Vikan


Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 48

Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 48
 NANCI HELGASON GÓÐRÁÐ VIÐ BARIMAU PPELDI Fyrstu dagana oftir heimkomu með nýfœdda bornið getur veríð snjallt af móðurinni að nota ilm- vatnið sitt óspart. Siðar meir getur hún svo dreypt þvi á rúnv föt barnsins ef hana langar til að reyna að sofa ótrufluð ögn fram á morguninn. Barnið finnur mömmulyktina og hún veitir því öryggistilfinningu. Ef barnið á erfitt með að sofna, þegar það er orðið eldra, má prófa að dreypa kölnarvatni á úlnlið þess og segja því að lykta af honum þar til lyktin sé horfin. Einbeitingin og hinn djúpi og reglulegi andardráttur getur svœft það á skammri stund. Mörg böm eru óróleg meðan á bleyjuskiptum stendur. Reynið að leika róandi tónlist eða segja sögu á meðan. Ef gengið hefur upp úr barninu eftir máltið og komið súr lykt, skuluð þið taka undinn klút, dýfa honum í natron og klappa blettinn með klútnum. Lyktin hverfur. Setjið lítil sápustykki inn i hvitan sokk og bindið fyrir opið. Litlum höndum lætur betur að handleika sápuna á þennan hátt. Gefið barninu gúmmídúkku og þvottapoka til að leika sér með i baðinu. Það verður þá upptekið af að baða dúkkuna og gleymir að nöldra yfir meðferðinni á sjálfu sér. Einnig er ráð að sprauta svo- litlu rakkremi á hendur barnsins og lita það með fáeinum dropum af matarlit. Barnið gleymir þá baðraunum sinum, ef einhverjar eru, meðan það „málar" sjálft sig í baðinu. Bindið litla bjöllu við skó óvitans. Þið vitið þá alltaf hvar hann er staddur i húsinu. Ef barnið ykkar á i erfiðleikum með að gleypa pillur, felið þá pilluna í grautarskeið og hún mun renna niður með grautnum. Ef þarf að fjarlægja flís úr fingri barns er prýðisráð að löðra ólífuoliu á særða puttann i nokkrar minútur, og þá verður auðvelt að ná flísinni. Einnig er hægt að stinga fingrinum í is i nokkrar mínútur, hann verður þá svo dofinn að barnið finnur ekkert til þegar flísin er tekin. Þegar rífa þarf plástur af hömndi barns skuluð þið væta bómull i húðoliu fyrir börn og nudda yfir plásturinn. Þannig næst hann af án sársauka. Þegar barn fær fyrstu skóna með hörðum sólum er það álíka erfitt fyrir það eins og fyrir full- orðna að ganga á ís á venju- legum skóm. Barninu veitist þetta mun auðveldara ef þið limið þunnt lag af frauðgúmmii neðan á skósólana. Frauð- gúmmiið tætist fljótlega neðan úr, en þá fjarlægið þið það algjör- lega með rakvélarblaði og setjið nýtt i staðinn. Þegar barnið ykkar vex upp úr rúminu sinu og fær nýtt má koma i veg fyrir hugsanleg slys með þvi að hafa dýnuna úr gamla rúminu fyrir framan nýja rúmið fyrstu næturnar. Ef barnið fellur út úr rúminu bregður þvi ef til vill, en það meiðist ekki. Það er gott ráð að hvísla þegar barnið reiðist. Hvíslið bliðlega í eyra þess. Það hættir að öskra til þess að heyra hvað þið eruð að segja. „Tárakrukka" er lika gott ráð. Þegar barnið fer að gráta rjúkið þið til og sækið krukkuna til að safna támnum í. Fljótlega fer barnið að sækja kmkkuna sjólft og tárín gleymast í leiknum. Hreinsið uppstoppuð leikföng með kartöflumjöli. Nuddið það inn i leikfangið, látið það biða stundarkorn, burstið svo mjölið i > burtu. Geymið listaverk barnanna ykkar. Úðið hárlakki yfir teikn- ingarnar til þess að koma i veg fyrír að litirnir dofni. ★ ★ ★ PÍLAGRÍMSFERÐ TIL FORTÍÐARINNAR gestum. Þetta var ekki það, sem pabbi hafði hugsað sér en hann vildi gjarnan gera það fyrir mömmu. Svo —” Hún yppti öxlum. „Ég dáist að móður þinni, Rhiannon. Hún er mjög hugrökk kona.” Þaðbirti yfir andliti hennar. „Veistu, ég held, að mamma kunni Iíka mjög vel við þig. Og það er fremur óvenjulegt. Yfirleitt er hún mjögseintekin.” „Það var skrítið að heyra. Hún virðist vera svo hlýleg og opinská.” Hann brosti. „Það virðist vera fjölskyldueinkenni.” Hún roðnaði og leit