Vikan


Vikan - 14.06.1979, Page 48

Vikan - 14.06.1979, Page 48
drætti hennar. Það gat henn ekki, en hún stóð lengi þarna uppi og starði niður til hans. Síðan hvarf hún honum, og það var cins og hún hefði aldrei vcrið þar. Luke setti bilinn í gang. svipaðist einu sinni enn um eftir henni og ók siðan af stað. Freistingm, að snúa aftur, var sterk, en hann hélt áfram. Áleiðis til London.... ÞeGAR hann var kominn hálfa leiðina, dvöldu hugsanir hans enn við Rhydewel. Hann gat ekki komist hjá aö sjá kaldhæðni þeirrar aðstöðu sem hann var í. Hann vissi, að hann var að gera ná- kvæmlega það sama og faðir hans hafði gert fyrir öllum þessum árum. Hann var að hlaupast á brott frá öllu. Sérstaklega konunni sem hann elskaði, án þess að gefa neina skýringu. Ferðin hafði verið misheppnuð frá upphafi til enda. Hann hafði valdið fólki, sem hann hafði aldrei þekkt, bæði sársauka og áreynslu. Og hvers vegna? 1 augum syfjulega smábæjarins var faðir hans jafn sekur og hann hafði verið. Hann hafði heyrt sannleikann hjá heiðarlegu fólki, fólki sem ekki hafði neina ástæðu til að fara með ósannindi. Það gat þó ekki eytt þeirri ákveðnu sannfæringu hans, að faðir hans væri saklaus. Og hvað með þau vandamál sem hann sjálfur hafði skapað. 1 fyrsta skipti á ævinni var hann raunverulega ástfanginn. Hann hafði alltaf verið gætinn og hófsamur í umgengni sinni við kvenfólk, t.d Eleanor Fallon. Hún var vel gefin og falleg en þó hafði hann aldrei verið alveg afslappaður með henni. Rhiannon var öðruvisi. Allt öðruvísi. Og nú vissi hann hvers vegna. Eftir frið velska þorpsins virtist London hávær og kuldaleg. Það lágu engin skilaboð til hans frá Zambíu á hótelinu. Hann lá lengi i heitu baði og reyndi að losa sig við streituna og vanlíðunina. Honum hefði orðið léttara í skapi ef einhverjar fregnir að heiman hefðu beðið hans. Þó hafði hann ekki búist við þeim. Hann hugsaði um það, hvemig Kareemu tækist til við búskapinn og hvort hún heimsækti gröf föður hans enndaglega meðblóm úrgarðinum . . . Einmanakennd og sjálfsásökun hrjáðu hann. Hann vissi að hann hafði brugðist föður sinum. Hann stóð upp úr baðinu og sveipaði um sig mjúkum baðslopp. Síðan hringdi hann niður og pantaði kaffi og samlokur. Þegar þjónninn kom inn, sat Luke á svölunum. Hann drakk kaffið og borðaöi samlokurnar án þess að laka eftir ys götunnar fyrir neðan hann. Hann starði tómlega á háhýsin, sem bar við sjóndcildarhringinn. Stærst þeirra var pósthúsið, sem virtist bleikt í kvöld- sólinni. Hugur hans reikaði i sifellu aftur til PÍLAGRÍMSFERÐ TIL FORTÍÐARINNAR litla fjaj.lábæjarins . . . Rhiannon . . . Hann reyndi að hrisla af sér þessar óþægilegu hugsanir, stóð upp úr tága stólnunt og greip um svalahandriðið. Allt i einu virtist hávaðinn frá göt unni ætla að æra hann. Það var óliki þvi sem hann hafði vanist í Rhydewel, og alll í cinu var sem hann sæi liðna alburði i nýju Ijósi. Morlais Jenkins hafði virst svo hjálpsamur og þó ekki viljað segja of mikið. Hann virtist einnig hafa veriö á verði, eins og heimsókn Luke væri í sjálfu sér einhvers konar hótun. Og Nancy. Svo sorgmædd, svo full af- sökunar, svo fegin þegar hann fór. Geraint Nation, maðurinn sem hann hafði aldrei hitt... Gareth Jenkins, örkumla.... GERAINT NATION! Luke stífnaði. SpurningarmerkiðGeraint Nation ... Nancy hafði ætið talað um eiginmann sinn með mikilli varúð. Rhiannon hafði aftur á móti talað frjálslega um hann.... Luke barði krepptum hnefanum i lófa hinnar handarinnar. Rhiannon gat aðeins sagt frá þvi sem hún vissi um Geraint Nation. Hann hafði hætt störfum i námunni eftir slysið og byrjað nýtt líf viðbúskap. Geraint, gamall vinur Enoch Owens, sern gil'st hafði Nancy sem sá næstbesti. Alltaf verið sá næstbesti. Elskað Nancy svo heitt að hann tók barn hennar og elskaði það eins og það væri hans eigið hold og blóð. LuKE starði hugsandi út yfir Lundúnaborg. Einhver sérstök hugsun reyndi að komast að i huga hans. „Hvað getur það verið?” sagði hann upphátt við sjálfan sig. Eitthvað sem hann hafði ýtt til hliðar í Wales... Allt í einu laust þvi niður, eins og eldingu, hann mundi — það var eitthvað sem Morlais Jenkins hafði sagt: „Rhiannonergóðstúlka en ekki eins fljótfær og móðir hennar var. Nei, hún vegur og metur hlutina áður en hún tekur afstöðu... það hefur hún frá föður sinum....” Hjarta Lukes barðist um i brjósti hans. Rhiannon hafði sjálf sagt eitthvaö svipað: 48 Vikan 24. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.