Vikan


Vikan - 14.06.1979, Side 22

Vikan - 14.06.1979, Side 22
Það versta sem getur komið fyrir barn er að fá það á tilfinninguna að enginn treysti því lengur. Það er líka það versta sem getur hent fullorðið fólk að skynja að það missi traust annarra, þó sérstaklega ef um er að ræða einhvern sem maðurinn er mikið tengdur og þykir vænt um. Bæði börn og fullorðnir þurfa að finna að einhverjum þyki vænt um þá einungis þeirra sjálfra vegna. Það veitir manninum öryggi og traust. Skortur á trausti getur haft sálrænar truflanir í för með sér Margar alvarlegar sálrænar truflanir koma fyrst fram þegar börn stækka og verða fullorðin. Margar þessara truflana stafa af þeirri reynslu og þeim þróunar- skilyrðum sem börn verða fyrir á fyrstu æviárunum. Það er ekki aðeins mikilvægt fyrir foreldra að gera sér grein fyrir þýðingu t>essa, heldur verða allir að gera það, sem fást við smábörn. Þetta á einkum við um starfsfólk á vöggustofum, dagheimilum og spítölum. Það sem reynt er að gera til að fyrirbyggja sálrænar truflanir hjá smá- börnum mun skila sér margfalt aftur seinna meir. Ameríski barnageðlæknirinn Erik H. Erikson hefur sett fram kenningu um þróun persónuleikans og hvað þurfi að vera fyrir hendi til að maðurinn bíði ekki tjón á sálu sinni. Erikson telur upp nokkur stig sem maðurinn verður að fara í gegnum til að verða heilbrigður persónuleiki. Ef maðurinn fer ekki í gegnum jx:ssi þróunar- stig getur persónuleikinn mótast af vanmetakennd og hræðslu. Rauði þráður- inn og hornsteinninn í kenningu Eriksons er orðið traust Hér á eftir verða rakin nokkur atriði í kenningu Eriksons. Traust — vantraust Það er ekki skaðlegt ungbörnum að fá of mikla ástúð, en þau geta borið jæss ævar- andi merki ef þau fá of litla ástúð. Líkamleg snerting og hlýja hefur mikla þýðingu fyrir öryggi og vellíðan ungbarna. Þetta öryggi fá mörg ungabörn jxgar þau eru á brjósti. Börn sem ekki fá brjóst þurfa líka hlýju og nána líkamlegasnertingu.Þess vegna á ekki að láta lítið barn liggja eitt í rúmi sínu með pelann, heldur taka það upp og sitja með það jtegar því er gefið. Þetta geta feður að sjálfsögðu gert eins og mæður. Aðalatriðið er ekki hver gefur barninu þessa líkamlegu snertingu, heldur að það sé gert. Það er þessi fyrsta snerting og tengsl barnsins við aðra sem gefur því grund- vallartraust á umheiminum. Andstæða t>essa er vantraust. Það getur leitt þróun persónuleikans inn á ranga braut. Skömm og efi Það liggur beint við að sýna ungabarni ástúð. En það getur orðið aðeins erfiðara að sýna 2-3-4 ára barni ást undir vissum kringumstæðum. Á jjessum aldri þurfa börn að sýna sjálfstæði sitt gagnvart foreldrunum. En þau hafa stöðugt þörf fyrir að finna að foreldrunum þyki vænt um þau. Of ntiklar skammir og stjórnsemi á jtessum aldri getur valdið því að barnið finnur til skammar og efa. Þetta þýðir ekki að það eigi að leyfa börnum allt, en miklar skammir og stjórnsemi þurfa ekki að gefa barninu tilfinningu fyrir hvað er við hæfi og hvað ekki. Ást er ekki það sama og eftir- læti. Það er hægt að sýna barni að manni þyki vænt um það án j^ess að láta allt eftir því. Börn þroskast best undir vissu frjáls- ræði en þau verða að læra hvaða aðstæður geta verið því hættulegar og að taka tillit til annarra. Margir foreldrar gera of miklar kröfur til barna sinna á aldrinum 2-4 ára. Börnin eru oft ekki nógu þroskuð til jæss að geta uppfyllt kröfur foreldranna. Skömm og efi getur komið upp hjá því út af of miklum kröfum sem ekki er hægt að verða við. Það getur aftur haft í för með sér árásargirni. Frumkvæði og sektarkennd Börn á aldrinum 3-6 ára hafa lært að hafa vissa stjórn á sér. Og þau geta nú byrjað að nýta sér áður ójxkkta möguleika. Traust er nauðsynlegt 22 Vikan 24. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.