Vikan


Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 39

Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 39
Fimm minútur med WILLY BREINHOLST Þýð: Jóhanna Þrá/nsdóttír. VÍTISVÉLIN Sagan gerist i litlu, suður- amerísku lýðveldi, þar sem uppreisnir eru daglegt brauð. Ruiz Cabana var látinn standa vörð á breiðu, hrörlegu tröppun- um, sem lágu upp að VILLA CACTO. Þetta var fyrrverandi auðmannshús, en nú var ekki mikið eftir af dýrðinni. Kalkið var farið að flagna af veggjunum, og einasta skreytingin, sem eftir var, voru nokkrar dökkrauðar klifurrósir og fáeinar villirósir, sem uxu upp með gapandi glugga- tóftunum. Luiz Fernando y Zaragoza og vinur hans, Frederico Jacinton de Pereda, sátu við stórt, sporöskjulaga borð úr rósaviði, önnum kafnir við hina krefjandi vinnu sína. í einu af gluggaútskotunum stóð kraftalegur maður, dökkur á brún og brá, með þykkt, ógnvekjandi yfirskegg og bláar varir. Hann japlaði stanslaust á votum hálfuppétnum vindlings- stúf. Þetta var hershöfðingi uppreisnarmannanna, Antonio y Gutierrez. — Lo más pronto, camarados! Flýtið ykkur nú, sagði hann óþolinmóður, um leið og hann sneri sér að mönnunum við borðið og spýtti út úr sér tóbaksleginum. Hann gekk þvert yfir gófið. Húsmunir í herberginu voru fáir, rósaviðar- borðið, nokkrir stólar, helgimynd á vegg og stór, járn- slegin trékista full af hríðskota- byssum. Luiz og Frederico hertu á sér. Þeir sátu og dunduðu við vekjaraklukku, kveikju og sprengiþráð. Þeir voru að leggja síðustu hönd á eina af þessum algengu vitisvélum, sem notaðar eru í uppreisnum í Suður- Ameríku. — Á hvað eigum við að stilla hana, senor general, spurði Frederico og trekkti upp klukkuna. Hershöfðinginn strauk yfir ábúðarmikið yfirskeggið og hugsaði sig um. — Espera bueno . . . Hann ekur til stjórnarráðsins um klukkan 9:30, en morgunpóstur- inn kemur venjulega um niu- leytið. Þá liggur pakkinn á skrif- borðinu hans, þegar hann kemur. Stilltu klukkuna á tíu í fyrramálið. Sá verður undrandi hijo de la gran puta! Antonio y Gutierrez hershöfðingi var búinn að fá nóg af forseta lýðveldisins. Og nú átti að steypa honum af stóli. Enda hafði hann verið forseti í heilar fjórar vikur . . . svo það var tími til kominn. Luiz dró fram tóman vindla- kassa og kom vítisvélinni hagan- lega fyrir í honum. Síðan var honum pakkað inn í gráan umbúðapappír og Frederico klóraði heimilisfangið á hann. — Reynið svo að koma þessu í póst, sagði uppreisnarforinginn óþolinmóður. — Eigum við ekki að skrifa á hann BROTHÆTT? spurði Luiz. — Það væri verra ef hún spryngi áður en hún kemst réttum viðtakanda í hendur. — Frábært, sagði hershöfðinginn i viður- kenningarskyni, og Frederico skrifaði með stórum, rauðum bókstöfum þvert yfir pakkann: FRAGIL! LA MUESTRA SIN VALOR! — Verðlaust sýnishorn, sagði hershöfðinginn og brosti. — þetta var sniðug hugmynd hjá þér. — Það væri kannski betra að senda hann í ábyrgð. Þá getum við verið vissir um að hann tekur sjálfur við honum, hélt Luiz áfram. Hann flanaði aldrei að neinu, enda ætlaði hershöfðinginn að gera hann að varaforseta sínum, er hann næði völdum. LA CARDA CETIFICADA, skrifaði Frederico og límdi nokkur frímerki á pakkann, svo nú var hann alveg tilbúinn. Hann dró barðabreiða hattinn vel niður á ennið og fór með pakkann á pósthúsið. Hann neytti færis að stinga honum inn á milli annarra pakka, sem lágu á afgreiðsluborðinu, og læddist út án þess að nokkur tæki eftir honum. Uppreisnarseggjunum varð ekki svefnsamt um nóttina. Hershöfðinginn var kominn á fætur við sólarupprás. Skömmu síðar skriðu Luiz, Frederico og Ruiz undan teppum sínum, en þeir höfðu allir sofið á köldu marmaragólfinu. — Hvað er klukkan, spurði hershöfðinginn óþolinmóður. Það vissi enginn, þar sem þeir höfðu sent forsetanum vekjara- klukkuna. Hershöfðinginn gekk að glugganum og leit á kirkju- klukkuna. Hún var 4:57. Þó tíminn eftir það væri lengi að líða, varð klukkan loksins 10, en þá tók forsetinn sér venjulega sæti bak við stóra skrifborðið sitt í stjórnarráðinu. Klukkan á kirkju heilagrar Maríu varð9:45. Hún varð 9:50. Fimm mínútum síðar sýndu vísarnir 9:55. Það var barið að dyrum, og Antonio y Gutierrez hrökk i kút. Uppreisnarmennirnir flýttu sér allir að grípa hríðskota- byssurnar og stóðu tilbúnir. — Luiz, hvislaði hershöfðing- inn. — Gáðu hver þetta er. Luiz opnaði dyrnar varlega. Það var bara gamli pósturinn, hann Miguel, með pakka. Luiz tók á móti honum, og Miguel hvarf á braut. — Þetta var bara pakki, herra hershöfðingi, sagði hann fegin- samlega. Svo heyrðist BANG, og VILLA CACTO sprakk í loft upp ásamt kalkflygsum, villtum rósum, helgimynd og öðru innanborðs. Pakkinn hafði verið endur- sendur, því að Frederico, t’onto idiota, hafði sett alltof fá frímerki á hann — en stungið mismuninum í eigin vasa. n. tbl.Vlkan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.