Vikan


Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 14

Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 14
Framhaldssaga eftir Söruh Patterson Sumariö Þýð: Hrafnhildur Va/dimarsdóttir Johnny settist í plusssætið á gamla Viktoríu- stólnum og lyfti lokinu. Hann teygði úr fingrunum og hóf síðan að leika „Pavane for a Dead Infanta”. Hann lék það stórkostlega. Það gat ekki farið fram hjá neinum, að hann var afbragðs píanóleikari. sem var Ég svaf mjög illa eftir þetta. Ég vaknaði klukkan rúmlega níu. Það var mjög hljótt. Regnið buldi á glugganum. Mér fannst ótrúlegt að það væru ekki nema nokkrir klukkutimar síðan ég stóð berfætt á jörðinni og horfði áflugvélina hrapa til jarðar, menn deyja. Eða var þetta allt saman ef til vill aðeins draumur? Hafði þetta ekki skeð....? Ég flýtti mér að klæða mig og gekk niður. Það var miði á borðinu. Móðir mín var farin að versla og faðir minn var I kirkjunni. Ég burstaði hár mitt I skyndi, fór I gamla jakkann minn og gekk út. Það hafði verið hljótt I herberginu mínu, en I kirkjunni var grafarkyrrð. Einhver hafði kveikt á kerti við styttu Maríu meyjar. Mér fannst hún horfa á mig þegar ég gekk inn ganginn til föður mins sem kraup við altarið. Ég settist á fremsta bekkinn og beið eftir honum. Loksins stóð hann upp og sneri sér við. Hann var enn í einkennisbúningi og órakaður. „Þú svafst lengi frameftir, Kathie.” „Já.” Mér fannst ég verða að hvisla til að rjúfa ekki þögnina. Hálsinn var þurr og orðin stóðu í mér. Útdráttur: Það er sumar. Stríðið er skollið á. Kate, sem er ekki enn orðin sautján ára, býr við umhyggju og öryggi á prestssetri föður síns í Norfolk. I)ag einn gengur hún út í kirkju til föður síns, en finnur í hans stað ungan pilt, sem situr við orgelið og leikur af kunnáttu og snilld. Hann heitir Johnny Stewart og er skytta í Konunglega flughernum, sem er með bækistöð í grenndinni. Þau laðast hvort að öðru, og hann býður henni á dansleik næsta kvöld. Foreldrar Kate starfa bæði við bækistöðvar flughersins, og næstu nótt á einmitt að gcra árás. Kate á bágt með svefn, og þegar flugvélarnar snúa aftur heim, stendur hún á náttkjólnum úti í garði og horfir á þær koma, eina af annarri, sumar illa laskaðar. Ein þeirra hrapar og springur í tætlur. „Ég sá þegar vélarnar komu til baka. Ein þeirra hrapaði hinum megin við hæðina.” „Tveir af áhöfninni komust af, sástu það?” „Já.” „Annar fótbrotnaði, hinn er ómeiddur. Ég er hræddur um að hinir hafi farist.” Hann bætti við: „Ég at- hugaði með hann vin þinn, Stewart. Það eralltílagi með hann.” Mér létti. Ég lokaði augunum augna- blik, snerist því næst á hæli og flýtti mér út. Ég heyrði bíl aka að húsinu rétt fyrir klukkan sjö um kvöldið og vissi um leið að það hlaut að vera Johnny. Ég var hálfhrædd viðaðhitta hann og hugsaði með mér að ef til vill sæi hann eftir því að hafa boðið mér. Ég gekk hægt niður stigann og heyrði að barið var að dyrum. „Ég skal svara.” Móðir min flýtti sér til dyra. Johnny stóð á tröppunum. Þeg- ar hann gekk innfyrir sá ég gamlan MG sportbíl standa fyrir utan. „Þú hlýtur að vera Stewart," sagði móðir mín og lokaði dyrununt. „Já, ég er að fara með Kate á dans- leikinn í félagsheimilinu i kvöld.” Hún leit á mig undrandi yfir nafninu en sagði ekkert. Ég gekk til hans og hann brosti aðeins. „Halló,” sagði ég. „Má ekki taka af þér?” „Þakka þér fyrir.” Hann fór úr frakkanum og rétti ntér hann. Einhvern veginn fannst mér einkennis- búningurinn hjálpa upp á sakirnar. Móðir mín gekk inn í stofu og Johnny beið vandræðalegur eftir þvi að ég gengi inn. „Þetta er Stewart liðþjálfi, pabbi," sagði ég frekar formlega. Faðir minn sat við eldinn og las i bók. Hann stóð hægt á fætur, lagði bókina frá sér og rétti honum höndina. „Gott kvöld, ungi maður.” „Gott kvöld, herra." „Svo þú ert orgelleikarinn.” Johnny leit til min. „Já, það er vist.” Mér fannst ég verða