Vikan


Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 51

Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 51
sem vann í veitingahúsi nálægt skólanum. Einn daginn vorum við nokkrar stelpur að borga þar reikninga okkar. Og gamli maðurinn fór að tala um skatta. Og hélt sífellt áfram að tauta um þetta. Það var heitt i veitingahúsinu og mig tók að syfja. Þá lyfti ég allt í einu augliti mínu og horfði á gamla manninn. Andlitið á honum leit þá út eins og þarna væri talandi hauskúpa. Og það hvarflaði þegar að mér þessi hugsun: Hann verður dauður innan viku. Hann dó tveim dögum síðar.” „Og sögðuð þér einhverjum frá þessu?” „Foreldrar mínir voru mjög trúað fólk og tóku allt slíkt tal mjög alvarlega, svo ég taldi að ég fengi bara ávítur fyrir þetta. Og svo vildi til að um þær mundir átti ég enga sérstaklega góða vinkonu sem ég gæti trúað fyrir þessu. En ég sá hins vegar slíka hauskúpu við ýmis önnur tækifæri, svo ég var farin að halda að ég hefði illt auga, eða eitthvað þess háttar.” „Hvernig gerist þetta, þegar þér sjáið eitthvað?” „Það er greinilegast, þegar ég horfi á eitthvað tært, eins og til dæmis vatn I glasi. Það er eins og hugur minn hverfi mér. Andartaki síðar tekur að myndast eins konar þoka í glasinu. Og þegar þokan léttist, sé ég myndir eins og á litlum sjónvarpsskermi.” „Eru þetta alltaf hlutir sem gerast I nútíðinni?” „Já. Þetta veldur mér geðshræringu, því það virðist alltaf vera eitthvað ljótt eða illt. Síðan ég sá Speck- morðin hef ég séð nokkur skip farast, flugvél hrapa til jarðar og myndir af fólki að hnipra sig saman við flug- vélarflak I snæviþöktu umhverfi að verða hungur- morða.” Og það fór aftur hrollur um hana. „Getið þér látið þessar myndir birtast að vild?” „Hafið þér nokkurt vald á efni þeirra?” „Við reyndum það, þegar uppþotin I Detroit stóðu sem hast. En ég fékk þá stöðugt mynd af gamalli konu í rúmi I dimmu herbergi, sem var að deyja, og enginn var henni þar til hjálpar,” og Louise lýsti þessari sýn ítarlegar. „Komust þér nokkurn tíma að því hver hún var?” „Nei. Hún var sennilega einhver gömul einmana kona í stórborg, sem var að deyja þarna ein síns liðs án þess að nokkurn skipti það máli. Það var skelfilegt.” „En hafið þér spádómsgáfu?” Louise hellti meira kaffi. „Þetta er að styrkjast. Ég kann að vera við störf mín hérna í húsinu, en þá er eins og eitthvaö eða einhver yfirtaki líkama minn. Ég verð dauðsyfjuð og leggst venjulega niður á legubekk. Og þá er eins og hugur minn beinist að einhverju í framtíðinni.” „Hvað eigið þér við með „beinist að”?” „Þegar það byrjar er eins og maður sé að horfa á kvikmynd sem aukinn er hraðinn á. Fólk og hlutir skunda framhjá mjög hratt. Þetta stendur ekki neinn sérstakan tíma. Og svo dregur úr ferðinni og þá er það eins og að horfa á kvikmynd. Ég skil þetta ekki.” „Hve margar spár yðar hafa ræst.” „Við höfum haft þann háttinn á þvi,” sagði nú Carl Proctor, „að við höfum skrifað niður spárnar jafnóðum og þær koma í ýmsar minnisbækur. Og þegar einhver þeirra rætist merkjum við við hana sér- staklega. Ennþá hefur henni ekki mistekist, en margar spár hennar eiga þó enn eftir að rætast.” Hér er ekki pláss til að rekja þessar rannsóknir frekar, en enginn hefur getað gert grein fyrir með hverjum hætti hugurinn getur starfað hjá einstökum rnanneskjum með þessum hætti. En það er um þennan undarlega hæfileika, eins og marga aðra sem ■ýst hefur verið I