Vikan


Vikan - 14.06.1979, Page 8

Vikan - 14.06.1979, Page 8
Svangur eða ekki svangur — slíkar tilfinningar voru ekki til. Ætli maður hafi ekki alltaf verið saddur? — Ég man ekki eftir að ég hafi nokkurn tíma hugsað út í það, þegar sest var að borðum, hvað af því sem í boði var ég mætti borða og hvað ekki. Ég borðaði bókstaflega allt, bætir Ingibjörg við. — Hvaða vinnu gátuð þið stundað svona feit? — Veturinn sem ég byrjaði í Línunni var ég barnakennari á Hvolsvelli, segir Ingi- björg, og það gekk bara ágætlega. Það er athyglisvert að frá þessum 40 krökkum á aldrinum 6 til 12 ára, sem voru nemendur mínir, heyrði ég aldrei eitt aukatekið orð um að ég væri feit. Þó var ég 130 kg, þannig að það hefur tæpast farið fram hjá þeim. Fyrir þetta er ég börnunum afskap- lega þakklát. Ég var sem sagt vinnandi allan tímann en ekki lögst í rúmið eins og þú hefur kannski haldið. Nú vinn ég í banka á Hvols- velli. — Ég vann í frystihúsi, keyrði vörubíla og þannig lagað, segir Sigurður. Ég var ekki í erfiðisvinnu. Meðan á megruninni stóð vann ég i eldhúsi og þar studdi starfsfólkið mig með ráðum og dáð og hvatti mig óspart á hverjum degi. Það hefur mjög mikið að segja að fá uppörvun frá öðrum. Við Ingi- björg búum bæði í frekar litlum bæjum þar sem allir þekkja alla og þá fylgjast allir bæjarbúar með megruninni og hvetja mann i hvívetna. Það er mjög gott og ég hef fyrir bragðið komist á þá skoðun að það sé betra að grenna sig í litlu þorpi en stór- borg. Þessa mynd festi Ingibjörg á fsskápshurflina innanverfla, þannig afl i hvert sinn sem hún opnafli hann blasti myndin við. Á hana er skrifafl: Nei takk, sama og þegið. — Var þetta ekki voðalegur tími fyrir ykkur, meðan á megruninni stóð? — Nei, segir Ingibjörg, gleðin sem var því samfara að grennast yfirskyggði allt annað. Meðan á megruninni stóð fékk maður sér hafragraut með undanrennu áður en maður fór til vinnu og tók með sér eina appelsínu til að narta i í hádeginu. Svo Hér er Unudrottningin einu ári og 60 kg siflar. Mynd tekin af Ingibjörgu er hún mœtti á sinn fyrsta fund hjá Ununni 16. feb. 1977, á Setfossi. þegar komið var heim að loknum starfsdegi um fjögurleytið þá fékk maður magurt kjöt með káli og undanrennu. Annað var ekki borðað yfir daginn og ég segi fyrir mig að ég fann aldrei fyrir hungurverkjum. Sigurður tekur undir þetta og bætir við að svart kaffi og sígarettur frói mikið þegar svengdin kemur upp. — Ég drakk afar sjaldan kaffi hér áður fyrr en núna geri ég það í rikum mæli. — En hvernig er það, Ingibjörg, hafði það engin áhrif á heilsufar þitt að tapa svona mörgum kílóum á stuttum tima? — Nei, nei, ég tók mikið af vítamínum á meðan á þessu stóð og mér hefur aldrei liðið betur en einmitt núna. Þó verð ég að viðurkenna að skinnið verður dálítið slitið þó það sé alveg furðulegt hvað það skreppur mikið saman. Einnig er maginn dálitið hrukkóttur en að öllu jöfnu held ég 8 Vikan Z4.tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.