Vikan


Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 17

Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 17
og virti mig fyrir mér i speglinum. Það var tvímælalaust til bóta. Þá var mér ýtt til hliðar. Ég skalf eins og lauf í vindi, dró djúpt að mér andann, opnaði dyrnar og gekk út. Johnny hallaði sér að veggnum og var að reykja enn eina sigarettuna og horfa á mannfjöldann. Hann var einmana- legur á svipinn. Það var eins og hann ætti ekki heima þarna. Ég stóð við hliðina á honum og tók i hönd hans. Hann rankaði við sér og brosti aðeins. „Þú lítur Ijómandi vel út.” „Oh, það eru bara ljósin,” sagði ég og roðnaði. „Er það satt að þú sért ekki orðin sautján ára? Mamma þin lagði þunga áherslu á það.” „Gerði hún það.” „Og þau vilja að þú komir heim klukkan hálfellefu.” Ég hefði getað sprungið af reiði en þá tók ég eftir að hann brosti út í annað. Og svo hlógum viðbæði. Hann lagði handlegginn yfir axlir mínar. „Eigum við þá ekki að dansa svolítið?” Salurinn var fullur af einkennis- klæddum mönnum sem hlógu og drukku til að gleyma. Það var þriggja manna hljómsveit á sviðinu. Píanóleikarinn og bassaleikarinn voru báðir liðþjálfar í flughernum, en trommuleikarinn fannst mér undarlegur. Hann var í amerískum einkennisbúningi. Seinna frétti ég að hann væri höfuðsmaður. Hann var með mjög stutt hár, rautt hár, næstum snoð- aður, laglegt, kæruleysislegt andlit og það lék bros um varir hans. Hann var ákaflega aðlaðandi maður, fullur af lífi og fjöri og hann var sífellt að horfa í kringum sig, eins og hann væri að leita að einhverju. Þegar ég leit betur á hann sá ég að augu hans voru líflaus, eins og Johnnys. Það var fleira undarlegt í fari hans. Hann var með silfurvængi yfir vinstri brjóstvasanum og ein af orðunum hans var breski flugkrossinn. Ég hafði séð i Illustrated London News að eini mis- munurinn var silfurrósin á borðanum. Yfir hægra vasanum voru vængir Konunglega breska flughersins. Allt i einu kom hann auga á okkur og það kom á hann undrunarsvipur. „Hæ, Johnny,” kallaði hann. „Hvað er að frétta?" Hann hélt áfram að tromma. Johnny veifaði til hans. „Haltu áfram að reyna, Richie. Þetta er ekki sem verst hjá þér.” Ameríkaninn brosti og við fórum út á gólfið. „Vinur þinn?” spurði ég. „Richie?” Johnny brosti. „Við erum tengdir með píanóstrengjum og blóðböndum.” Ég varð rugluð á svipinn. „Pyrirgefðu, þetta er uppáhalds- setningin hans. Ég fór með Richie í Sumarið sem var fyrstu ferðina mína. Við vorum i Halifax þá.” „Hann er Ameríkani,” sagði ég. „Það gengu margir Kanar í breska flugherinn áður en Ameríka skarst í leikinn. Flestir voru i Arnarflugdeildinni og flugu Spitfire vélum en nokkrir kom- ust á sprengjuvélarnar.” Það rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði lesið um þetta einhvers staðar. „En voru þeir ekki í breskum einkennisbúningum?” „Það er rétt, með merki á vinstri öxlinni til að sýna að þeir væru Kanar. Þeir voru allir fluttir í ameríska herinn síðastliðinn september.” „Og Richie?” „Hann var búinn að vera með okkur svo lengi að hann gat ekki hugsað sér að skipta um einkennisbúning. Honum tókst að sleppa við það þar til I síðasta mánuði.” „Hvað er hann að gera hérna?” „Hann fær að vera hér samkvæmt sér stöku fyrirkomulagi þangað til hann nær nítugustu ferðinni sinni. Þá fer hann aftur til Sam frænda, hvort sem honum likar það betur eða verr.” „Ég hleypti brúnum. „Nítugustu? Þaðer ansi mikið.” „Oh, Richie er kaldur gæi. Hann er með margar orður sem hann fékk fyrir einhverja vitleysu með Flugdeild frjálsra Frakka. Ef hann færi aftur heim yrði hann eflaust einn af þessum 23 ára gömlu ofurstum sem Kanarnir eru svo hrifnir af.” „Líkar þér ekki við Ameríkana?” Hann