Vikan


Vikan - 14.06.1979, Page 10

Vikan - 14.06.1979, Page 10
Sigurflur á „fe'rtu" ðrunum, þá keyrfli hann vörubil. að myndu passa á mig, en ég trúði því varla og ætlaði aldrei að þora inn í búðina. En inn fór ég og viti rnenn. — Buxurnar pössuðu á mig. Ég hef sjaldan verið ánægðari en einmitt þennan dag þegar ég gekk heim á leið með fyrstu gallabuxurnar mínar undir hendinni. Samt voru þær ekkert smart. — Ég bjóst aldrei við að mér myndi takast að grenna mig svona mikið, segir Ingibjörg. Ég var eiginlega búin að sætta mig við að vera svona það sem eftir væri — að lífið myndi líða einhvern veginn — en að eitthvað skemmtilegt ætti eftir að henda mig, nei það var af og frá. — 130 kg, þú getur rétt ímyndað þér. Ég var alltaf að einangrast meira og meira frá öðru fólki, því maður var að mestu hættur að fara á mannamót vegna þess hvernig útlitið var. Það er fyrst núna að ég er farin að gera mér grein fyrir hvernig ég í raun og veru leit út. Ég er afskaplega þakklát Línunni fyrir hvað hún hefur gert fyrir mig. — Kemur ekki ýmislegt spaugilegt fyrir feitt fólk? — Jú, það gerir það, segja þau sem einn maður, en manni fannst það ekkert spaugi- legt á meðan maður var enn feitur. Ingibjörg: — Ég var eitt sinn stödd inni í Þórsmörk og var að falast eftir ferð yfir eina ána hjá körlum sem voru þarna á jeppa. Ég vatt mér að þeim og spurði hvort ég gæti fengið far, en þá segir einn þeirra við mig: — Væri ekki nær að við fengjum að fljóta yfir á þér. Þú flýtur, er það ekki? Og þarna stóð ég, 130 kg, og var að reyna að fá far yfir ána. Mig langaði náttúrlega mest til að fara að gráta en þess í stað hló ég bara eins og fífl. Það er þess konar glaðværð sem feitt fólk er sagt haldið. En slík gleði er verri en engin. Sigurður: — Mér finnst sumt fólk vera með hálfskrítin viðhorf gagnvart okkur sem grennumst svona mikið. Það er eins og það sé að bíða eftir að við springum eins og áfengissjúklingarnir. Þetta fólk fylgist með hverjum bita sem við látum ofan i okkur og bíður spennt eftir að eitthvað gerist. — En við erum staðráðin í því að standa okkur — það máttu bóka. — Eitthvað að lokum? — Skilaðu þakklæti til Línunnar og allra annarra sem hafa hjálpað okkur, segja Línukóngurinn og Línudrottningin og spretta á fætur eins og unglömb í haga. Þau eru eins og nýjar manneskjur og þeirra bíður nýtt líf. EJ 10 Vikan 24* tbl. Olivia krossuð Olivia Newton-John, sem allir íslenskir unglingar þekkja, eða að minnsta kosti þeir mörgu, sem sáu „Grease”, hefur nú verið sæmd orðu, eins og þeirri, sem Bítlarnir fengu á sínum tíma, nánar tiltekið árið 1965. Elizabeth drottning nældi orðunni eigin hendi í barm Oliviu, sem hér sýnir okkur gripinn, hreykin og ánægð. SjOS Village People voru nýlega á hljómleikaferð í Þýskalandi. Þessi hljómsveit, sem varð þekkt fyrir búninga sína, spáir nú í það að breyta svolítið til og Alexand- er Briley kom þarna ekki fram sem hermaður heldur sjómaður. — Ég skipti um búning vegna nýju plötunnar okkar, In The Navy, sagði hann. — En ég kem aftur fram sem hermaður í laginu Y.M.C.A.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.