Vikan


Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 31

Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 31
Óskin hans Helga Pé Plakatmyndin okkar er að þessu sinni af Helga Péturssyni, söngvara og blaða- manni, en fyrsta sólóplatan hans er nú nýkomin á markað. Helgi hóf söngferil sinn með Ríó- tríóinu en þeir félagar hófu samstarf sitt sem skemmtikraftar á skólaböllum. Þar sannaðist heldur betur að mjór er mikils vísir, þvi að ekki leið á löngu þar til þeir höfðu unnið sér sess sem einir vinsælustu skemmtikraftar þjóðarinnar. Ríó-tríóið gaf út 13 plötur á ferli sínum og vann til tveggja gullplatna fyrir plöturnar „Eitt og annað smá- vegis” og „Allt í gamni”. Við spurðum Helga, hver hefði verið kveikjan að þessari fyrstu sólóplötu hans: — Það má eiginlega segja, að hún hafi verið tvenns konar. Vinur minn, Gunnar Þórðarson, var lengi búinn að ræða um þetta við mig, og eins hafði ég um nokkurra ára skeið gengið með þá hugmynd að taka fyrir hið fallega lag Þórarins Guðrnundssonar, „Þú ert ”, en þangað sæki ég heiti plötunnar. Það varð þó aldrei neitt úr því fyrr en ég lagði út í sólóplötu. Hvort hún var gefin út eingöngu til að fullnægja þessari þrá- hyggju minni? Ja, þvi ekki það? Við spurðum Helga, hvort þessi plata hans þýddi, að hann hygði á frekari umsvif í skemmtanaiðnaðinum: — Blaðamennskan er mitt aðalstarf, og ég hef aldrei litið á sönginn nema sem skemmtilegt aukastarf. En ætli ég haldi ekki áfram í „bransanum”, meðan ein- hver vill sjá mig og heyra. Plötuumslagið skreytir, auk Helga, tveggja ára dóttir hans, Bryndís, en Helgi tileinkar henni einmitt eitt lagið á plötunni, sem heitir „Skessan mín”. Lögin eru öll útsett af Gunnari Þórðarsyni, textar eru eftir Helga P., Jónas Friðrik og Jón Sigurðsson. Hljómplötuútgáfan Ýmir gefur plötuna út. J.Þ. 21. tbl. Vikan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.