Vikan - 16.08.1979, Síða 18
Nýfæddur lítill snáði liggur 6 laufblöðum nokkr-
um minútum eftir fæðingu sina. Þessi var heppn-
ari en margir frændur hans — hann var sterk-
byggður og lifði.
flæddi yfir þá og truflaði fyrri lifsvenjur
þeirra. Það átti að „frelsa” þessa villimenn.
Líf þeirra var mjög einfalt — eins einfalt og
mögulegt er. Þeir rækta nokkrar grænmet-
istegundir og fara á veiðar þegar hungrið
sverfur að. Öðrum tíma sínum verja þeir í
það að vaða um í svima af völdum eitur-
efna sem þeir nota óspart og trúa að komi
þeim í samband við Guð sinn. Eitur þetta,
sem þeir nota í ótakmörkuðu magni, vinna
þeir úr tré sem kallast Pararo en gengur
einnig undir nöfnunum Yopo og Nojo. í
náttúrufræðibókum mun það aftur á móti
heita Anadanthera Peregrina. í ágúst og
september vaxa baunir á tré þessu sem indí-
ánarnir týna af, þurrka, hengja upp osfrv.
Baunirnar hafa mikið gildi innan kyn-
stofnsins og eru notaðar sem gjaldmiðill líkt
og peningar hjá okkur hinum betur siðuðu.
Eiturinntakan er mikil athöfn hjá Yano-
mamo-indíánunum. Röri er stungið upp í
nasir þess sem eitrið ætlar að innbyrða og
annar indiáni spýtir þvi síðan af miklum
krafti upp í vit hans. Áhrifin eru skjótvirk
og mikil: Viðkomandi breytist gjörsamlega.
Hann vælir og grettir sig, augun fyllast
tárum og hringsnúast í augnatóftunum. Er
mesti skjálftinn er farinn úr manninum er
þetta endurtekið einu sinni og þá er indíán-
inn tilbúinn til að svífa af stað á vit and-
anna og Guðs síns þar sem hann dvelur þar
til áhrifin þverra.
Yanomamo-konan er algerlega undir-
gefin manni sínum. Hún byrjar að vinna
fyrir sólarupprás, týnir ávexti, sér um mats-
eld og vefur teppi og klæði úr baðmull sem
vex villt — er sívinnandi. Og hún gerir
fleira, hún fæðir börn.
Þegar Yanomamo-kona verður ólétt er
henni stranglega bannað að hafa samfarir
við eiginmann sinn. Hún verður einnig að
tína af sér allt tildur, hringana úr nefinu og
eyrunum og hætta að mála sig. Hún verður
að láta sér nægja að vappa um nakin með
18 Vikan 33. tbl.