Vikan


Vikan - 14.06.1979, Side 43

Vikan - 14.06.1979, Side 43
— Jú, ég trúi því að allir — ef þess er einhver kostur — verði að frelsast frá því sem bindur þá. Og ég viðurkenni að þú átt við vandamál að stríða, en ég held 7 líka að lausn sé að finna á þvi. — Fyrirgefðu, sagði ég, — ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara. — Heyrðu mig nú, ég hitti þig fyrst í dag svo að þú kærir þig varla um að ég fari að leika sálfræðing. Annars er auðvelt að geta sér til um hvaða bönd binda þig mest og þú þarft að losna úr. Ég vissi ekki hvort ég kærði mig nokkuð um að hlusta á þessa speki hans, en sagði kuldalega: — Blessaður vertu ekki að Iiggja á þessu. Hann brosti blíðlega og horfði á mig, eins og við hefðum þekkst í áraraðir og hann mæti mig rnikils. Brosið snart mig djúpt — en ég vildi alls ekki láta hann hafa þessi áhrif á mig. — Allt þetta jafnréttiskjaftæði er ekki frá þér komið. Ég viðurkenni fúslega að slíkar hreyfingar eru mikilvægar, en þeir, sem berjast fyrir jafnrétti, verða að gera það heilshugar. Það er ekki nóg að vera með bara af skyldurækni og undir- lægjuhætti. Ef það er eitthvað, sem þú þarft að berjast við, þá eru það í hreinskilni sagt systurnar, og þar þarft þú að heyja þina sjálfstæðisbaráttu. Það varð stutt reiðiþrungin þögn, og svo bætti hann við heldur hryssingslega: — Og nú ætlar þú að drífa þig heim til að búa til mat þar, bara af því að þú vilt sýna hver ræður. En þú verður þá að bjarga þér sjálf heini — og það er nokkuð langt að ganga, góða. i_/G ætla ekki að lýsa því hvernig mér var innanbrjósts. Reiði, niður- læging og hræðsla toguðust á. Það sauð svo i mér bræðin að mig langaði mest til að segja honum aö fara til fjandans. Loks heppnaðist mér að ná svo valdi á tilfinningum mínum að ég treysti mér til að svara honum. — Ef þú þekktir systur minar myndir þú aldrei . . . ég gat ekki lokið setningunni og vissi heldur ekki hvað mig langaði helst til að segja. — Auðvitað þekki ég þær ekkert, bara á því sem þú hefur sagt mér í kvöld, viðurkenndi hann. Og ef ég kemst að raun um, eftir að ég hefi kynnst þeim, að ég hafi á röngu að standa varðandi afstöðu þeirra til þin, skal ég biðjast afsökunar. Hann opnaði dyrnar og tónlistin barst út til okkar. — Við getum ekki rifist við borðið, það er svo nærri hljómsveitinni, sagði hann hlæjandi. — Eigum við ekki að semja um vopnahlé í jafnréttisbarátt- unni? Við horfðumst í augu eitt andartak en það var þýðingarmikið augnatillit. Hann tók í hönd mína og brosti þegar við leiddumst inn. Og vitið þið hvað? Ég held helst að hann hafi haft nokkuð til sins máls varðandi mig og systurnar... Endir Aðdáendur ætluðu blátt áfram að kæfa Lesley eftir sjónvarpsupp- tökumar. sem ein- söngvari Lesley slær í gegn með laginu Shall I do it. Lesley slær í gegn Það þykir alltaf tíðindum sæta þegar söngvari frægrar hljómsveitar segir skilið við félaga sína og reynir fyrir sér upp á eigin spýtur. Svona tilraunum er venjulega spáð illum endi, en Lesley McKeown sló aldeilis í gegn í fyrstu sjónvarpsupptökunni sinni eftir aðskilnaðinn við Bay City Rollers. Búningur hans, níðþröngur, svartur prjónasamfestingur og hvit stígvél úr villi- dýraleðri, vakti mikla at- hygli og lagið sem hann sló í gegn með heitir Shall I do it. 24. tbl. Vikan 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.