undan, en hann gat séð, að hún brosti. Þau gengu þögul áfram um stund. Með þögninni kom óróleikinn aftur yfir Luke. Hann efaðist um að Rhiannon vissi nokkuð um fortíð föður hans, en fljótlega yrði hann að fara til Nancy Nation og biðja hana að segja honum það sem hún vissi um föður hans. Honum geöjaðist ekki að tilhugsuninni. AU voru nú að nálgast ytri landa- merkin, sem gerð voru úr steinvörðum, sem virtust geta staðið þama í aldaraðir. „Hefur bærinn alltaf verið í eigu fjölskyldunnar?” „Nei. Pabbi vann áður fyrr niðri í námunum eins og hinir. Það var heldur ekki um aðra vinnu að ræða. En pabbi var einn þeirra fáu, sem sluppu. Rhydewel-bærinn var til sölu, og hann greip tækifærið. Bærinn var þó allur i niðurníðslu, þegar hann tók við honum.....” Hún andvarpaði. „Nú er allt að komast í sama horfið aftur. Við höfum neyðst til að selja hluta af landinu og senda mestan hluta nautgripanna til slátrunar. Mamma er mjög áhyggjufull.” Luke var fullur umhugsunar I þögninni, sem eftir fylgdi. Geriant Nation hafði sennilega þekkt föður hans. Kannski höfðu þeir jafnvel unnið saman neðanjarðar. Ef hann aðeins hefði getað náð tali af föður Rhiannon. Hann átti að skila bílaleigubilnum i London á mánudag, svo að hann hafði lítinn tíma aflögu. Kýrnar gengu nú mjóan troðninginn, og Luke sagði: „Mamma þín hefur sagt mér, að hér séu margir fallegir staðir, sem væru þess virði að skoða nánar. Heldurðu, að þú hafir tíma aflögu á morgun til að sýna mér eitthvað af um- hverfinu?” Hún leit upp til hans, full vonbrigða. „Því miður verð ég ekki hér á morgun. Hvaða sunnudag sem er, en ekki á morgun. Við verðum nefnilega að flytja nautgripina norðureftir á morgun. Og það er eini dagurinn, sem við getum fengið tvo flutningabila.” „Þið seljið þó ekki það sem eftir er af nautgripunum?” „Nei. Við flytjum þá aðeins heim að bæ frænda míns í Lake Brynlas. Hann er einn af fáum bændum í Wales, sem enn á nóg af vatni. Á landareign hans er stórt stöðuvatn, og þar er nóg vatn fyrir okkar nautgripi líka. Þetta er mikil fyrirhöfn, en ef ekki verður farið með þá, þá lifa þeir ekki sumarið af.” Luke hristi höfuðið. „Að flytja nautgripi til vatnsins. Það lítur alls ekki vel út. Ég er vanur því, að nautgripirnir gangi um sjálfala og finni sjálfir vatns- ból.” „Ég vildi aðeins óska, að við gætum gert það, en Haydn Hopkins, vinur okkar frá þorpinu, hefur boðist til að hjálpa okkur. Hann kemur á morgun á- samt bróður sínum til að aka hjörðinni norður.” Rhiannon ýtti síðustu kúnum á stallinn og sneri sér afsakandi að Luke. „Ég er auðsjáanlega byrjuð aftur, Luke, ég tala aðeins um okkur hér.” Hann hló. „Ég hef skemmt mér alveg ágætlega. Mér þykir fyrir, að þú skulir ekki vera hér á morgun.” „Já, það er ekki nógu gott. Þakka þér fyrir hjálpina.” Hann stóð við steinvegginn og horfði á Rhiannon ganga að mjaltakofanum. t rauðu skini hinnar sígandi sólar virtist hún næstum óraunverulega falleg. AR sem kvöldið var svo fallegt, langaði Luke ekki strax inn aftur. Hann gekk um og skoðaði mestan hluta bæjarins. Byggingarnar voru hvít- V.alkaðar og viðarverkið var málað svart. Þó virtist þessi hluti bygginganna nakinn og ófullgerður. Þegar hann kom að hálfkláraðri ný- byggingunni, sá hann móta fyrir hreyfingarlausum skugga móður Rhiannons inni í borðstofunni. Hún starði á hann eins og hann væri ósýnilegur, starði fremur framhjá honum en á hann. Það var ekki fyrr en nokkrum mínútum seinna, að hún tók sig á, brosti og gekk út til hans gegnum franska gluggann. „Þarfnast þú einhvers, áður en þú ferð að sofa, hr. Osborne?” spurði hún. „Þakka....” hann hikaði. Nú hafði hann tækifæri til að tala við hana. En einn gestanna kom til þeirra og hann varð að færa sig til hliðar til að hleypa honum framhjá. Framhald í nœsta blaði. 48 Vikan XI. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.