setti upp undrunarsvip. „Likar mér? Guð hjálpi mér, ef þeir eru allir eins og Richie, þá elska ég þá alla.” Hljómsveitin lauk við lagið og fór yfir i „A Foggy Day in London Town”. Johnny tók í höndina á mér og leiddi mig aðsenunni. „Ég skal leysa þig af svolitla stund, Bunny,” sagði hann. Pianóleikarinn, sem var undirforingi, leit út fyrir að vera enn yngri en Johnny. Hann stóð spilandi á fætur og Johnny settist niður og tók við. Þá sagði Richie: „Hvað er nú, Johnny, kvenfólk á þínum aldri? Næst verður það viski og spilamennska." „Æ, þegiðu, Kanaræfill,” sagði Johnny vingjarnlega. „Þetta er Kate Hamilton og það er eins gott fyrir þig að gæta mannasiðanna. Hún er preslsdótt- ir." „Er það sá með flugvængina?" sagði Richie. „Ég var vanur að hlaupa i felur þegar ég sá hann, þar til einhver sagði mér að hann hefði flogið Camel á vesturvígstöðvunum 1917, eins og pabbi minn. Ég hefði gaman af að tala við hann.” „Það er ekkert vandamál. Komdu í te á sunnudaginn,” sagði ég. Hann beygði sig áfram, enn tromrn- andi. „Þaðer synd aðsjá svona góða stúlku í slæmum félagsskap." Johnny greip fram i fyrir honum. „Gættu að þér," sagði hann. „Róm var ekki byggð á einum degi. Þaðer best ég segi þér að Richie er Kreóli. Af frönsku bergi brotinn Afi hans var vanur að skjóta mcnn undir álminum i dögun ef þeir misbuðu honum. „Það var i gamla daga," sagði Richie, „og meðal annarra orða, ég heiti Richard, undirforingi i flughernum. af- sakið, Henri Richard flugstjóri og láttu* ekki undradrenginn plata þig. Hann heldur að hann geti gengið á vatni." „Þegiðu og haltu áfram að spila," sagði Johnny. Þeir léku vel. Richie var góður trommuleikari og Johnny var stórkost- legur og spilaði af miklum krafti „A Foggy Day", „American Patrol", GI Jive”. Eftir smástund iðaði allt af fjöri. Hann hélt áfram að spila og loks var það Richie sem rétti ungum liðsforingja kjuðana og bauð mér upp i dans. „Þú veist ekki af honum meira í kvöld. Pianóið er hans eina og sanna ást." Við dönsuðum hring eftir hring. Salurinn var lítið upplýstur og fullur af sigarettureyk. Hann hélt þéttingsfast utan um mig og þó alveg án þess að mér fyndist hann vera að reyna við mig. „Þú dansar vel,” sagði hann. „Ég var í ballett tvisvar í viku i skólanum, á þriðjudögum og föstudög- um, í staðinn fyrir hokki, ef maður vildi." „Þið hafið auðvitað þurft að dansa saman tvær og tvær. Engir strákar til taks." „Það var þannig skóli, já." „Var eða er? Hvað ertu annars göm- ul?" „Sextán," sagði ég. „Verð sautján tuttugasta ágúst. Ljón. Þau geta verið mjög erfið." „Guð minn góður.” Hann losaði takið. „Annaðhvort eru þær of ungar eða gamlar. Hvar hittirðu Johnny?" „I kirkjunni. Hann var að leika á orgelið." „Það stendur heima." Hann hristi höfuðið. „Ó. þetta strið." „Johnny sagði mér að þið hefðuð flogiðsaman. Haliföxum sagði hann.” „Þaðer rétt. Fyrsta þjónustutímabilið okkar. Viltu heyra fyndna sögu? Þegar ég sá hann fyrst var hann að þvælast í klefanum minum að skoða tækin. Við vorum að enda við að sýna skólapiltum vélarnar og veistu hvað. — Ég hélt að hann væri einn þeirra og sagði honum að hypja sig út.” Hann hristi höfuðið. „Hann var nýorðinn átján ára og leit út fyrir að vera tveimur árum yngri." „Og eftir það urðuð þið vinir?" „Vinir?” Hann varðalvarlegur á svip- inn. „Vinir? Já. það má segja það. Við eigum nokkuð stórfenglegt sameiginlegt. Við erum enn á lifi." Hljómlistin þagn aði. Hann stóð svolitla stund og hélt í BLASTURS VÖKVI Fyrir dömur og herra. Lagningarvökvi fyrir hárblást- ur. Enginn vinsælli á markaðn- um. Hentugur smellutappi. cMmerióka ? Tunguhálsi 11, Árbæjarhverfi, sími 82700. 2X.tbl. Vlkan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.