Vikan


Vikan - 16.08.1979, Qupperneq 19

Vikan - 16.08.1979, Qupperneq 19
kúluna þungu á maganum. Ýmsar bábyljur gera ófrískum konum á þessum slóðum einnig erfitt fyrir, t.d. mega þær ekki borða fisk yfir vissri stærð þvi trúin segir að andar stóru fiskanna muni ráðast á fóstrið og gera út af við það. Ekki er þeim heldur leyft að ferðast með bátum á vötnum eða ám því augnaráð vanfærra kvenna er sagt rifa í sundur bátskili og margt annað mætti telja til. Þegar svo stundin rennur upp og konan væntir sín, sest hún á trjábol með olnbog- ana á hnjánum, felur andlitið í höndunum og bíður þess að góðir andar vitji sín og hjálpi sér við fæðinguna. Ef góðu andarnir láta ekki á sér kræla grípur galdralæknirinn inn í atburðarásina. Hann er að sjálfsögðu vel lyfjaður þegar hann byrjar að dansa í kringum þá vanfæru, ákallar „Hekuruda” og biður hann um hjálp. Svo hvíslar hann að konunni: — Farðu, farðu inn í skóginn — þar munu andarnir vitja þín, leggja hendur sínar á maga þinn og hjálpa þér við fæðinguna. Sú ófríska vaggar þá út í skóg, oft í fylgd með gamalli konu sem hefur það hlutverk að skera á naflastrenginn með beittum steini. Fæðingin á sér yfirleitt stað langt frá öllum mannabyggðum, langt inni í skógi þar sem öruggt er að enginn karlmaður verði til vitnis því þeir vilja mikið til vinna að þurfa ekki að horfa upp á ósköpin. Enda í dag er Yanomamo-kynstofninn að deyja út. Kynni hans af menningu hvíta mannsins hafa ekki verið til góðs. Hann sýnir því engan áhuga sem hvíta mannin- um finnst hafa eitthvert gildi. Vinna er ekk- ert áhugaverð í sjálfu sér, kynni þeirra af peningum hafa gert þá að þjófum og það að klæðast fötum hefur gert þá afbrýðisama en það var eitthvað sem þeir ekki þekktu á meðan þeir hlupu naktir um heimahaga sína. Hægt en sígandi er þetta fólk að hverfa af yfirborði jarðar og þar með menning þeirra, menning sem átti ekki neina möguleika í samkeppni við aðra menningu — menninguna okkar. tanomamo-kona þvœr nýfæddum syni sin- im og sjðifri sðr í ð eftir vel heppnaða fæð- ngu. Annað bam konunnar sem fæddist ð lama hðtt fylgist með. segir gömul þjóðsaga að þeim manni verði grimmilega refsað sem verði vitni að slíku. Mönnum finnst öruggara að fara að göml- um siðum. Yanomamo-konan fæðir barn sitt stand- andi á stað sem hún sjálf hefur valið. Þegar barnið er komið niður er það lagt á risalauf- blöð sem týnd hafa verið af nærliggjandi trjám og síðan er barnið þvegið í næsta polli eða næstu á. Svona hafa börn fæðst í gegnum marga ættliði í þessum hluta heimsins og það er ekki fyrir veikburða börn að þola kringum- stæðurnar. Aðeins þau sterkustu lifa þetta af. Mörg börn deyja í fæðingu og það kemur ósjaldan fyrir að hvorki móðir né barn snúi til baka eftir fæðingu í skógin- um, fjarri öllum mannabyggðum. VERÖLD SEM VAR kemur aftur til þorpsins með nýfætt bam sitt undir hendinni. Hún sá um þetta ein án allrar hjálpar. 33. tbl. Vikan 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.