að hjálpa honum. „Sá besti sem ég hef nokkurn tima hlustaðá.” „Það segir nú ekki mikið,” sagði faðir minn vingjarnlega. Það var honum likt að koma með svona athugasemd. Hann var alltaf svo nákvæmur. Það varð vandræðaleg þögn. Síðan sagði Johnny: „Mér þykir leitt að ég skyldi ekki biðja um leyfi til að spila. En það var enginn í kirkjunni.” „Það er allt i lagi. Þér er velkomið að spila i kirkju heilags Péturs hvenær sem er. Hún er mjög vinaleg og skemmtileg. Má bjóða þér sérrý?” „Þakka þér kærlega fyrir.” Hann var auðsjáanlega á verði. Eins og sjöttabekkingur fyrir skólastjóra sínum. Móðir mín sótti glös og vínflösku. Faðir minn hellti aðeins í glösin. Það var erfitt að fá vin á þessum timum. „Svo virðist sem dóttur minni finnist þú góður. Ertu það?" Það var eins og þeir væru í einhverjum leik. Johnny sagði rólega: „Þeir tóku mig inn I Konunglegu músíkakademíuna þegar ég var fimmtán ára. Ég fékk Bachverðlaunin eftir eitt ár og Amersham gullverðlaun fyrir pianóleik á öðru ári. Og ég var besti orgelleikarinn.” Hann dreypti á sérrýinu. „Dugir þetta?” Það vottaði fyrir hæðni og hroka i röddinni. Faðir minn lét sem hann heyrði þaðekki. „Síðan hefurðu gengið i herinn?” „Já, einmitt.” „Jæja. pabbi.” sagði ég. „Það er til gamalt og gott Bechstein píanó hérna sem er lítið notað. Þú getur fengið það hvenær sem þú vilt.” „Sæktu teið vina,” sagði móðir mín. „Það hlýtur að vera farið að sjóða á katlinum." Ég fór fram I eldhús að ná í te. Faðir minn kom á eftir mér. Þau hin spjölluðu glaðlega saman inni í stofunni. Hann tróð í pípuna sina. „Góður piltur og hugrakkur.” „Nú, hvers vegna segir þú það?” „Hann er með DFM borða.” „Hvað er það?" Þó að það væri stríð varégfáfróðum þessa hluti. „Heiðursorða flughersins. Sjáðu hérna.” Hann opnaði skápinn og dró nokkurra mánaða gamalt blað út úr blaðabunka. Hann opnaði það og sýndi mér litmyndir af fimmtán eða tuttugu orðum. Ég tók fyrst eftir borðanum sem faðir minn bar. Hann var purpura- rauður og hvítur — herkrossinn. Undir myndunum var texti um hetjudáðir og vasklega framgöngu. Ég leit tómlega á hann. „Þú átt svona.” „Það er rétt. 1 gamla daga úthlutuðu þeir svona skreytingum.” Ég var engu nær. „Þú skalt líta á konunglegu orðurnar hérna.” Heiðursorða, flugkross — þær voru veittar liðsforingjum. Fyrir liðþjálfa voru flugorðan og hetjuorða. Ég las um hugrekki og dáðir gegn óvinunum, en fannst það ekki koma Johnny meira við en hin klausan föður minum. „Hvers vegna eru þeir með öðruvísi orður fyrir yfirmenn? Er þetta ekki sama striðið? Þeir fljúga sömu vélunum?” „Ég er hræddur um að það sé góða, gamla, breska stéttaskiptingin,” sagði hann og brosti. „Það er sama sagan alls staðar en þó sérstaklega áberandi I Konunglega breska flughernum (RAF). Flugmaður á t.d. miklu meiri möguleika á að fá flugkrossinn ef hann er liðsforingi heldur en að fá flugorðuna sem liðþjálfi. Þar með er ekki sagt að allir flugkrossarnir séu gefnir án tilefnis, en margir virðast hafa fengið þá fyrir að ljúka ferð eða eitthvað þess háttar.” Hann kveikti í pípunni. „T.d. fékk sá sem skaut niður flestar vélar í orrustunni um England ekki flestar orðurnar. Hann var nefnilega ekki liðsforingi.” „Þetta er hneyksli.” „En þegar þú sérð flugorðu geturðu verið viss um að hún er veitt fyrir vask- lega framgöngu.” Hann tók upp bakkann. „Já, eins og ég sagði, hugrakkur drengur. Eigum við að fara inn?” „Er faðir þinn í flughernum, Johnny?” spurði móðir mín. Hann stóð við arininn og hafði lagt sérrýglasið á hilluna. „Nei. hann er ofursti í verkfræðinga- sveitum hersins. Síðast þegar ég frétti af honum var hann í Norður-Afriku með áttundu herdeildinni.” „Hann hefði líklega frekar viljað að þú færir í landherinn?" sagði faðir minn. „Rétt er það,” sagði Johnny og kinkaði kolli, „en mig langaði til að fljúga.” 14 Vikan 21. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.