Vikan


Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 47

Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 47
„Ég haföi vonast til aö verða hér tvær nætur.” Hann byrjaði einnig aö kemba einum hestanna. „Þakka þér fyrir að hjálpa mér. Allt virðist hafa gengið á afturfótunum i dag.” „Það skiptir engu máli. Ég þarf hvort eð er að bíða þangað til hinir gestirnir hafa snyrt sig og skipt um föt.” Þau hjálpuðust að við að kemba öllum hestunum sjö. Allt var hljótt og mikil friðsæld. Eina hljóðið sem heyrðist var þegar hestarnir færðu sig til i stöllunum. „Það er auðséð, að þú hefur umgengist hesta töluvert,” sagði Rhiannon að lokum. „En hvernig stend- ur á, að þú skulir vera hér? Það er merki- leg tilviljun.” Luke útskýrði fyrir henni, hvernig hann hefði heyrt um búgarð þeirra mæðgna. Hún hallaði undir flatt og krosslagði hendurnar á meðan hún hlustaði á hann. Hún líktist móður sinni ótrúlega mikið. „Var allt í lagi með hr. Jenkins, þegar þúfórst frá honum?” „Hann virtist þreytulegur, en að öðru leyti var allt í lagi með hann.” Það varð stundarþögn, áður en Rhiannon tók aftur til máls. „Hann virtist verða fremur æstur, þegar þú komst.” „Ég held, að hann hafi aðeins verið undrandi. Mér þykir fyrir að hafa truflað skákina ykkar.” Hún hló. „Við höfum verið að tefla þessa sömu skák undanfarnar tvær vikur. Þegar við hittumst verður alltaf meira úr samræðunum en taflinu. Og ég þarf alltaf að vera að þvælast eitthvað annað.” „Þú virðist hafa nóg að gera hér.” Hún gretti sig. „Það hefur verið meira en nóg að gera á bænum eftir að faðir minn lést. Ég verð að læra af mistökunum.” „Hefurðu ekki alltaf verið við búskap?” „Nei. Ég var að heiman, í skóla. Eftir að hafa verið nokkur ár í borginni, er erfitt að venjast sveitalífinu aftur.” „Þú virðist ekki vera neitt of ánægð með þetta.” Hún yppti öxlum. „Ojæja, ég hef það ágætt. Það yrði bara auðveldara fyrir mömmu, ef hún seldi bæinn. En hún vill ekki heyra á það minnst. Hún vaknar áður en sólin kemur upp, og hún er að allan daginn. Faðir minn hefði ekki viljað sjá hana fara svona með sig. En hún er fastákveðin í að halda búskapnum gangandi. En hvað með þig sjálfan? Hvaða erindi áttir þú hingað? Sumarfrí?” Frú Nation kallaði á Luke úr bæjar- dyrunum. Hann varð trufluninni feginn. „Ég virðist vera að tefja fyrir máltíðinni,” sagði hann brosandi. „Kannski getum við rætt betur saman seinna.” Hann snerist á hæli og gekk í áttina til hússins. LuKE naut matarins, og hinir gestirnir voru vingjarnlegir og skraf- hreifnir. Hann borðaði hægt og rólega og naut útsýnisins í ríkum mæli. Fjöllin virtust nú enn djúpblárri en áður, þar sem þau bar við sólsetrið. Hann leit tvisvar upp og varð þess var, að frú Nation starði á hann úr eldhúsinu. En hún flýtti sér að líta und- an. Það var ekki fyrr en hún skenkti honum kaffið, að hann ávarpaði hana. „Ég held, að ég verði hér bara til eilífðar. Hér er allt. Fagurt útsýni og dá- samlegur matur.” „Þú getur dvalið hér eins lengi og þú vilt, hr. Osborne. Og þú verður að vera eins og heima hjá þér hér.” Honum hlýnaði um hjartaræturnar við þessa einlægni hennar. „Þakka þér fyrir. Ég held, að ég skreppi og rabbi aðeins við dóttur þína aftur, ef þú heldur ekki, að henni mislíki það.” „Henni mun áreiðanlega ekki mislika það. Hún er núna við norðurengin að smala saman kúnum.” Luke gekk að eikartrjánum fyrir utan húsið. Hann sá Rhiannon, þar sem hún stuggaði kúnum frá trjánum. „Halló,” hrópaði hún til hans. „Fékkstu nóg að borða?” Hann klappaði ánægjulega á magann á sér. „Móðir þín er alveg stórkostlegur kokkur. Ég er svo sannarlega feginn, að hr. Jenkins sendi mig hingað.” Rhiannon brosti til hans, glaðleg og stolt. „Þú ert ekki sá fyrsti, sem hrósar eldamennskunni hennar Nancy Nation.” Bros Lukesfraus. „Nancy?” át hann upp eftir henni, og honum tókst ekki að leyna undrun sinni. „Sagðirðu, að mamma þín héti Nancy?” Rhiannon yppti öxlum, „Já,hvað er svona skrítið við það?” Hún þagnaði og athugaði Luke gaumgæfilega. „Hvað er að? Þú litur út eins og þú hafir séð afturgöngu?” Þar sem hann stóð og starði á Rhiannon, varð Luke hugsað til Morlais Jenkins. Hann minntist augnaráðs gamla mannsins, þegar hann hafði bent honum á þennan gististað — og orða hans: „Þar finnur þú þaö, sem þú leitar að”. LuKE?” Rhiannon virtist óþolin- móð. Hann herti sig upp og tókst að brosa. „Fyrirgefðu, Rhiannon. Ég bara mundi allt í einu eftir dálitlu.Nú skal ég hjálpa þér.” Hann gekk framhjá Rhiannon og að einni kúnni sem neitaði að færa sig um set og bauð jafnvel hundunum byrginn. Luke greip um hornin á henni og ýtti henni áfram, inn í hópinn, sem gekk í áttina aðfjósinu. „Þakka þér fyrir.” Rhiannon leit á hann full aðdáunar. „Þú virðist kunna vel á búfénað, Luke. Við hvað vinnurðu?” „Ég vinn við búskap.” Hann starði á nautgripina fyrir framan sig. „Þú ert ekki verkamaður.” Luke hristi höfuðið. „Nei — ég hef verið meira við bústjórn.” „Fórstu í landbúnaðarháskóla?” „Svo fínt var það nú ekki. Ég lærði það sem ég kann við að vinna undir stjórn þess besta bónda, sem ég mun nokkurn tíma þekkja.” Hún leit spyrjandi á hann, en hann sagði ekki meira. „Hefurðu alltaf unnið við búskap?” „Já, það er það eina, sem ég þekki. En þú, þú hefur verið í skóla í London. Hvað fékk þig til að snúa aftur að bústörfum?” Hún hló hlýlega. „Ég býst við, að það hafi aðallega verið það, að þau þörfnuðust min hér. Og nú er mín þörf hér fremur en nokkru sinni. Ég er nefnilega varkárari en mamma. Ég býst við, að það hafi ég frá pabba. Pabbi lagði allt í sölurnar til að stækka búið en þegar verð á nautakjöti lækkaði, þá virtist þetta dauðadæmt. Þar til mömmu datt í hug að láta bæta nýbyggingunni viö og taka á móti Enn aukin þjónusta! Ókeypis eyðublöð á afgreiðslunni: Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl. Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Húsnæði: Húsaleigusamningar. Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Dagblaðið afgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Smáauglýsingaþjónustan. l\ IBIAÐIB ' Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 21. tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.