Vikan


Vikan - 16.08.1979, Side 47

Vikan - 16.08.1979, Side 47
Svefnleysi Þú liggur og starir út í myrkrið. Glaðvak- andi. Allt er kyrrt, allur heimurinn virðist í fasta svefni. Fólk, kettir, hundar, fuglar. Allir nema þú. Þér líður illa, finnst þú einn og yfirgefinn. En það ertu ekki. Milljónir manna um allan heim liggja jafn glaðvakandi í rúmi sínu og bölva því að geta ekki sofnað. Flestir þeirra sem þjást af svefnleysi búa í stórborgum, en þar er lífsháttum þannig háttað að meira reynir á sál en líkama. Ein af bestu undirstöðunum fyrir góðan svefn eru einmitt líkamleg þreyta og sálarró. Hvaða stórborgarbúi getur státað af því að loknum starfsdegi? Við þetta bætist að aldrei ríkir kyrrð í stórborg, því umferðin stoppar aldrei alveg á nóttunni. En hvað er svefnleysi? Það er erfitt að skilgreina og þörf fólks fyrir svefn er afar mismunandi. Ungbörn sofa frá 21 klukku- stund niður í 11 klukkustundir á sólar- hring. Þar er það svo sannarlega eðlið sem ræður, það er næstum alveg ómögulegt að hafa nein áhrif á svefnvenjur þeirra. Til er fólk sem vaknar hresst og endur- nært eftir fimm stunda svefn. Það þarf ekki meira. Aðrir vakna þreyttir og niðurdregnir eftir 6 tíma svefn. Þá er um tvennt að ræða, annaðhvort sefur þetta fólk ekki nóg eða það sefur á rangan hátt. Mesti vandinn virðist þó ekki vera að sofa heldur sofna. Þar hjálpar lífsmáti okkar síst af öllu til. Við borðum seint og það er freistandi að sitja og narta í eitthvað fyrir framan sjón- varpið. Fólk sem fer að sofa með fullan maga sefur ekki vel. Stór hópur fólks trúir því líka svo mjög að það geti ekki sofnað af sjálfsdáðum að það eitt nægir til að það getur ekki sofnað. Þetta fólk ætti heldur að segja við sjálft sig þegar það er komið í rúmið: í kvöld sofna ég fljótt og vel. Siðan ætti það að telja hægt upp að tíu og endurtaka setninguna. Þið haldið kannski að þetta séu kerlingabækur? Getur verið, en þetta virkar samt furðu vel. Það sefar neikvæðar hugsanir og þannig líður styttri timi þar til svefninn sigrar. Allt of margir fara með áhyggjur sínar í rúmið og geta ekki hætt að hugsa um þær. Það fólk ætti að banna sjálfu sér að hugsa yfirleitt þegar það er komið i rúmið. Gott ráð er einnig að fara klukkustund fyrr á fætur á morgnana. Þessi klukku- stund vinnst svo aftur upp með því að fólk sofnar fljótar á kvöldin. Ýmsar hefðbundnar athafnir virka ró- andi á líkamann. Áður en við förum að isofa háttum við, þvoum okkur, burstum í okkur tennurnar, förum í náttfötin o.s.frv. Ef við bættum við þetta þremur eða fjórum athöfnum sem við gerðum á hverju kvöldi ætti svefninn greiðari aðgang að okkur. Annar hópur fólks á kannski ekki í nein- um vandræðum með að sofna á kvöldin en hrekkur svo upp um miðja nótt og verður andvaka. Það er ekki til neitt ráð jafn væn- legt við þvi og líkamlegt erfiði — að hlaupa, hjóla eða synda. Helst síðdegis. Einnig er hægt að gera líkamsæfingar heima hjá sér. Þjáist fólk af offitu, of háum blóðþrýstingi 1. Gerið aldrei neitt annað í rúminu en að sofa (að kynlífi undanskildu, sem er eitt- hvert besta svefnlyf sem til er). Það er alvegfurðulegt hvað fólk notar rúmið til margra hluta sem ekkert koma svefni við, t.d. lesturs, borðhalds, sjónvarps- gláps, símaviðtala o.s.frv. Sá sem sefur vel getur kannski leyft sér þetta en sá sem á erfitt með svefn alls ekki. Fyrir hann verður rúm og svefn að vera eitt ogsama hugtakið. 2. Sá sem liggur svefnlaus ætti að taka sér eitthvað erftt og leiðinlegt fyrir hend- ur, t.d. að lesa illskiljanlega bók, lœra óreglulegar sagnir einhverrar erlendrar tungu eða leysa þungar krossgátur. Hann má síst af öllu verðlauna svefn- leysi sitt með einhverju þœgilegu eða skemmtilegu eins og mat, drykk eða lestri æsispennandi sögu. 3. Það er mjög mikilvægt að fólki sé nógu hlýtt í rúminu. Ef því hættir t.d. til fót- kulda ætti það ekki að skirrast við að eða hjartaveilu ætti það að ráðfæra sig við * lækni sinn um réttar líkamsæfingar. Einnig gæti verið gott að fara klukku- stund seinna í rúmið en venjulega og eyða henni í vinnu sem reynir á líkamann. Sá sem er andvaka má alls ekki liggja svefnlaus i rúminu lengur en í hálftíma. Þá er betra að fara á fætur og gera eitthvað. Allt nema að fá sér morgunverð, því að þá gæti það orðið að vana að vakna um miðja nótt til að borða. Sá sem þjáist af svefnleysi má aldrei freistast til þess að fá sér miðdagsblund. Þá er nokkurn veginn tryggt að hann verður líka andvaka næstu nótt. Slæmir draumar valda oft svefnleysi, fólk byrjar að óttast svefninn. En þar sem þeir stafa oftast af þeim vandamálum sem fólk glímir við í vöku er lítið annað að gera en að reyna að beina hugsununum inn á já- kvæðari brautir fyrir svefninn og gleyma öllum áhyggjum og gremju. Ef þú hrekkur upp við vondan draum er mikilvægt að fara á fætur og setjast ein- hvers staðar niður í fimm mínútur, helst í öðru herbergi. Þannig kemurðu í veg fyrir að hann haldi áfram þegar þú sofnar aftur. sofa I sokkum. Það er jafn mikilvægt að loftið í svefnherberginu sé alltaf ferskt og svalandi. Það sefur enginn vel í mollulegu ogslæmu lofti. 4. Liggið aldrei andvaka í rúminu lengur en í hálftíma. Hafð sjálfýsandi klukku við rúmið svo að hægt sé að taka tím- ann án þess að kveikja Ijós. Takist ykk- ur ekki að sofna innan þessa hálftíma, farið þá á fætur oggerið eitthvað annað. 5. Þó sagt haf verið hér að framan að kyn- líf sé eitthvert besta svefnlyf sem völ er á, þá er það ekki alls kostar rétt. Vís- indalegar kannanir hafa sýnt að fjöldi karlmanna fær ekki næði til svefns fyrir eiginkonum sínum sem vekja þá upp um miðjar nætur og vilja þá hafa samfarir. Nývaknaður karlmaður hefur yfrleitt litla löngun til rekkjubragða, samfarirn- ar mistakast og karlmaðurinn verður andvaka það sem eftir lifr nœtur.fullur sektarkenndar og líður þar af leiðandi illa. GÓÐ RÁÐ GEGN SVEFNLEYSI 33. tbl. Vikan 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.