Vikan


Vikan - 11.10.1979, Qupperneq 6

Vikan - 11.10.1979, Qupperneq 6
7T''" kL í Guöfinn^ydal Börnin og við eru lílca fólk Ol't er sagt aö sektarkennd sé sérsvið for- eldra. Slæni samviska yfir þvi að vera ekki eins og maður heldur að maður eigi að vera, óöryggið yfir að koma ekki rétt fram við börnin, efinn um hvort rétt sé gagnvart börnunum að vinna úti, hvort ekki sé slæmt fyrir þau að vera á dagheimili, sektarkenndin yfir því að fara út að skemmta sér þegar maður ætti að vera heima, o.s.frv. o.s.frv. eru gjarnan hugsanir sem þjaka foreldra. Ef einhver vandamál koma upp með börnin, kemur sektar- kenndin og slæma samviskan enn meira í Ijós, og fólk spyr gjarnan sjálft sig hvað það hafi gert rangt. hvers vegna þetta gangi svona illa, hvort það hafi hagað sér ein- hvern veginn öðruvisi en þaðátti aðgera. Sektarkennd getur breytt fólki Ofangreindar spurningar hafa oft í för nteð sér að einstaklingurinn aðhefst ekkert, hann verður aðgerðalaus, óvirkur og þjáist aðeins af sektarkennd. Einstaklingurinn lætur sektarkenndina lama sig og líður fyrir hversu óhæfur hann er sem foreldri. Sektarkennd getur hins vegar oft hjálpað fólki. Hún getur valdið því að einstaklingurinn verður sér meðvitandi um hugsanlega galla. hann skilur í rauninni i hverju þeir felast og hann reynir að breyta þeim. Foreldrar vilja oftast leyna sektarkennd sinni fyrir börnunum. í mörgum tilvikum er það ekki rétt. Börnunum þykir ol't gott að heyra hvernig foreldrunum líður í raun og veru, því að börn eru oft sjálf óörugg og full af sektarkennd. Það hjálpar alveg eins börnum og fullorðnum að heyra að aðrir 6 Vikan 41. tbl. geti átt við sömu vandamál að stríða og þeir sjálfir. Foreldrar eru ásakaðir Það er mjög algengt að foreldrar séu ásakaðir ef börn koma ekki alveg eins fram og öðrum finnst að þau eigi að gera. Starfs- fólk opinberra stofnana, sérfróðir og stjórn- málamenn ásaka gjarnan foreldra fyrir að þeir hafi brugðist uppeldishlutverki sínu. Fyrr á árum var barninu sjálfu oft kennt um ef þaö hagaði sér ekki samkvæmt viðteknum reglum en hugsanagangurinn hefur aðeins breyst í þá átt að færa yfir á foreldrana það sem áður var barnanna. — Þetta er bara heimilið, þetta eru foreldrarnir, eru setningar sem hljóma án afláts. En hver aðstoðar foreldrana? Hver hjálpar þeim til þess að takast betur á við uppeldishlutverkið. Hvar geta foreldrar lært hvað þeir gera rangt og hvað þeir geta gert í staðinn. Þetta eru setningar sem hinn kunni bandaríski sálfræðingur Thomas Gordon hefur niargrætt og ritað um. Eins og Gordon segir, þá verða milljónir manna feður og mæður á hverju ári og þurfa að fást við eitt erfiðasta verkefni sem til er: að fást við ungbarn sem er algjörlega hjálpar laust. Foreldrar þurfa einir að bera algjör lega ábyrgð á þessari veru, veita henni líkamlegt og andlegt uppeldi og reyna að gera úr henni virka, samvinnufúsa og ábyrgðarfulla manneskju. En hvar fá for- eldrar hjálp við þessa vinnu. Er það kennt í skólum eða eru til einhverjir sérskólar eða stofnanir þar sem hægt er að sækja fræðslu. Svarið er einfalt. Slíkt er ekki til. Thomas Gordon segir: „Foreldrum er gefin sektarkennd en þeir fá engin tækifæri til neins.” Foreldrahlutverkið Mörgu fólki verður mjög bilt við þegar það fer úr því hlutverki að vera óháður einstaklingur yfir i hlutverkið háð foreldri. Hættan við þessi hlutverkaskipti er gjaman sú, álítur Thomas Gordon, að nýbakaðir foreldrar gleyma því oft að þeir eru raunverulegt fólk með raunverulegar tilfinningar samfara öllum þeim göllum og takmörkunum sem því fylgir. Foreldrahlutverkið gerir það oft að verkum, að foreldrum finnst að J^eir geti ekki verið þeir sjálfir lengur. Mörgum for- eldrum finnst þess vegna að þeir eigi alltaf að ganga framhjá þörfum sínum og óskum og fórna öllu fyrir börnin. Margir foreldrar hafa líka þann góða ásetning að vera alltaf góðir og réttlátir við börn sín og viður- kenna og þola allt i fari barnsins. Það er ekki hægt annað en dást að slíkum ásetn- ingi álítur Gordon, en yfirleitt gerir hann foreldrana ekki hæfari til þess að vera for- eldra. Foreldrar eru líka fólk Gordon telur enn að einn mesti galli for eldra sé að gleyma að maður sé sjálfur venjulegur maður með venjulega galla. Góðir foreldrar leyfa sér að vera ntann- eskjur — raunverulegar manneskjur. Börn skynja mikla fullnægju í að finna að for- eldrar þeirra séu ekta og mannlegir eða með öðrum orðum — að foreldrar séu líka fólk. Hvernig eru „ekta" foreldrar Hvernig eiga foreldrar að vera til þess að verða „ekta” gagnvart börnum sínum? Spurningin er viðamikil og Thomas Gordon hefur gert henni mikil skil. Örfáar setningar geta gefið örlitla ntynd af því sern átt er við. Þú verður að viðurkenna sjálfa þig sem manneskju með bæði jákvæðar og neikvæðar tilfinningar gagnvart barninu. Þú þarft ekki alltaf að láta sem þér þyki vænt um barnið og að þú sért tilbúinn að viðurkenna það óháð því hvað barnið gerir, ef þér finnst eitthvað annað innst inni. Þú þarft ekki að hegða þér eins og þú berir sömu sterku tilfinningarnar í brjósti til allra barna þinna. Þið þurfið ekki sem faðir og móðir að sýna barninu alltaf að þið séuð sammála og hegða ykkur eins. Það eina sem skiptir verulegu máli og er algjörlega nauðsynlegt i þessu sambandi er að þú lærir aðgangast við raunverulegum tilfinningum þínum. Að vera ánægður með sjálfan sig Það er vel þekkt fyrirbrigði innan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.