Vikan


Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 18

Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 18
heldur heljarstór hlussa", sagði Emma. Þœr hlifðu ekki hvor ennarri, þá loksins að uppgjörið hófst eftir er heldur en hún gerði í kvöld,” sagði Peter. ,da, það er búið að borga alla búningana, svo að við getum eins tekið hann til sýningar,” sagði Adelaide. „Þessi ballett getur hjálpað telpunni til að verða ballerína og við þurfum svo sannarlega nýjan ballett fyrir næsta ár.” Deedee varð að fela hendurnar í kjöltu sinni. „Hún yrði yndisleg í Sleeping Beauty,” lagði Michael til. „Stórkostleg,” bætti Peter við. Það hvarflaði að Deedee að mennimir tveir hefðu verið búnir að undirbúa þetta allt áður. Adelaide setti upp gleraugun og virti fyrir sér þá sem sátu við hin borðin. „Hver á að kosta sýninguna? Jæja, við finnum einhvern. Sérstaklega ef við undirbúum Emiliu vel núna með því að setja hana í eitthvert hlutverk sem gengur vel. Þá ættum við ekki að vera í vandræðum næsta ár.” Hún tók af sér gleraugun og sneri sér að Deedee. „Langar þig ekki til að segja henni þetta?” „Jú,” svaraði Deedee og var þegar risin upp til hálfs. Hún ruddi sér glaðlega braut milli borðanna og út á dansgólfið þar sem Emilía var. Hún hagaði sér eins og rugluð móðir en þessar góðu fréttir þurrkuðu út fortíðina; þeim sem kæmi og færði henni þær, hlyti að verða fagnað með opnum örmum og fá að deila með henni nútíðinni og framtíðinni. Emilia var ekki með gullhjartað. Hún var mjög glæsileg í nýja kjólnum eins og hún væri úr gleri, eins og hún gæti alls ekki heyrt hvað Deedee var að segja, alls ekki skilið það. Kannski var þetta allt einum of mikið fyrir hana. „Jæja, er þetta ekki dásamlegt? Ertu ekki hrifin?” sagði Deedee áköf. „Jú,” svaraði Emilía eins og annars hugar og sneri sér við til að sjá fyrir hverjum verið var að klappa núna. „Þú verður ballerína! Þau ætla að....” En rödd hennar drukknaði í öllu lófa- takinu. Það var greinilegt að verið var að klappa fyrir einhverjum sem átti hug allra í salnum og sem þau virkilega vildu hylla af öllu hjarta. Emma gekk i salinn með Freddie, tímaskyn hennar var eins nákvæmt og útlit hennar. Deedee stóð grafkyrr og horfði á dóttur sína klappa og hún fylgdist með Emmu ganga yfir dansgólfið í átt til þeirra. Svo klappaði Emma fyrir Emilíu og hneigði sig lítilsháttar fyrir henni. Þetta kunnu gestirnir að meta. Sömuleiðis Ijósmyndararnir. Þeir ýttu Deedee frá til að geta tekið myndir af því þegar þessi eldri ballerina sem enn var mjög glæsileg vottaði hinni ungu og nýju virðingu sína til að viðhalda hefðinni. Titrandi af reiði ruddi Deedee sér braut yfir að barnum en á meðan kyssti Emma Emilíu, óskaði henni til hamingju og gekk svo hægt ásamt Freddie yfir að borði Adeilaide. ,JJvar er þessi kerlingamom mín?” spurði Freddie um leið og þau settust. „Svona nú,” tautaði Peter. „Það var glæsilegt að þú skyldir dansa önnu,” sagði Adelaide við Emmu. „Næst verður hún að lyfta mér,” kvartaði Freddie. „Ég er búinn að fá nóg.” „Þetta var þess virði,” sagði Adelaide. „Veistu hvað ég vildi helst að þú gerðir næst, Emma?” Emma hló hamingjusöm og drakk kampavinið sitt. „Nýjan ballett!” „Við höldum áfram að byggja á hefðinni” „Það er nú einmitt orðin hefð hjá Adeilaide að halda þessa veislu,” sagði Peter. „Þegi þú Peter. Ég vildi gjarnan byrja aftur að sýna Sleeping Beauty í fullri lengd.” „Ó, Adelaide!” Emma var mjög kát, kvöldið hefði ekki getað orðið betra. „Þakka þér fyrir en það er hlutverk sem ég treysti mér ekki til að dansa lengur.” „Nei, en þú gætir æft einhverja aðra í það.” Brosið hvarf af andliti Emmu. Henni tókst