Vikan


Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 24

Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 24
Vikan prófar léttu vínin 21. grein Fjórtán bestu rauðvínin Átta af fjórtán bestu rauðvínum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins eru frönsk, enda eru Frakkar bestu rauðvínsgerðarmenn heims, eins og Þjóðverjar eru bestu hvítvínsgerðar- mennirnir. Sex af tólf bestu hvítvínum Ríkisins eru þýsk, eins og áður hefur komið fram i greinum þessum. Þessi fjórtán rauðvin fengu annað- hvort sjö eða átta í einkunn í gæða- prófunum Vikunnar, sem lýst hefur verið í undanfömum tölublöðum. Átta er einkunn, sem gefin hefur verið mjög góðum vínum, og sjö er einkunn góðra vína, sem gætu sómt sér vel sem ódýr „vín hússins” á veitingahúsum. Góð vín ekki dýrari en vond Sem betur fer eru þessi vín yfirleitt ekki dýrari en hin 36, sem ekki komust gegnum nálaraugað. Meðalverð rauð- vína Ríkisins er 2.200 krónur þriggja pela flaskan. Og meðalverð tólf af hinum fjórtán góðu rauðvínum er einmitt líka 2.200 krónur. Það gildir því sama um rauðvínin og hvítvínin, að menn þurfa ekki að borga meira fyrir góð vín en léleg, ef þeir vita, hvað þeir eiga að kaupa. Og markmið þessa greinaflokks er einmitt að útbreiða slíka þekkingu. Kaup á rauðvínum eru að því leyti betri en kaup á hvítvínum í Rikinu, að sjö stiga rauðvín er hægt að fá á 1.450 krónur fiöskuna. Fyrir jafngott hvítvín verða menn að borga 1.850 krónur. Hins vegar eru kaup á hvítvínum að því leyti betri, að átta stiga hvítvín er unnt að fá á 2.200 krónur. Jafngott rauðvin kostar aftur á móti minnst 3.050 krónur flaskan. Því miður er ekkert frábært eða níu stiga rauðvín til i Ríkinu. Þar er hins vegar til eitt níu stiga hvítvín, sem kostar þó ekki nema 2.800 krónur. Af 50 rauðvínum Ríkisins fengu þrjú átta í einkunn og ellefu fengu sjö. Þrettán vín fengu sex í einkunn og teljast frambærileg. Tíu fengu fimm og teljast drykkjarhæf, en léleg. Átta fengu fjóra i einkunn og eru vond. Loks fengu fimm vín þrjá eða minna i einkunn og eru ekki drykkjarhæf. Þetta er skárri dreifing en i hvít- vínunum. Þar voru fiest vinin með fjóra í einkunn, en hér eru þó fiest vínin með sex í einkunn. Samt verður að telja, að rauðvínsinnkaup Ríkisins séu óþarflega léleg og að fá megi mun betri vín fyrir sama verð. Öll átta stiga rauðvínin eru frönsk, eitt frá Rhone, eitt frá Búrgund og eitt frá Bordeaux. Sjö stiga frönsku rauð- vinin eru eitt frá Bordeaux, eitt frá Búr- gund, eitt frá Beaujolais, eitt frá Corbier- es og eitt óstaðfært. Hin sjö stiga rauð- vínin eru tvö frá Ítalíu, tvö frá Spáni, eitt frá Búlgaríu og eitt frá Ungverja- landi. 1. Hospices de Beaune í efsta sæti átta stiga rauðvínanna varð HOSPICES DE BEAUNE, POMMARD. CUVÉE BILLARDET, af árgangi 1969. Það var rauðbrúnt og litdjúpt, hafði aðlaðandi blómailm, var mjúkt og hressandi á bragðið og fram- lengdist í munninum, en var tæpast nógu persónulegt. Verðið er allt of hátt, 6.250 krónur fiaskan. Vín þetta þarf að opna tveim timum fyrir notkun. 2. Chateauneuf-du-Pape Næst, einnig með átta stig, kom LES CEDRES, CHATEAUNEUF-DU- PAPE, af árgangi 1976. Það er að vísu enn ekki orðið nógu gamalt og ætti að vera orðið betra eftir um það bil tvö ár í góðri geymslu. Þetta var dimmt vín og purpurarautt sem saft, hafði aðlaðandi blómailm, en bragðið var full herpt og skarpt vegna ungs aldurs. En þetta var persónulegt og ákveðið vín, upplagt fyrir vínkjallarann. Verðið er 3.050 krónur. 