Vikan


Vikan - 14.06.1979, Side 45

Vikan - 14.06.1979, Side 45
Dapurleikinn hvolfdist yfir hann, þegar hann gekk aftur að bílnum. Nú yrði hann að horfast í augu við Rhiannon. Hamingju- sömu, fallegu Rhiannon, barn Nancyar og föður hans. Einu konuna sem hann myndi nokkurn tíma elska. Einu konuna sem hann gæti elskað. hann aö horfast í augu viö Rhiannon. Hamingjusömu, fallegu Rhiannon, barn Nancyar og föður hans. Einu konuna sem hann myndi nokkurn tíma elska. Einu konuna sem hann gæti elskað. LuKE var ekki belur undir fund- inn við Rhiannon búinn, þcgar hann nálgaðist Rhydewel. En hann fékk engan tíma til að undirbúa sig. Þegar hann lagði bílnum, kom hún strax hlaupandi. „Luke!” Rödd hennar lýsti bæði áhyggjum og gleði. „Hvert varstu að flýta þér svona mikið áðan? Ég hrópaði á þig... ” „Fyrirgefðu, en ég hef ekki heyrt það.” Hann stirðnaði upp, þegar hún nálgaðist hann. Hún tók frjálslega I handlegginn á honum. „Varstu I Abermorvent?” „Ég heimsótti Gareth Jenkins," sagói hann. Hún virtist undrandi. „Þú hefðir átt að segja mér, að þú ætlaðir þangað. Ég hefði komið með og kynnt ykkur.” Luke yppti öxlum. „Ég hugsaði ekki út í það.” Hún leit spyrjandi á hann. „Um hvað töluðuð þið?” „Hitt og þetta. Kórinn, föður hans, útskurðinn...” Hún sleppti handlegg hans og horfði íhugul á hann. „Luke — það er eitthvað að? Þú virðist eitthvað svo — ég veit ekki — svofjarlægur." Hann tók í hönd hennar. „Komdu. Við skulum fara I gönguferð. Ég þarf að ræða við þig. Það er ekki hægt að tala saman hérna.” Luke var feginn að komast burt frá bænum. En þegar þau komu að hliðun- um, þar sem þau höfðu gengið um svo hamingjusöm áður, gat Luke ekki leynt óróleika sínum. Hún stansaði. „Luke, það er eitthvað að. Hvað gerðist í morgun?” Opinská og sakleysisleg augu hennar gerðu honum enn erfiðara um vik. „Það gerðist ekkert sérstakt i morgun Rhiannon. En...” „En í gærkvöldi, á leiðinni heim? Sérðu eftir því sem þá gerðist?” Þýð.: Steinunn Heigadóttir „Nei, auðvitað ekki. . .” Hann þagnaði.„Fyrirgefðu mér Rhiannon, en ég get ekki sagt þér ósatt. Já, að vissu leyti séégeftirþví.” „Hvers vegna?” spurði hún óttaslegin. „Það ætti ekki að angra neinn? Þetta var besta augnablik lifs míns.” „Rhiannon.” Rödd Lukes brast. „Þetta skiptir mig líka mjög miklu máli. Ég vil að þú vitir það. Ég mun aldrei gleyma því. En — heimili mitt er i Afríku. Ekki hér — það væri ekki rétt gagnvart þér — það er engin framtíð í jressu." „Luke!” Hún greip fram í fyrir honum. „Ertu að reyna aðsegja mér, að þú sért á förum? Að þú ætlir að yfirgefa Wales?” Hann gat ekki litið í rannsakandi augu hennar. „Ég er neyddur til þess Rhiannon. Ég — ég verð að fara og skila bílnum." „En þú þarft þó ekki að fara strax til Zambíu." „Ég er líka með meiri farangur á hótelinu i London.” Hún hristi undrandi höfuðið. „En hvers vegna ertu á förum? Þú hefur ekki sagt mér réttu ástæðuna. Þaðer eitthvað annað. Ég sé það í augum þínum.” „Rhiannon, gerðu það fyrir mig — ég sagt meira.. ’erðist eitthvað i Abermorvent I er þaðekki?” iristi höfuðið. Rhiannon ég vil ir, að. . . vinátta þín skiptir mig di.” tta?” Augu hennar skutu af reiði. 24. tbl. Vikan 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.