að líta ekki undan augnaráði Adelaide, lyfta kampavínsglasinu, súpa á því, setja aftur frá sér glasið, hlusta kurteislega og æpa ekki. „Þú gjörþekkir það fram og til baka,” hélt Adelaide áfram. „Það gæti verið gaman fyrir þig að reyna eitthvað nýtt. Henni mundi takast það stórkostlega, heldurðu það ekki Michael?” „Mér finnst þú velja ákaflega óheppilegan tíma, Adelaide.” Emma tók glitrandi kvöldtöskuna sina og sagði: „Ég ætla að fara og hressa svolitið upp á andlitið.” Þegar hún gat ekki heyrt til þeirra lengur sagði Adelaide rólega. „Michael, Emma verður að þekkja sinn vitjunar- tíma eins og við reyndar öll.” Deedee horfði á Emmu gangaíátt til sín þar sem hún sat við endann á litla bamum við hliðina á kvennaklósettinu. Hún bar höfuðið hátt og gekk alveg teinrétt. Hún virtist ætla að ganga beint fram hjá henni, svo Deedee steig eitt skref fram og hermdi hæðnislega eftir hneigingu Emmu. Augu Emmu voru starandi. Hún lagði töskuna sína á bar- borðið og pantaði kampavin. Hún sneri baki í salinn og vanganum að Deedee, en það var eins og hún væri einhvers staðar viðs fjarri. „Gott kvöld Emma.” „Gott kvöld.” Deedee sneri vodkaglasinu sínu I hringi en byrjaði svo létt og lipurlega. „Manstu eftir ævintýmnum sem við vorum vanar að lesa fyrir Emiliu til skiptis? Eins vg til dæmis ævintýrið um prinsessurna tvær? 1 hvert sinn sem önnur þeirra opnaði munninn ultu út demantar cg rúbínar. En i hvert skipti sem hin ipnaði munninn komu út salamöndrur og pöddur. Salamöndrur og pöddur,” hún barði á brjóst sér, „ultu út.” „Ein af þessum litlu pöddum er þegar komin út.” „Jæja? Hvenær kom hún?” „Það var núna áðan í búningsher- berginu minu.” Emma sneri sér að henni og brosti jafn elskulega og hún. „Það var þegar þú sagðir að ég hefði ekki átt að kaupa þennan kjól handa Emiliu. Þú sagðir það tvisvar. Rétt fyrir sýningu.” Hún saup á kampavíninu. „Ég dansaði betur í kvöld en ég hef gert árum saman.” „Svoermér sagt.” „Aha, önnur litil padda. Þú hefur lokað inni ansi margar gegnum árin, er það ekki?” „O, eiginlega varðveitt frekar.” „Það held ég ekki. Af hverju sleppir þú þeim ekki út? Ég þarf ekki að sýna á morgun.” Emma benti barþjóninum að fylla aftur glasið. Deedee ýtti glasinu sínu í átt til mannsins, hallaði sér nær Emmu með báða hnefana kreppta og glotti. ,AUt í lagi. Veldu þá.” Emmu var greinilega skemmt. Hún sló léttilega á vinstri hnefa Deedee. Deedee opnaði lófann og starði á hann með hæðnislegri undrun. „Ó, ein pínulitil. Ég var næstum búin að gleyma þessari.” Hún hallaði sér upp að barnum. „Hvers vegna léstu bestu vinkonu þína efast um sjálfa sig og eigin- mann sinn, Emma? Hvers vegna tókstu þá áhættu að geta orðið þess valdandi að hjónaband hennar færi út um þúfur? Hvers vegna sagðirðu: „Það er best fyrir þig að fæða þetta barn. Það er eina leiðin til þess að þú getir haldið I Wayne.” Ég er bara svolítið forvitin núna.” „Þú hefur furðulegt minni. En höfum við það ekki öll? Eins og ég man það þá sagði ég að ef þú létir eyða fóstrinu, ættirðu á hættu að missa Wayne.” Deedee hristi höfuðið. „Sætt en óná- kvæmt. Ég er búin að muna allt of lengi hvað það var nákvæmlega sem þú sagðir. Og loks tókst mér að skilja af hverju þú sagðir þetta. Vegna þess að þú sagðir líka: „Gleymdu ballettinum hans Michaels, það verða aðrir ballettar.” Hún hló og veifaði framan í hana einum fingri. „Þú þurftir ekki að hugsa þig lengi um. Þú vissir að tækifæri eins og þetta fær maður bara einu sinni á ævinni. Þú varst svo ákveðin I að ná i þetta hlutverk að þú laugst til að fá það sem þú vildir.” Á KROSSGÖTUM 18 Vikan 17. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.