þessum þáttum mínum hér í Vikunni, að þeir sýna hve skammt við erum raun- verulega komin I rannsóknum yfirskilvitlegra fyrir- bæra og hve gífurlegt starf I þessum efnum bíður sálarrannsóknamanna um víða veröld. Það kemur að visu alloft fyrir að dulrænt fólk sér slíkar sýnir af atburðum sem eru að gerast á sama andartaki annars staðar. En langoftast er þó um að ræða eitthvað sem snertir skyldmenni eða ástvini. Þar virðast persónuleg hugartengsl vera nauðsynlegt skilyrði. En því er alls ekki fyrir að fara hjá Louise Proctor, eins og við höfum séð af þessari frásögn. Ef einhverjum lesenda dytti nú I hug að segja við mig: „Heyrðu vinur. Þetta er alltof ótrúlegt til að geta verið satt. Svona lagað getur ekki átt sér stað. Þú hefur vafalaust lesið þetta einhvers staðar. En þetta er tóm lygi.” Hverju á ég að svara slíku? Ætli sé ekki best að grípa þá til sögufrægs dæmis. Þar rannsakaði sjálfur hinn frægi Immanuel Kant tildrög öll og aðstæður og setti sitt fræga nafn að veði fyrir því að þessi frásögn væri sönn. En þetta var sýn Emanuels Swedenborgs á bruna Stokkhólms. Frásögnin hljóðar svo: Árið 1759 kom upp mikill eldur í Stokkhólmi. Síðdegis sama dag var Swedenborg staddur í samkvæmi hjá kaupmanni einum í Gautaborg. Um klukkan 18 gekk hann út, en kom brátt aftur, fölur og í uppnámi og sagði hinum sem fyrir voru, að brotist hefði út eldur I Stokkhólmi sem breiddist ört út Swedenborg var oft eirðarlaus og gekk oft og tíðum út. Hann sá að hús vinar hans sem hann nafngreindi var þegar brunnið til kaldra kola og hans eigið hús var I hættu. Kl. 20 lýsti hann því yfir, þegar hann hafði brugðið sér út, að búið væri að ráða niðurlögum eldsins og munaði þá þrem húsum, að hann næði húsi Sweden- borgs. Þetta þóttu að vonum mikil tíðindi I borginni og var landshöfðinginn í Gautaborg látinn vita. Sunnudagsmorgun kallaði landshöfðinginn Swedenborg fýrir sig og spurði hann spjörunum úr. Hann lýsti brunanum rækilega, hvernig hann kom upp, hvernig hann var yfirunninn og hve lengi hann varaði. Mánudagskvöld kom til Gautaborgar boðberi sem var sendur meðan á brunanum stóð. í bréfunum sem boðberinn hafði meðferðis, var brunanum lýst nákvæmlega eins og Swedenborg hafði gert. Og næsta morgun barst frekari staðfestíng í upplýsingum, sem landstjórinn aflaði sér með konunglegum hraöboða frá Stokkhólmi. Eins og Swedenborg hafði sagt var eldurinn slökktur kl. 20. Og hvað þá um þátt hins fræga Kants I þessu? Það er um hann að segja, að þegar frásögnin af þessu barst til eyrna Kants var áhugi hans vaknaður. Fyrir milligöngu vinar síns, enska kaupmannsins Joseph Greens, aflaði hann sér nákvæmlegustu upplýsinga sem völ var á í Gautaborg og Stokkhólmi. Þær staðfestingar sem Kant fékk virtust, eins og hann sjálfur segir í víðfrægu bréfi til Charlotte von Knobloch „taka af allan hugsanlegan vafa, hverja smugu.” „Hvað geta menn,” skrifar hann, „fundið að áreiðanleik þessa atburðar? Vinur minn sá sem skýrt hefur frá honum hefur hugað að öllu sjálfur, ekki aðeins I Stokkhólmi, heldur líka fyrir tveim mánuðum í Gautaborg, þar sem hann er gagnkunnugur fjölskyldum I miklu áliti. Þar var honum i lófa lagið að verða sér úti um upplýsingar hjá íbúum heillar borgar, þar sem flestir sjónarvottarnir eru enn á lifi.” Eigum við þá ekki að segja, að hinum ímyndaða lesanda mínum hafi verið svarað?’ Endir 17. tbl. Vikansi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.