Vikan


Vikan - 11.10.1979, Side 7

Vikan - 11.10.1979, Side 7
sálfræðinnar að það sé samband á milli þess að vera ánægður með sjálfan sig og þess að geðjast að öðrum. Manni sem er ánægður með sjálfan sig þykir bæði vænt um aðra og á auðvelt með að viðurkenna það sem þeir gera. Á hinn bóginn á maður sem er óánægður með sjálfan sig erfitt með að láta sér þykja vænt um aðra og meðtaka það sem þeir gera. Sjálfsánægja eða óánægja mótar uppeldi barna. Foreldrar sem eru óánægðir með sig hafa yfirleitt miklu meiri þörf fyrir að börn hegði sér á einhvern ákveðinn hátt og eftir settum reglum en hinir sem eru ánægðari með sig. Óánægðir foreldrar eru líka háðari því að börnum þeirra „gangi vel í lífinu”. Foreldrar sem eru óánægðir með sjálfa sig og meta sig lítils eru því háðari því að börnin geti verið eitthvað fyrir þá út á við. Börnin eiga þá að gefa foreldrunum sjálfum tilfinningu fyrir að þeir séu einhvers virði. Þó að foreldrarnir séu eldri en börnin er ekki þar með sagt að sú reynsla komi þeim skilyrðislaust að gagni í barnauppeldi. Að ala upp börn er að miklu leyti háð því að foreldrarnir eru líka fólk — og að vissu leyti börn. 41. tbl.Vik.an 7 I

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.