3. Chateau Paveil de Luze Þriðja og síðasta vínið með átta stig var CHATEAU PAVEIL DE LUZE, Haut-Medoc búgarðsvín af árgangi 1974. Ilmur þess var i góðu jafnvægi, en I nœstu Viku bragðið var fremur þunnt, miðað við iim. Þetta var ljúft vin og lipurt, en skorti dálítið á kjölfestuna. Verðið er 3.100 krónur. 4. Chianti Classico Fjórða í röðinni og fyrsta sjö stiga vínið var CHIANTI CLASSICO, af árgangi 1976 frá Antinori, italskt vín. Það var föllitt, en þungt fijótandi, hafði daufan en hreinlegan Chianti-ilm, mjúkt en þó hæfilega súrt bragð. Þetta var alveg gallalaust hversdagsvín. Verðið er 1.700 krónur. 5. Vina Pomal í fimmta sæti með sjö stig var VINA POMAL, af árgangi 1973, spánskt Rioja-vín. Það var rauðbrúnt meðaðlað- andi ilm, mjúkt og hressandi á bragðið, en geymdist ekki vel. Það dugir ekki að geyma af því afgang í fiösku. Verðið er 1.700 krónur. 6. Chateau de Saint-Laurent 1 sjötta sæti með sjö stig var CHATEAU DE SAINT-LAURENT, franskt Corbieres-vín af árgangi 1975. Það var fallegt vín með aðlaðandi blómailm, sem vakti vonir, er uppfyllt- ust ekki fyllilega í bragði. Traust vín, en ekki fínlegt. Verðiðer 1.800 krónur. 7. Pisse-Dru 1 sjöunda sæti með sjö stig kom franskur Beaujolais, PISSE-DRU, af árgangi 1977. Ilmurinn var örlítið sætur, bragðið milt og þægilegt, mjúkt og hress- andi, dæmigerður Beaujolais. Verðið er 2.150 krónur. 8. Chateau Talbot 1 áttunda sæti með sjö stig kom búgarðsvínið CHATEAU TALBOT, frægt Saint-Julien-vín af árgangi 1967. Einkunnin var gefin með töluverðum efasemdum, því að hvorki bragð né einkum ilmur var í jafnvægi. Vínið hafði mikilfenglega þætti, góðan efnivið, en myndaði ekki samræmda heild. Það var Rósavín orðið rauðbrúnt og dimmt og mun ekki batna með frekari aldri. Áhugavert vin fyrir sérvitringa, en allt of dýrt, 4.700 krónur. 9. Trakia 1 niunda sæti með sjö stig varð TRAKIA, búlgarskt vín án árgangs, ódýrasta rauðvínið 1 Ríkinu. Það hafði daufan, fremur sérkennilegan, en réttan ilm, var hlutlaust og rétt gert hversdags- vín. Verðið er 1.450 krónur, bestu kaup í Ríkinu. 10. Chianti 1 tíunda sæti kom svo annað Chianti- vín, i þetta sinn frá Ruffino. CHIANTI, af árgangi 1976. Bragðið var eins og af hinu Chianti-víninu, en bæði litur og ilmur heldur daufari. Það er selt á hálfs annars lítra fiöskum á 3.100 krónur, sem samsvarar 1.550 krónum á þriggja pela fiösku. 11. Sangre Brava í ellefta sæti varð spánskt Penedés- vín, SANGRE BRAVA, af árgangi 1974. Það var hlutlaust og ilmdauft vín, hversdagslegt, en gallalaust, nógu gamalt til að hafa öðlast mýkt og geymdist vel til næsta dags. Verðið er l.-700krónur. 12. Egri Bikaver 1 tólfta sæti, einnig með sjö stig, varð ungverskt vín, EGRI BIKAVER, af árgangi 1975. Það hafði fjólubláa tóna, skarpan ilm og hressandi bragð. Persónuleiki þess var ákveðinn, en ef til vill ekki við allra smekk. Verðið er 1.850 krónur. 13. Geisweiler Grand Vin 1 þrettánda sæti kom franska Búrgundarvinið GEISWEILER GRAND VIN, án árgangs. Það var purpurarautt, hafði góðan ilm, sem fór batnandi i tvo tíma eftir opnun fiösk- unnar, og mjúkt og hressandi bragð. Þvi má ekki rugla saman við hið dýrara Geisweiler Reserve, sem fékk sex í ein- kunn. Geisweiler Grand Vin kostar 2.500 krónur og er því full dýrt. 14. Tervigny Fjórtánda og síðasta vínið, sem fékk sjö í einkunn, var TERVIGNY, franskt vin án árgangs. Það var purpurarautt vín með dálítilli sætulykt, mjúkt og hressandi, en hlutlaust á bragðið. Verðið er allt of hátt, 2.800 krónur. Greinaflokkur þessi, sem þegar er orðinn nokkuð langur, verður nú fram- lengdur um eina eða tvær greinar um rósavínin, sem Ríkið hefur á boðstólum. Jónas Kristjánsson 24 Vikan 21. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.