, var bundinn við endann á langri og mjórri bryggju, eilitið frá hinum snekkjunum. Það svaraði enginn kalli Jan. Hún kallaði aftur og beið en enn kom ekkert svar. Hún hikaði, setti síðan pokann frá sér á bryggjuna og steig varlega niður á þil- farið. Næstum því um leið birtust höfuð og herðar Hanks Rudmans í lúgugatinu. „Ég biðst afsökunar,” sagði Jan. „Ég ryðst hingað aðeins vegna þess að ég þarfnast hjálpar.” „Nú, hvar er þá vinur þinn — sá með rausnarlega þjórféð?” Jan virti vel fyrir sér bera bringuna, upplitaðar gallabuxurnar og bera fæt- uma. „Trúðu mér,” sagði hún, „ef ég hefði einhvem annan til þess að snúa mér til þá væri ég ekki hérna. Vertu nú riddara- legur í fimm mínútur og leyfðu mér alla- vega að segja þér frá því.” Hann svaraði ekki en settist á stólinn í stýrishúsinu og hnykkti höfði í átt að stól á móti. 1 eins stuttu máli og unnt var sagði Jan honum frá skjaldbökunum og dró saman atburði tveggja síðustu daga. „Þetta hljómar asnalega,” endaði hún mál sitt, „en ég get ekki losað mig við þá tilfinningu að það sé eitthvað hræðilegt að leðurbökunum. Og það er eins og ein- hver vilji ekki að ég komist að meiru.” „Hver?” Þetta var það fyrsta sem hann sagði síðan hún byrjaði. „Sá sem opnaði myndavélina mina,” sagði Jan ákveðin. „Sá sem kom í fiski- þorpið um nóttina og þaggaði niður í þeim öllum. Sá sem fiktaði viö vélina í bátnum þarna.” Hann horfði beint framan í Jan. „Svo þú veist ekki hver. Hvers vegna þá ekki heldur. En ég veit enn ekki hvað þú vilt aðéggeri viðþví.” „Ég var að vona að hægt væri að neyða þig eða kaupa til þess að sigla út og líta á varpstaðina.” „Engin leið,” sagði Hank önuglega. „Þú hefur ekki einu sinni hugleitt það,” mótmælti hún. „Ó, jú, það hef ég gert, og sama hvað um er að vera, ég vil ekki að báturinn minn verði sprengdur í loft upp.” „Og það er endanlegt?” „Já, sjáðu til, hvort sem þú hefur rétt eða rangt fyrir þér, þá er engin leið fyrir okkur tvö að fara af stað og gera út um hlutina. Spillingin er alls staðar en það getur enginn gert nokkuð við því.” „Hvernig getur þú verið svona viss?” hvæsti Jan. „Það kemur þér ekki við. Ef þú ert ekki með fleiri fáránlegar ráðagerðir á prjónunum til þess að blanda mér í þá hef ég annað að gera.” Hann gerði enga tilraun til þess að hjálpa henni, þegar hún klifraði upp á bryggjuna, og hann horfði hugsandi á eftir henni þegar hún gekk hægt í burtu og reyndi að haltra ekki. Yves Gerald var enn á hótelinu og át morgunverð á hliðarsvölum. Hann leit upp þegar Jan nálgaðist hikandi, óviss um hvernig móttökur yrðu eftir það sem gerst hafði kvöldið áður. „Hvað hefur komið fyrir þig?” spurði hann glottandi. „Er báturinn þinn sokk- inn strax eða hvað?” Jan dró einn af reyrstólunum undan borðinu og settist niður. „Maðurinn sem ég réð vildi ekki taka mig. Vélin hans sprakk,” sagði hún þreytulega. Gerald virtist ekki vera undrandi. „Á þessum bátum getur allt gerst.” „Þeir sögðu aö hann hefði verið var- aður við því að taka mig.” „Þeir eru hjátrúarfullir. Andarnir eru alltaf að vara þá við.” Jan setti upp efasvip en mótmælti ekki. „En mér finnst þetta skrýtið. Hvað um það, ég ákvað að athuga hvort Hank Rudman myndi vilja fara með mig. Hann neitaði.” „Mig skal ekki undra. öll eyjan er orðin dauðleið á þessu hjali þínu um sjúkar skjaldbökur. Getur þú ekki , fundið þér eitthvað annað til þess að tala um?” „Ég býst við að ég verði að gera það,” sagði Jan. „Gott, ég fer þá með þig heim.” Jan fannst næstu þrír dagar aldrei ætla að líða. Þar sem hún gat ekki synt skreið hún um ströndina, athugaði tjarn- ir á klöppum, og gróf eftir skelfiski í flæðarmálinu.” Á fjórða degi gekk hún eftir strönd- inni alla leið að klettavíkinni rétt hjá plantekrunni. Lada sport Bílaleiga íþjóðbraut SÖLUSKÁUNN ARNBERGI ■ití. 800 SELFOSS — P.O. BOX 60 SlMAR 1685 - 1888 Lada 1600 Lada station 44 Vlkan I7.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.